Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 39 Um þessar mundir er í Frakklandi og á Spáni nokkuð rætt um þá sérkennilegu staðreynd að gam- all svæðisbundinn alifugla stofn, hinn norður-baskneski Kriaxera- andastofn, virðist alfarið vera ónæmur fyrir H5N8-fuglaflensu- veirunni. Einhverjar vonir eru auðvitað bundnar við að vísinda- mönnum takist að 'rækta' þetta ónæmi inn í hina venjulegu stofna alifugla, en slíkt mun enn eiga langt í land. Sem er miður, því enn ein bylgja H5N8-veirusmits er að valda mönnum miklum búsifjum í Vestur-Evrópu; sú þriðja á fimm árum. Kriaxera-endur eru af fornum andastofni, sem aðallega fyrirfinnst í hinum franska hluta Baskalands. Af ýmsum sökum þótti lítið til þeirra koma þegar leið á 20. öldina (aðallega varðandi framleiðni og sérlundu í fóðrun), og um 1980 var stofninn við að deyja út báðum megin landamæranna. Aukin ferða- mennska á svæðinu, meiri eftirspurn eftir vörum úr héraði og hugsanlega einnig fjölgun hágæða veitingastaða (nokkrir Michelin-stjörnumerktir staðir eru á þessum slóðum) á sinn þátt í því að nú eru u.þ.b. 30 býli og 50-60 tómstundabændur að rækta þetta svarbrúna fiðurfé. Giskað er á að núverandi stofn telji u.þ.b. 35.000 fugla. Stór hluti venjulegrar andaræktunar í suðurvesturhluta Frakklands fer fram með geldum blendingum Barbery- og Pekinganda frá örfáum ungaframleiðendum. Mikil áhersla er lögð á framleiðslu hinnar umdeildu „foie gras“ andalifrarkæfu, en kjötið er líka æði vinsæl matvara. Þessar endur eru oftast hafðar að nokkru leyti utandyra því markaðurinn gerir kröfur um slíkt (hærra verð), en þá gjarnan í afmörkuðum gerðum eða stíum þar sem fóðrið kemur allt frá til þess gerðum fabrikkum. Vissulega eru líka til aðrir héraðsbundnir andastofnar sem ræktaðir eru með gamla laginu, en þeir fuglar geta einnig smitast af H5N8-veirunni. Kriaxera-endurnar þrífast hins- vegar illa við aðstæður eins og lýst var hér á undan; þær þurfa jú sitt kornmeti sem bæta má með maís, en þeim er nauðsynlegt að hafa nóg af fersku grasi og kannski ekki síst; nóg af smápöddum og lirfum ýmis- konar. Án pöddufánunnar kemur ekki rétta bragðið. Ræktendur Kriaxera-anda eru um þessar mundir í mikilli baráttu við yfirvöld smit- og búfjársjúk- dóma á svæðinu, því margir hreppar þar um slóðir hafa fengið ordrur um niðurskurð á öllum andfuglum vegna H5N8-veirunnar, hverr- ar tegundar sem þeir séu. Benda Kriaxera-bændur gjarnan á ónæmi sinna fugla gagnvart fuglaflensu- veirunni sér til stuðnings, en yfir- völd hafa jú sér til afsökunar að engar rannsóknir hafi enn staðfest að Kriaxera-endur geti ekki borið smit á milli búa. Þarna stendur hnífurinn í kúnni í dag - og fólk stendur á öndinni hvað úr verði. Þess má geta að nú um daginn tóku nokkrir Kriaxera-bændur sig saman og sendu ein 1400 frjóvguð egg til velunnara í flestum hornum Frakklands, þar sem þeim verð- ur ungað út og fuglunum haldið í felum þar til deilan leysist. Þar með hætti þetta mál að gerjast í hér- aðsfjölmiðlum og varð að frétt á landsvísu, þar sem nokkuð áberandi voru raddir um gildi þess að halda í gamalgróna stofna búfjár. En hvað getur dæmi eins og þetta sagt okkur uppi á Íslandi? Ættum við að velta því fyrir okkur hverskyns varasjóður getur leynst í erfðaefni „frumstæðra“ búfjárstofna? Ætti til dæmis að rækta hluta íslenska mjólkurkúastofnsins sérstaklega, án íblöndunar aðflutts erfðaefnis? Hvaða markaður væri fyrir afurð- ir slíkra skepna? Þetta eru margar spurningar og skoðanir á þeim verða sjálfsagt misjafnar. En engum ætti að verða að meini að velta þessu aðeins fyrir sér. Glerárþorpi á góunni 2021: Sveinn í Felli Heimildir: [https://www.liberation.fr/ env ironne ment /kr iaxera- le -super-canard-basque- qui-resiste-encore-et-tou- jours-a-la-grippe-aviaire- 2 0 2 1 0 2 1 4 K F B B K V Q F R - 5DR3JPXGGAE2DKNEU/] [https:/ /www.sudradio.fr/ societe/les-canards-kriaxera- resistent-a-la-grippe-aviaire- leurs-eleveurs-refusent-les- abatages-preventifs/][https:// produit-fermier-hemengo.com/ viandes/416-cane-kriaxera.html] [https://www.fondazioneslow- food.com/en/ark-of-taste-slow- food/kriaxera-duck/] SAMFÉLAGSRÝNI Að standa á öndinni – Vangaveltur um gildi þess að halda í gamalgróna stofna búfjár Kriaxera-andastofn virðist alfarið vera ónæmur fyrir H5N8-fuglaflensu- veirunni. