Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202132 Kröfur fjármálaráðherra í land á Vestfjörðum -Almenningar skulu vera sem að fornu hafa verið og þjóðlendur nútímans Eignarrétturinn er friðhelgur segir í stjórnarskránni. Þar er þessum grundvallarmannréttind- um og drifkrafti velmegunar veitt mikilvæg vernd. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Land hefur verið mikilvægasta eign manna frá örófi alda. Lög um land eru jafngömul byggð í landinu. Kröfur í land annarra eru mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi og þær ber að gera af ábyrg og vel ígrunduðu máli og vissu um að almenningsþörf krefji. Svo er ekki í tilfelli Vestfjarða. Þjóðlendulög Árið er 1998 samþykkti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (þjóðlendulög). Hvaða almennings- þörf lá að baki þeim? Í upphafi laga er tilgangi þeirra oft lýst, svo er ekki hér og segir það mikið. Með lögunum varð til hugtak- ið þjóðlenda sem er: „Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar tak- mörkuð eignarréttindi.“ Í frumvarpi að lögunum er þjóðlenda sögð ná til þeirra landsvæða sem nú eru ýmist nefnd afréttur, almenningur, óbyggðir eða hálendi utan eignar- landa. Jöklar, sem ekki eru eignar- land, falla undir flokk þjóðlendna. Þjóðlendur koma í stað orðsins almenningar, sem Íslendingar þekkja vel og hefur verið notað frá landnámi og þjóðveldisöld. Í frumvarpinu segir að alla síð- ustu öld og að vissu marki fyrr hafi risið upp deilur um eignarrétt yfir hálendissvæðum landsins eða þeim landsvæðum sem hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Deilur um land hafa verið uppi frá landnáms- öld. Það mun ekki breytast. Til hvers þá að setja lög sem hefja slíkar deilur á landsvæði eftir landsvæði? Þjóðlendulög eiga upphaf sitt í einni setningu meirihluta hæstaréttar í dómsmáli um afmarkað lands- svæði á miðhálendi Íslands - ekki á annesjum Vestfjarða og svæðum sem ekki hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Þjóðlendulög eiga rætur rekja til tveggja hæstaréttardóma um Landmannaafrétt. Seinni dómurinn frá 1981 er í máli sem ríkið höfðaði til viðurkenningar á eignarrétti þess yfir Landmannaafrétti. Ríkið tapaði málinu en til andmæla voru hreppar á svæðinu og eigendur tveggja jarða, sem gerðu kröfu um beinan eignar- rétt. Rétturinn klofnaði en niður- staða meirihluta hæstaréttar var að kröfum beggja aðila var hafnað og segir m.a: „Alþingi hefur ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið.“ Um eignarréttartilkall ríkisins sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ríkið hefði eignast landsvæðið við stofnun allsherjarríkis og lög frá þeim tíma styddu ekki þann skiln- ing. Gögn um að eignarréttur ríkis- ins hefði stofnast fyrir eignarhefð væru ekki fullnægjandi. Þá ætti eignarréttartilkall ríkisins sér ekki stoð í skráðum réttarreglum og það yrði ekki reist á almennum lagarök- um og lagaviðhorfum. Síðan sagði í dómi hæstaréttar: „Hins vegar verður að telja, að handhafar ríkis- valds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis þess, sem hér er um að ræða,“ Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um beinan eignarrétt ríkisins. Í kjölfar dómsins hugaði fjármála- ráðherra að því hvort og hvernig standa ætti að lagasetningu um eignarhald á almenningum og afrétt- um. Niðurstaðan varð þjóðlendulög nr. 58/1998 og óbyggðanefnd var stofnuð til að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna, hver