Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202128
LÍF&STARF
Oddakirkja Sæmundarstofa
Oddafélagið varð 30 ára 1. des-
ember á síðasta ári og í tilefni af
því var blásið til sóknar á ýmsum
sviðum er varða kynningarmál
félagsins og aukinn kraftur hefur
verið settur í langtímaverkefni
félagsins: Oddarannsóknina og
framtíðaruppbyggingu menn-
ingar- og fræðaseturs í Odda á
Rangárvöllum í nafni Sæmundar
Sigfússonar. Oddafélagið hefur
ráðið Friðrik Erlingsson rithöfund
sem verkefnastjóra félagsins. Hann
hefur setið í stjórn Oddafélagsins
síðan árið 2017.
Friðrik þekkir vel til verkefna
félagsins, hefur skrifað greinar
um sögu Oddastaðar og hélt á síð
asta sumri vel sóttan fyrirlestur í
Hlöðunni á Kvoslæk um „Fingraför
Sæmundar fróða“. Friðrik var meira
en til í að svara nokkrum spurning
um blaðsins.
Kom inn í stjórn
Oddafélagsins 2017
– Hvað kom til að þú varst ráðinn ver-
kefnisstjóri Oddafélagsins og hafðir
þú mikinn áhuga á starfinu?
„Það hafði nú staðið til í svo
lítinn tíma. Ég kom inn í stjórn
Oddafélagsins 2017 því ég hafði verið
að skipta mér af og hafa skoðanir á
hinu og þessu, svo Ágúst Sigurðsson,
vor frábæri formaður, hvatti mig til
að bjóða mig fram í stjórn þegar
Drífa Hjartardóttir hætti eftir langt
og farsælt starf í stjórn félagsins. Það
eru mörg herrans ár síðan ég fór að
fylgjast með félaginu, sótti fundi og
erindi á vegum þess og fannst ég finna
þar fólk sem hafði sama brennandi
áhugann og ég á Íslandssögunni og
miðöldum.
Um leið og fornleifauppgröftur
byrjaði í Odda 2018, og svo þátttaka
félagsins í rannsóknarverkefninu
Ritmenning íslenskra miðalda, sem
ríkisstjórnin setti af stað í tilefni af
75 ára afmælis lýðveldisstofnunar, þá
var ljóst að verkefni Oddafélagsins
þurftu að verða sýnilegri öllum
almenningi.
Við settum líka niður framtíðar
áætlun félagsins síðastliðið haust,
kynntum hana fyrir sveitarstjórnun
um þremur og áhrifafólki í héraði og
höfum alls staðar fengið afar jákvæð
ar móttökur og hvetjandi viðbrögð
frá öllum. Það var því kominn tími
á að fá einhvern til að halda utan um
verkefnin og ég var svo sannarlega
boðinn og búinn til þess.“
Ekki hægt að blása til
fagnaðar vegna COVID-19
– Hvað felst í starfi þínu og hvernig
leggst það í þig?
„Starfið leggst auðvitað mjög vel
í mig. Það er engu líkara en allt það
sem ég hef starfað við og grúskað í
um ævina hafi verið undirbúningur
að þeim verkefnum sem bíða mín
núna. Félagið varð 30 ára 1. desem
ber 2020 og það var ekki hægt að
blása til neins fagnaðar út af ástandinu
sem við öll könnumst við. Mér fannst
rétt að svona þroskað félag ætti sér
viðeigandi merki eða táknmynd og
svo var kominn tími á að taka vefsíðu
félagsins í gegn og endurnýja hana
frá grunni.
Þessi tvö verkefni eru núna á loka
metrunum og verða kynnt í mars.
Það verkefni sem lengi hefur verið
talað um í Oddafélaginu er einhvers
konar sögusýning, sem dregur fram
í dagsljósið hina ósýnilegu sögu
um Sæmund fróða og niðja hans:
Oddaverja. Allir þekkja þjóðsögurn
ar um galdramanninn Sæmund, en
afar fáir gera sér grein fyrir að hann
var einu sinni barn og unglingur, eig
inmaður, faðir og afi. Svo var hann
merkilegur fræðimaður, kennari og
prestur, lögspakur goðorðsmaður og
kirkjuhöfðingi og snjall stjórnmála
maður. Og hann er fyrsti íslenski
rithöfundurinn sem við vitum um
með vissu. Hugmyndin um sýningu
er snúin þegar ekkert húsnæði er til
staðar, en í Odda er fagur lundur
umkringdur trjám og þar væri hæg
lega hægt að setja upp útisýningu. En
svoleiðis lagað er ekki beint hrist fram
úr erminni, svo núna erum við stödd
í hugmyndavinnunni. Svo er undir
búningur hafinn fyrir Oddahátíðina
í byrjun júlí,“ segir Friðrik.
Vagga íslenskrar menningar
– Oddi á Rangárvöllum, hvað er
svona merkilegt við þann stað í
Íslandssögunni?
