Bændablaðið - 11.03.2021, Page 8

Bændablaðið - 11.03.2021, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 20218 FRÉTTIR Niðurstaða Hæstaréttar í máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar: MS gert að greiða 480 milljónir vegna brota gegn samkeppnislögum Þann 4. mars síðastliðinn staðfesti Hæstiréttur dóm Landsréttar í máli Mjólkursamsölunnar gegn Samkeppniseftirlitinu. Áður hafði Landsréttur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Niðurstaðan felur í sér að MS þarf að greiða 480 milljónir króna í ríkissjóð í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Tildrög málsins eru þau að í upphafi árs 2013 hóf Samkeppnis­ eftirlitið rannsókn á ætluðum brotum Mjólkursamsölunnar ehf. (MS) á banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá hafði Mjólkurbúið Kú ehf. (Mjólkurbúið) kvartað yfir því að þurfa að greiða MS 17% hærra verð fyrir óunna mjólk til vinnslu, sk. hrámjólk, en keppinautar Mjólkurbúsins sem eru tengdir MS þyrftu að greiða. Mjólkurbúið var í eigu Ólafs Magnússonar o.fl., en hann stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Í lok árs 2009 keypti Kaupfélag Skagfirðinga (KS) Mjólku ehf. og hefur rekið hana síðan. Í málinu var einnig tekinn til skoðunar sambærilegur verðmunur á hrámjólk frá MS, annars vegar til Mjólku á meðan fyrirtækið var í eigu Ólafs Magnússonar o.fl., og hins vegar eftir að það hafði verið selt til KS. Mjólkurbúið hefur talið að með þessum mun á hráefnisverði til vinnsluaðila væri MS að misnota markaðsráðandi stöðu sína gagnvart minni keppinautum. MS bar því við að breytingarnar á búvörulögum 2004 hafi þau áhrif að umrædd verðmismunun geti ekki falið í sér brot á samkeppnislögum. Afstaða tók mið af ítrekuðum brotum Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í september 2014 er rökstutt að það hafi ekki verið tilgangur löggjafans að markaðsráðandi afurðastöðvar í mjólkuriðnaði væru undanþegnar banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Gilda því sömu reglur um MS að þessu leyti og gilda gagnvart markaðsráðandi fyr­ irtækjum í öðrum atvinnugreinum. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að leggja 370 milljóna króna í sekt á MS vegna þessa brots. Bent var á að einnig væri horft til þess að um ítrekað brot er að ræða. Á árinu 2006 braut einn forvera MS, Osta­ og smjörsalan, með sams konar hætti gagnvart Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2006. MS kærði niðurstöðuna til áfrýj­ unarnefndar samkeppnismála þann 20. október 2014. Lagði áfrýjun­ arnefndin í kjölfarið til í desember 2014 að Samkeppnis eftirlitið rann­ sakaði málið nánar. Þann 7. júlí 2016 birti samkeppn­ iseftirlitið nýjan úrskurð þar sem stjórnvaldssektin á MS var hækkuð úr 370 í 480 milljónir króna. MS kærði þá ákvörðun aftur til áfrýj­ unarnefndar samkeppnismála þann 4. ágúst 2016 og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað upp sinn úrskurð 21. nóvem­ ber 2016. Meirihluti nefndarinnar komst m.a. að þeirri niðurstöðu að undanþáguákvæði búvörulaga hefðu vikið banni samkeppnislaga við mis­ notkun á markaðsráðandi stöðu til hliðar. Af þessu leiddi að sekt MS vegna brota á 11. gr. samkeppn­ islaga var felld úr gildi og hið sama gildir um framangreind fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins. Á hinn bóg­ inn staðfesti nefndin að MS hefði framið alvarlegt brot á upplýsinga­ skyldu samkeppnislaga og að fyrir­ tækinu bæri að greiða 40.000.000 kr. sekt vegna þess. Samkeppniseftirlitið höfðaði þá mál fyrir héraðsdómi gegn MS á forsendum laga frá 2011. Þar var þess krafist að stjórnvaldssektin frá júlí 2016 stæði. MS hóf þá mál til ógildingar niðurstöðunni. Málin voru sameinuð í héraðsdómi og var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms. MS áfrýjaði málinu þá til Hæstaréttar í mars 