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 IAE STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum: Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra Við nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum, sem teljum nú 140 manns, höfum áhyggjur af fram- tíð skólans okkar og skorum á ráðherra menntamála að tryggja framtíð garðyrkjunáms með öflug- um Garðyrkjuskóla til framtíðar á grunni gamla Garðyrkjuskólans í Ölfusi. Nú hefur verið ákveðið að færa garðyrkjunámið frá LbhÍ til FSu. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt þar til hann var sameinaður LbhÍ 2005. Hann var að drjúgum hluta byggður upp með gjöfum og aðstoð velunnara skólans, þar á meðal kennurum og nemendum. Við sameiningu skól- ans við LbhÍ fylgdu eignir skólans til sameinaðrar stofnunar og verð- ur að segjast eins og er að eðlilegu viðhaldi á aðbúnaði garðyrkjunáms- ins hefur verið ábótavant síðan þá. Stöðugildum hefur fækkað og finna nemendur og kennarar vel fyrir því hversu mikið aðbúnaði og umgjörð námsins hefur hrakað. Nemar garð- yrkjunáms hafa haft aðgang að fáum ræktunarhúsum sem fengið hafa lítið viðhald og öll uppbygging hefur verið í frosti undanfarin ár. Eins má nefna að að 12 smá- sjár sem færðar voru Garðyrkju- skólanum að gjöf frá sambandi Garðyrkjubænda og dýrmætri múg- vél sem skólinn á ásamt fleiri mik- ilvægum tækjum hafa verið tekin frá nemendum Garðyrkjuskólans og færðir upp á Hvanneyri af stjórnend- um LbhÍ svo dæmi séu tekin. Á sama tíma er atvinnugreinin garðyrkja í miklum uppgangi og því eru mikil tækifæri framundan með nýrri sókn sjálfstæðs garðyrkjunáms á Reykjum, í góðum tengslum við FSu. Garðyrkjan hefur sannað sig á Íslandi sem einn af vaxtarbrodd- um atvinnulífs, nýsköpunar og sjálfbærrar framtíðar búsetu hér á landi. Ráðamenn og pólitískir full- trúar hafa verið duglegir að minna á greinina, vaxtarbrodda hennar og framtíðarmöguleika. Því kom það nemendum garð- yrkjunáms mjög á óvart þegar það kom í ljós að enginn fulltrúi Garðyrkjuskólans hvorki kennara eða nemenda, er í þeim hópi sem undirbýr flutning skólans til FSu. Meira að segja fulltrúar atvinnulífs garðyrkjunnar koma ekki að þessu ferli. Á fundi rektors LbhÍ með nemendum og kennurum Garðyrkju- skólans á dögunum kom bersýni- lega í ljós að LbhÍ hefur hug á að slá eignarhaldi sínu á hluta af húsakosti og jarðnæði Garðyrkjuskólans sem kom okkur verulega á óvart. Varla er það til að auka á hagkvæmni reksturs LbhÍ að ætla að viðhalda rekstri á mörgum stöðum. Vegna þess hversu hornreka við upplifum garðyrkju- námið hafa verið innan LbhÍ óttumst við að allar skrautfjaðrir þess verði slitnar frá skólanum og skildar eftir í LbhÍ. Við nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum skorum á mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur að gæta hagsmuna garðyrkjunáms á Íslandi, tryggja að fulltrúar þess fái að taka fullan þátt í yfirfærslu námsins til FSu og tryggja að allar eignir gamla Garðyrkjuskólans sem og tæki og þau tól sem skólinn átti fyrir samein- ingu LbhÍ fylgi með náminu á nýjan stað svo unnt verði að tryggja öfluga uppbyggingu námsins til framtíðar. Það er að auki nauðsynlegt vegna fyrri reynslu að auka aftur sjálfstæði og fjárræði Garðyrkjuskólans og ráða fagstjóra eða annars konar stjórnanda þó að hann verði stað- settur innan FSu. Með því er hægt að forðast endurtekningu og tryggja það að í framtíðinni fái skólinn það frelsi og rými sem hann svo sannarlega þarf til að vaxa og dafna á nýjan leik Virðingarfyllst Nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum Frá fundi nemenda Garðyrkjuskólans á Reykjum með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra þar sem nemendur afhenda ráðherra bréf þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af stöðunni sem komin er upp í Garðyrkjuskólanum og vangaveltur um framtíð garðyrkjunáms á Íslandi. Mynd / Helena Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.