„Oddi er einfaldlega vagga
íslenskrar menningar. Svo einfalt er
það. Sæmundur Sigfússon var fyrsti
Norðurlandabúinn sem við vitum
til að stundaði nám í Frakklandi, og
þegar hann kemur heim, um 1078, er
hann einn lærðasti maður landsins,
ekki aðeins í klassískum menntum,
kirkjustjórn og kirkjulögum, heldur
ekki síður í þjóðlegum fornum fræð
um sem hann hafði numið sem barn
og unglingur.
Það er hinn merkilegi samruni
klassískra mennta og innlendra
fræða sem á sér stað í Odda á dögum
Sæmundar og sú þróun heldur áfram
eftir hans daga.
Sæmundur hélt skóla og kenndi
sveinum, m.a. Odda Þorgilssyni.
Eyjólfur Sæmundarson tekur við
goðorði ættarinnar og heldur áfram
með skólann, kennir m.a. Þorláki
Þórhallssyni, sem síðar varð biskup
og fyrsti dýrlingur þjóðarinnar. Og
Jón Loftsson, sonarsonur Sæmundar,
tekur hann Snorra litla Sturluson í
fóstur þriggja ára gamlan. Í Odda
þroskast Snorri til þeirra afreksverka
í bókmenntum sem hann skapaði
síðar.“
Stóð að setningu tíundarlaga
með Gissuri biskupi og Markúsi
lögsögumanni
„Sæmundur fróði stóð líka að setn
ingu tíundarlaga með Gissuri biskupi
og Markúsi lögsögumanni, en þau
eru fyrsti almenni skattur hér á landi,
sem jók stórlega tekjur biskups og
kirkjueigenda. Hið konungslausa
Ísland varð fyrst Norðurlanda til
að samþykkja tíundarlög. Og með
þessum auðæfum goðakirkjunnar
og vel menntaðri höfðingjastétt var
grunnur lagður að gullöld íslenskra
bókmennta,“ segir Friðrik.
Fyrsti íslenski bókmennta-
gagnrýnandinn
„Sæmundur á þátt í setningu Kristin
réttar, hann hvetur Ara Þorgilsson til
að skrifa Íslendinga bók, ásamt bisk
upunum í Skálholti og Hólum, og Ari
fær Sæmund til að lesa bókina yfir og
gera athugasemdir. Svo hann er fyrsti
íslenski bókmenntagagnrýnandinn!
Það er seinni útgáfa Íslendinga
bókar sem við eigum í afriti í dag.
Sú eldri, sem Sæmundur las yfir, er
nú týnd.
Sæmundur er líka kallaður fyrsti
íslenski rithöfundurinn, því verk hans
um ævi Noregskonunga er jafnan
talið fyrsta ritverkið hér á landi, þótt
ritað hafi verið á latínu. Hann skrif
aði líka ættartölu Oddaverja, sem
röktu ættir sínar til Danakonunga,
sem nefndust Skjöldungar, og með
þessum tveimur verkum lagði hann
grunninn að ritun konungasagna hér
á landi. Svo er það Jón Loftsson og
barátta hans við uppeldisbróður sinn,
Þorlák biskup Þórhallsson; síðan
Sæmundur Jónsson, uppeldisbróðir
Snorra Sturlusonar; Páll Jónsson,
frillusonur Jóns og Ragnheiðar,
systur heilags Þorláks, sem varð
biskup í Skálholti eftir móðurbróð
ur sinn og einn merkasti lista og
menningarfrömuður síns tíma,
mögulega höfundur Skjöldungasögu
og Orkneyingasögu. Ég gæti haldið
áfram í allan dag að telja upp hvað
það er sem gerir Odda merkilegan í
Íslandssögunni,“ segir Friðrik hlæj
andi.
Hvetur alla lesendur
Bændablaðsins að ganga
til liðs við félagið
– Oddafélagið, það er magnaður
félagsskapur. Hvað getur þú sagt mér
um hann og hvað þarf að gera til að
komast í félagsskapinn?
„Það er bæði auðvelt og ódýrt
að verða félagi, og ég vil nota
tækifærið og hvetja alla lesendur
Bændablaðsins að ganga til liðs við
félagið og taka þátt í að móta fram
tíðina á þessu sögufrægasta höfuð
bóli Suðurlands. Árgjaldið er ekki
nema 2.000 kr. Gamla vefsíðan er
enn þá uppi, oddafelagid.net, og þar
er einfalt að skrá sig í félagið. Nýja
síðan verður mögulega komin í loftið
þegar þetta viðtal birtist, oddafelagid.
is, og ég hvet lesendur til að líta þar
inn og kynna sér sögu félagsins og
verkefni framtíðarinnar.
Félagið heldur að jafnaði tvo við
burði annað hvert ár: Oddastefnu og
Oddahátíð. Oddastefnan er fræðilegi
hlutinn; þar koma fram félagar eða
gestir með erindi um rannsóknir
Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. Hann hvetur alla til að kynna sér málefni Oddafélagsins
á oddafelagid.net (eða oddafelagid.is), skrá sig í félagið og taka þátt í uppbyggingu framtíðarinnar á merkasta
höfuðbóli héraðsins. Myndir / Aðsendar
Oddakirkja á Rangárvöllum og gestir á einni af Oddastefnunum á staðnum.
Listaverkið „Sæmundur á Selnum“
í Odda.