Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202114 FRÉTTIR Heimilisiðnaðarfélagið: Skotthúfa frú Auðar Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtu- dags-kvöld í mánuði. Vegna samkomutakmarkanna hafa slíkar samkomur ekki verið mögulegar undanfarið svo nú hefur verið brugðið á það ráð að streyma prjónakaffinu á netinu. Skotthúfa frú Auðar er við- fangsefni á prjónakaffi á veraldar- vefnum fyrsta fimmtudagskvöld í febrúar og mars. Um er að ræða sam- prjón þar sem prjónuð er skotthúfa úr léttlopa með fallegum skúf og skotthúfuhólk. Skotthúfan er endur- gerð húfu sem Auður Sveinsdóttir Laxness fékk viðurkenningu fyrir í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970. Auður tengd- ist Heimilisiðnaðarfélaginu sterk- um böndum og sat m.a. í ritnefnd ársritsins Hugur og hönd árunum 1971-1984. Skemmtilegar upp- lýsingar um frú Auði má finna á heimasíðu Gljúfrasteins. Endurgerðu uppskriftina af skotthúfunni má nálgast ókeypis á heimasíðu Heimilis- iðnaðarfélagsins www.heimil- isidnadur.is. Á fyrra streymis- kvöldinu í byrjun febrúar var sagt frá Skotthúfu frú Auðar og hún sýnd á ýmsum stigum, það streymi er enn aðgengilegt á facebook síðu félagsins. Seinna kvöldið fimmtudaginn 4. mars kl. 20 verður sýnt í streymi á facebook hvern- ig á að gera skúf á húfuna og hvaða möguleikar eru í gerð skotthúfuhólka. Framtakið hefur þegar fengið mjög góðar viðtökur og fjöldi húfa hefur þegar litið dagsins ljós. Skotthúfu-prjóna- kvöldin eru í umsjón Þórdísar Höllu Sigmars dóttur og Guðnýjar Maríu Höskulds dóttur og eru unnin í samráði við Gljúfrastein - hús skáldsins. Það var Þórdís sem fædd er árið 1970 sem fékk þá hugmynd að prjóna skotthúfur frú Auðar á sjö saumaklúbbsvinkonur sínar í tilefni af 50tugs afmælis þeirra og í framhaldi af því kvikn- aði hugmyndin af prjónakaffi í streymi á netinu. Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Vegna samkomutakmarkanna út af COVID-19 hefur verið brugðið á það ráð að streyma prjónakaffinu á netinu. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öflugar rafstöðvar Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, í mismunandi stærðum og gerðum sem henta fyrir margskonar aðstæður. Við veitum þér faglega aðstoð. Hafðu samband. Ljósmyndir og litaflóð í Gallerí Vest Dagana 11., 12. og 13. mars sýnir Áskell Þórisson, blaðamaður, lit- ríkar ljósmyndir í Gallerí Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. Sýningin er opin kl. 13-17. Heimasíðan www.askphoto.is sýnir vel hvernig Áskell vinnur sínar ljós- myndir. Grímuskylda. Fjarlægðarmörk þarf að virða. Skaftárhreppur leiðandi í umhverfismálum Nýtt og glæsilegt gámasvæði hefur verið tekið í notkun á Kirkjubæjarklaustri eftir að lokið var við að koma upp flokkunarhúsi. Skaftárhreppur hefur verið í tilraunaverkefni hvað varðar sorphirðulausnir í sveitarfé- laginu sem þegar hafa skilað sér í bættri flokkun. „Já, það er markmið okkar að vera leiðandi í umhverfis- málum á landsvísu og vanda til verka, m.a. hvað varðar með- höndlun úrgangs, og leggja okkar af mörkum við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. /MHH Grímsnes- og Grafningshreppur: Byggt við íþróttahúsið og börnin vilja „ærslabelg“ Ingibjörg Harðardóttir sveitar stjóri og Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafnings hrepps, voru nýlega gestir hjá Frístunda- klúbbnum á Borg. Þar voru krakk- arnir búnir að undirbúa sig með spurningar sem þau lögðu fyrir þær og fengu greið og góð svör á móti. Krakkarnir voru ánægðastir með það þegar þær sögðu frá því að í fjár- hagsáætlun þessa árs væru lagfæringar á skólalóðinni og að mögulega kæmi einhvern tíma ærslabelgur á Borg. Þá á að byggja við íþróttahúsið glæsi- legan líkamsræktarsal. Sveitarstjórinn og oddvitinn voru m.a. spurðar út í hvað væri skemmtilegast við starfið þeirra og hvað leiðinlegast, hvaðan peningarnir koma til sveitarfélagsins, hvað íbúarnir væru margir, hvað væri best við sveitarfélagið, sameiningar- mál, fjöldi sumarbústaða og svona væri hægt að telja lengi áfram. /MHH Ingibjörg sveitarstjóri og Ása Val- dís með penna og barmmerki merkt sveitarfélaginu sem þær gáfu krökk- unum. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.