2020 sem kvað svo upp staðfestingardóm sinn 4. mars 2021. Gert að greiða 480 milljónir króna Í niðurstöðu Hæstaréttar í máli Mjólkursamsölunnar segir að þá sé MS ehf. einnig talið hafa brotið gegn 19. gr. samkeppnislaga með því að hafa gefið rangar upplýsingar og ekki lagt fram framlegðar­ og verkaskiptasamkomulag við KS ehf. við rannsókn. Var MS ehf. gert að greiða 480.000.000 krónur í stjórn­ valdssekt. Í dómi Hæstaréttar var frávísunar­ kröfu MS ehf. hafnað og ekki talið að dómstólar færu út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt samkvæmt 2. og 60. gr. stjórnarskrárinnar með því að leggja á sekt í samkeppnismáli samhliða ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkomulagið rúmast ekki innan búvörulaga Þá taldi Hæstiréttur ljóst að markmið samkomulags MS ehf. og KS ehf. um framlegðar­ og verkaskipti hefði ekki verið einskorðað við afkomu­ skiptingu vegna einstaka tegunda framleiðsluvara tengdum verka­ skiptingunni heldur miðaði einnig að heildarjöfnun á hlutfallslegri fram­ legð í greininni óháð verkaskiptingu afurðastöðva. Var samkomulagið ekki talið geta rúmast innan heim­ ilda 71. gr. búvörulaga nr. 99/1993 eða hvílt á öðrum heimildum laganna. Hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði Hæstiréttur taldi ekki undirorpið vafa að MS ehf. hafi verið í mark­ aðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Félagið hefði selt hrá­ mjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði málsins. MS ehf. var því talið hafa mis­ munað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar við­ skiptum og þannig veikt samkeppn­ isstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn c­lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga. Þá hafi sú mikla mismunun sem var á verðlagningu MS ehf. til ótengdra aðila og verði til eigin framleiðslu falið í sér alvarlegan og langvarandi verðþrýsting sem hafi einnig verið til þess fallinn að verja markaðsráðandi stöðu félagsins. Brot MS ehf. alvarlegt og staðið lengi Hæstiréttur taldi jafnframt að MS ehf. hefði brotið gegn 19. gr. samkeppnislaga með því að leggja ekki fram áðurnefnt samkomulag sitt og KS ehf. við rannsókn S. Hvað varðaði fjárhæð stjórnvaldssektarinnar vísaði Hæstiréttur til þess að brot MS ehf. hafi verið alvarlegt auk þess sem það hafi staðið lengi. Þá fólst í broti MS ehf. ítrekun á fyrra broti þótt ekki hafi verið ákveðin sekt í fyrra málinu. Var MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur í ríkissjóð vegna brota gegn 11. og 19. gr. samkeppnislaga. Í góðri trú um að vinna í samræmi við lög Í fréttatilkynningu frá Mjólkur­ samsölunni vegna niðurstöðu Hæsta­ réttar í máli nr. 26/2020 segir að þar sé leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga, sem hefur verið til meðferðar fyrir stjórnvöldum og dómstólum í tæpan áratug. Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög. Það er líka ljóst að Mjólkur­ samsalan átti von á því að Hæstiréttur myndi staðfesta niðurstöðu áfrýjun­ arnefndar samkeppnismála, sem hafði úrskurðað að starfshættir Mjólkursamsölunnar væru málefna­ legir og samkvæmt lögum. Fyrirtækið mun fara nánar yfir röksemdir Hæstaréttar fyrir niður­ stöðunni áður en það tjáir sig frekar efnislega um dóminn. /VH/HKr. Ólafur M. Magnússon, stofnandi Mjólku og Mjólkurbúsins Kú, segir að dómur Hæstaréttar varðandi misbeitingu Mjólkursamsölunnar á markaðsráðandi stöðu sé fulln- aðarsigur fyrir íslenska neytendur. Með dómnum sé verið að tryggja samkeppni á mjólkurvörumarkaði. „Aðgerðir MS voru þaulskipulagð­ ar og þeim ætlað að koma keppi­ nautum MS út af markaði og gera þá ógjaldfæra með alvarlegum afleiðing­ um fyrir starfsfólk þeirra, lánardrottna og eigendur. Kalla verður eftir ábyrgð þeirra sem stýrðu þessari aðför með svo illgjörnum og óvægnum hætti. Því eru