séu mörk þeirra og eignarlanda og skera úr um eignarréttindi innan þjóðlendna. Mál hjá nefndinni byrja með kröfum ríkisins um þjóðlendur á ákveðnu svæði. Það er hulin ráðgáta hvernig Alþingi gat í ljósi þessa hæstarétt- ardóms komist að þeirri niðurstöðu sem varð með þjóðlendulögum. Lögin segja að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar lands- réttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Í dóminum segir að ríkið geti „skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis“ Landmannaafréttar. Landnám Íslands 874-930 Ríkið byggir kröfugerðir sínar m.a. á heimildum um landnám. Samkvæmt Landnámabók var Ísland numið á árunum 874-930, er Alþingi og allsherjarríki var stofn- að. Landnáma er elsta heimild um landnám Íslands, talin upprunalega frá 12. öld. Landnámsmenn og ættir eru þar taldir upp. Ingólfur Arnarson var sá fyrsti og í Landnámu segir: „Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.“ Þetta er mikið landsvæði með fjalllendi. Landnáma segir ekkert um að fjall- lendi hafi verið undanskilið landnámi Ingólfs frekar en í landnámi annarra landnámsmanna. Þar segir: „Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum.“ Í lokakafla Landnámu er segir að landið hafi verið albyggt á sex tigum vetra, svo eigi hefir síðan orðið fjölbyggðra. Orðið almenningur kemur tvisvar fyrir í Landnámu. Geirmundur helj- arskinn fór á Strandir og nam land frá Rytagnúp vestan Horns austur til Straumness. Þar gerði hann fjögur bú. Eitt á almenningum hinum vestrum, það varðveitti Björn þræll hans, er sekur varð um sauðatöku eftir dag Geirmundar; af hans sektarfé urðu almenningar. Ekki er hægt að álykta að einhver svæði Íslands eftir land- nám hafi verið ónumið land þó til hafi verið almenningar. Grágás og Jónsbók Í Grágás lagasafni þjóðveldisins (930-1262) segir: „Þat er mælt at almenningar ero a landi her. Þat er almenning er fiorðungs menn eiga allir saman.“ Íslandi var árið 965 skipt í fjórðunga fyrir fjórðungsþing og -dóma. Með lögtöku Jónsbókar 1281 breytist ekki meginreglan um almenninga, sbr. þessi orð í Landsleigubálki: „Svá skulu al- menningar vera sem at fornu hafa verit, bæði hit efra ok hit ytra.“ Með þessari lagareglu, sem er gild lög í dag, má segja að forfeður okkar hafi ákveðið hvar almenningar skyldu vera og hvar ekki. Menn hefur greint á um það hvar almenningar væru, svo og hvernig eignarrétti að þeim væri háttað. Segja má að almenningar séu land sem ekki eru undir eignarrétti, þó hægt sé að eiga þar takmörkuð réttindi. Afréttir geta verið á almenn- ingum enda þeir oft gott beitiland. Sé almenningur eða þjóðlenda ákvörðuð á landi sem ekki var almenningur að fornu er skert eignarland sem byggðist í upphafi á námi nema landið sé ónumið. Kröfur ríkisins um þjóðlendur gera einmitt það en þær ganga mun lengra en almenningar voru til forna. Ríkið byggir ekki á því að þjóðlendur skuli vera þar sem almenningar voru til forna eða reynir að sanna að svo hafi verið. Hugtakið afréttur er í Landbrigða- þætti Grágásar og Landsleigubálki Jónsbókar, en merking þess þar er ekki ótvíræð. Í þjóðlendulögum er afréttur landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. Afréttur er beitiland og er fé smalað af afrétti til réttar, þar sem fé er dregið í dilka úr almenningi þegar réttað er. Eignaupptaka og landnám ríkisins eftir árið 1998 Fjármálaráðherra f.h. ríkisins skil- aði inn kröfulýsingu sinni um þjóðlendumörk í Ísafjarðarsýslum 15. september sl. Er það svæðið frá Langanesi í Arnarfirði að Geirólfsnúpi á Ströndum en krafa ríkisins nær yfir um helming lands á svæðinu. Með kröfugerð sinni hefur ríkið farið í eignaupptöku eða landnám sem nær langt út fyrir heimildir elstu laga landsins um að almenn- ingar skuli vera sem að fornu hafi verið. Ef land sem enginn á er ekki almenningur, getur það ekki verið annað en ónumið land. Ekki þarf að lesa kröfulýsingar ríkisins lengi til að sjá þær ganga gegn friðhelgi eignarréttarins á landi og byggja á skrifstofufræðum úr Reykjavík sem eiga sér ekki hliðstæðu. Þær byggja á því að stjórnvöld og landeigendur fyrri tíma, sem bjuggu í samfélagi sem grundvallaði lífviðurværi sitt á landi og eignarhald á því var grund- völlur samfélagsstöðu hafi ekki í raun ekki vitað hvað þau voru að gera þegar kom að lýsingu landamerkja í landamerkjabréfum. Þær hafi verið ónákvæmar, réttar skilgreiningar hafi skort sem standist ekki nútímakröfur og feli í sér að stórir hlutar Íslands séu ónumið land. Deilt er um þjóðgarð á mið- hálendinu en undanfarin ár hefur mesta eignarupptaka Íslands sögunnar á landi átt sér stað í krafti þjóðlendu- laga án umræðu sem skiptir máli. Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Með þessari skilgreiningu o.fl. í þjóð- lendulögum, hugtakið fjallsbrún, flötum fjallstoppum, ágiskun um gróður og nytjar, málsmeðferð þjóðlendulaga og landakort frá ameríska hernum að vopni hefur ríkið gert kröfur í land sem skar- ast við land landeigenda á stórum svæðum Íslands. Sé fjallsbrún óljós og ekki er hægt að draga þar beina línu á milli landamerkja í fjalli (punkta) er notast við hæðarlínur. Upphafspunktur kröfulínu byggir ætíð á því að landamerki sé lýst í landamerkjabréfi. Án landamerk- is hefur ríkið ekkert að byggja á. Nánast sama málsgreinin er röksemd fyrir öllum kröfulínum, sem er að; við afmörkun þjóðlendukröfulínu sé stuðst við afmörkun á aðliggjandi jörðum samkvæmt landamerkja- bréfum þeirra. Jafnframt sé miðað við landfræðilega legu kröfusvæðis og staðhætti en land innan þess sé að mestu í ákveðinni hæð, gróðursnautt og líklega lítt nytjað. Sé fjallstoppur ekki flatur er ekki gerð krafa. Að byggja eignarhald á landi á legu þess, ágiskun um gróð- urmagn og nytjar eru undarleg fræði. Sama má segja um notkun landa- merkjalýsinga í landamerkjabréfum í kröfugerð ríkisins. Sé landamerkis ekki getið í fjallshlíð í landamerkja- bréfi gerir ríkið ekki kröfu í fjallið. Dæmi er Blesfjall í landi Álftamýrar sem er ríkisjörð, en þjóðlenda og beinn eignarréttur á landi er tvennt ólíkt. Ríkið gæti t.d. ekki selt þjóð- lendu en hver veit. Í Veturlandafjalli staðsetur landakort rétt landamerki á röngum stað. Krafan byggir á röngu landamerki. Í Tóarfjalli er kröfulína dregin úr punkti í Dýrafirði yfir í Arnarfjörð og langa leið fyrir ann- nesið í punkt í Dýrafirði. Samkvæmt ríkinu eiga Lokinhamrar, landmesta jörðin að og á Tóarfjalli, ekki land að fjallinu. Landamerki Lokinhamra í Tóarfjalli er sett í Bæjarfjall í kröfu- gerð. Þegar Lokinhamarheiðin á milli Lokinhamradals og Haukadals er gengin er farið yfir mörk aðliggjandi jarða, Lokinhamra og Haukadals. Þessum landamerkjum er ekki lýst í landamerkjabréfi. Það þýðir ekki að jarðirnar séu ekki aðliggjandi. Sama á við um mörk annarra jarða á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Úrdrættir úr sóknarlýsingum Vestfjarða