yfirlýsingar MS um að aðgerðir þeirra hafi verið gerðar í góðri trú í besta falli hlægilegar,“ segir Ólafur Vill að undanþáguheimildir frá samkeppnislögum verði felldar úr gildi Ólafur segir að ábyrgð stjórnvalda í þessu máli sé mikil. „Undanþáguheimildir frá samkeppnis lögum er ástæða þess, að sögn stjórnenda MS, að þeir brutu samkeppnislög með svo alvarlegum hætti gagnvart keppi­ nautum sínum „í góðri trú“. Farið hefði betur á því hjá stjórn­ endum MS að biðjast afsökunar á framgöngu sinni gagnvart íslensk­ um neytendum og þeim sem þeir brutu alvarlega á, í stað þess að reyna enn og aftur að slá ryki í augu almennings með yfirlýsingu um „meint hagræði“. Ólafur telur nauðsynlegt í kjöl­ far þessa dóms að fella þegar í stað þessar undanþáguheimildir frá samkeppnislögum úr gildi. Með engu móti megi innleiða þær í aðrar greinar eins og t.d. í kjötframleiðslu. Segir „meinta hagræðingu“ ekki skila sér til neytenda Hann segir að „meint hagræðing“ sem eigi að hafa náðst vegna undan­ þáguákvæða frá samkeppnislögum hafi ekki skilað sér í vasa neytenda og því síður til bænda. „Verð á mjólkurvörum er síst lægra hér landi en á erlendum mörk­ uðum þar sem fyrirtæki bænda hafa ekki notið þeirrar gríðarlegu verndar sem MS hefur notið á undanförnum árum með tollavernd og undanþágu­ heimildum frá samkeppnislögum, í raun einokunarstöðu. MS, sem er eitt þýðingarmesta afurðasölufélag bænda og flagg­ skip þeirra í áratugi, stendur eftir stórlaskað, orðspor þess og traust hefur orðið fyrir miklum skaða, allt lausafé uppurið og félagið því glímt við lausafjárvanda um nokkurra ára skeið.“ Segir fyrirtæki bænda rúið trausti Ólafur segir að nú standi bændur eftir með fyrirtæki sitt rúið trausti og að það sé ekki í stakk búið að mæta aukinni samkeppni. Ábyrgð stjórnar og stjórnenda MS sé því mikil og að þeir skuldi bændum skýringar á framgöngu sinni. „Það má því segja að stjórnend­ ur MS hafi litið á það sem heimild sér til handa með undanþáguheim­ ildir frá samkeppnislögum upp á vasann frá stjórnvöldum, að þeir gætu brotið með alvarlegum og ítrekuðum hætti á keppinautum sínum án afleiðinga. Stjórnendur MS staðfesta það í raun með yfir­ lýsingu sinni í kjölfar dómsins að þeir hafið litið svo á,“ segir Ólafur Magnússon. /HKr. Fullnaðarsigur fyrir íslenska neytendur – segir Ólafur M. Magnússon, stofnandi Mjólku og Mjólkurbúsins Kú Ólafur Magnússon. Mynd / HKr. Í upphafi árs 2013 hóf Samkeppnis eftirlitið rannsókn á ætluðum brotum Mjólkursamsölunnar ehf. Mynd / HKr. Kári Gautason hefur verið ráð- inn til Bændasamtaka Íslands. Starfið er nýtt og mun Kári koma til með að starfa við úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðar- ins, ásamt því að koma að hag- rænum greiningum sem tengj- ast umhverfis-, loftslagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum. Kári er uppalinn í Engihlíð í Vopnafirði. Hann hefur síðastliðinn þrjú ár starfað á Alþingi sem fram­ kvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Hjá þingflokki VG var hann til ráðgjafar fyrir þingmenn, sérstaklega í málum fjárlaga­ og atvinnuveganefndar þingsins. Þar áður var Kári í sérverkefnum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) við endurmat á ræktunar­ starfi í mjólkurframleiðslu. Kári hefur einnig reynslu af búskap úr Vopnafirði, en þar vann hann við loðdýrarækt og mjólkurfram­ leiðslu, samhliða ráðgjafarstarfi í ræktun og skýrsluhaldi loðdýra hjá RML. Ásamt því að vera með búvísinda­ gráðu frá Landbúnaðarháskólanum er Kári með meistaragráðu frá Árósarháskóla í Danmörku í búfjár­ erfðafræði. Lokaverkefni hans snérist um að meta hagrænt gildi þess að taka upp erfðamengisúr­ val í loðdýrarækt. Kári hefur þegar hafið störf. Kári Gautason ráðinn til Bændasamtakanna Kári Gautason. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.