sérstaklega og Jarðabóka Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1702-1714 mynda stærsta hluta kröfulýsingar ríkisins og er þar stund- um minnst á almenninga. Ríkið vísar til sóknarlýsingar í röksemdum 5 af 42 kröfulína. Þrisvar er vísað til þess að landi sé lýst þar sem afréttarlandi. Einungis einu sinni vísar ríkið til þess að landi sé lýst sem almenningi í sóknarlýsingu (Grænahlíð). Ríkið reynir því nánast aldrei að sýna fram á að almenningar hafi til forna verið á kröfusvæðum líkt og Jónsbók kveður á um. Í sóknarlýsingu Sanda- og Hrauns- sóknar í Dýrafirði segir: „Afréttarlönd eða almenningar eru hér hvergi“. Þrátt fyrir það á Haukadalur, sem er yst í Sandasókn, land á þremur kröfusvæð- um ríkisins. Sama við um allar sex jarðir Hraunssóknar, sem eiga land á þremur kröfusvæðum. Í sóknarlýs- ingu Álftamýrarsóknar í Arnarfirði segir að ekkert sé um afréttarlönd og þeirra aldrei getið. Þrjár ystu jarðir sóknarinnar eiga land á þremur kröf- usvæðum, sem jafnframt liggja að Sanda- og Hraunssókn. Bændur og margir jarðeigendur eru ekki efnafólk og það að verjast kröfum ríkisins er kostnaðarsamt. Ríkið greiðir lögmönnum sínum málskostnað samkvæmt reikning- um, en hvað með landeigendur? Í þjóðlendulögum segir að kostn- aður vegna starfa óbyggðanefndar greiðist úr ríkissjóði og þar undir falli nauðsynlegur kostnaður annarra en ríkisins vegna hagsmunagæslu fyrir nefndinni. Óbyggðanefnd úrskurðar um málskostnað annarra en ríkisins en hann nær oft ekki raunverulegum málskostnaði. Nefndin hefur vakið athygli á þessu við upphaf málsmeð- ferðar vegna Ísafjarðarsýslna, að alloft hafi munað nokkuð miklu á annars vegar uppgefnum málskostn- aði fyrirsvarsmanna og hins vegar úrskurðuðum málskostnaði. Eru þeir sem annast hagsmunagæslu fyrir hönd annarra eru hvattir til að gæta að þessu með umbjóðend- um sínum. Vekur þetta spurningar um jafnræði og hvort réttlátrar málsmeðferð sé gætt, þegar annar aðilinn hefur ótakmarkaða greiðslu- getu en hinn takmarkaða eða mjög litla og tekur fjárhagslega áhættu gæti hann hagsmuna sinna. Getur það leitt til þess að hagsmuna er gætt ekki gegn ofríki ríkisvaldsins, sem hefur eftir þörfum breytt lögum þjóðlendukröfum í hag. Svo skulu almenningar sem að fornu hafa verið - ekki annars staðar eða skv. lögum frá 1998 Þjóðlendulög frá 1998 ganga gegn gildandi grundvallarákvæði Jónsbókar frá 1282 um afmörkun almenninga. Kröfur ríkisins byggja ekki á því hvar almenningar voru til forna, líkt og lög hafa kveðið á um í nær 1100 ár eða frá upphafi allsherjarríkis á Íslandi. Með þjóð- lendulögum er lagður grunnur að mestu eignaupptöku ríkisins á landi sem um getur í Íslandssögunni. Það brýtur gegn friðhelgi eignar- réttar. Óskiljanlegt er að lands- byggðarþingmenn hafi samþykkt lögin á sínum tíma og þau ósköp sem þeim hefur fylgt fyrir lands- byggðina, bændur og landeigendur. Krafan ætti að vera að skipuð verði rannsóknarnefnd til að vinda ofan af þessum ólögum. Það verði gert vísan til laga sem gilt hafa í landinu frá upphafi byggðar og kveða á um að „Svá skulu almenningar vera sem at fornu hafa verit“. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er lögfræðing- ur LL.M. og fyrrum smali frá Hrafnabjörgum í Lokinhamradal. eyjolfur@yahoo.com Eyjólfur Ármannsson. SAMFÉLAGSRÝNI Þjóðlendukröfur ríkisins á norðanverðum Vestfjörðum eru markaðar hér með rauðum strikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.