Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202146 Seint á síðasta ári prófaði ég Maxus sendibílinn og var ekkert yfir mig hrifinn og með frekar litlar væntingar fór ég í Vatt ehf. og fékk til prufu sjö sæta rafmagnsfólksbílinn Maxus Euniq 5. Bíllinn er með 177 hestafla rafmagnsvél, uppgefið tog er 310 Newtonmetrar (Nm) og uppgefin drægni á fullhlaðinni rafhlöðu er sögð vera 356 km við bestu aðstæður. Frábært verð ef reiknað er út frá sætafjölda og aukabúnaði Bíllinn er mjög vel útbúinn, sérstaklega ef maður skoðar öryggisbúnað,öryggisloftpúðar fyrir framan framsætin ásamt hliðaröryggispúðum, loft púða­ gardínur í hliðum, neyðar­ hemlunarvari (sló inn hjá mér í akstri þegar bíll kom úr hliðarakrein og stakk sér inn í umferðina óþægilega nálægt bílnum á um 60 km hraða), blindhornsvari, akreinalesari og margt fleira. Það er örugglega erfitt að finna sjö sæta bíl á sambærilegu verði og Maxus Euniq 5, sem kostar ekki nema 6.690.000 (rétt undir milljón hvert sæti). Það væri ósanngjarnt að bera saman Maxus sendibílinn og þennan fólksbíl Eins og áður sagði var ég með litlar væntingar um bílinn áður en ég settist inn í hann, en það átti heldur betur eftir að breytast. Þó svo að ég hafi séð margan fallegri bílinn þá fór ég fljótlega að hugsa um bílinn svipað og þegar ég kaupi mér öryggishjálm til mótorhjólaaksturs. Hjálmur hefur fyrir mér ekkert með útlitið að gera, hann á bara að verja höfuðið þegar ég hendist á hausinn á mótorhjólinu. Allar innréttingar eru vandaðar, sætin góð og leðurklædd. Ég mátaði þau öll 7, en eina sætið sem ég var ekki að „fíla“ var miðjusætið í miðsætaröð. Hávaðamælingin kom vel út á 90 km hraða, en þar mældist bíllinn vera í 68,9 db. (allt undir 70 db. er gott að mínu mati). Prufuaksturinn var rétt rúmir 100 km Þegar ég fékk bílinn var hann ekki alveg fullhlaðinn, en samkvæmt mælaborði var eftir 211 km drægni á rafhlöðunni. Þegar ég var kominn niður í 111 km drægni hafði ég ekið 64 km og ekkert að spara rafmagnið í kulda (hiti í kring um +2 til ­ 4), með miðstöðina í botni, sætishitarann á og búinn að keyra mest upp í móti og kominn á bílaplanið á skíðasvæðinu í Skálafelli. Hef séð rafmagnsbíla telja hraðar niður drægnina hjá mér í prufuakstri. Á malarvegi var fjöðrunin ágæt og heyrðist nánast ekkert malarhljóð undir bílnum, en mér fannst flatur afturendinn sóða sig óþægilega mikið út þarna á blautum og drullug­ um malarveginum. Bíllinn er heldur ekki mjög hár undir lægsta punkt, eða 16,4 cm. Góður og notadrjúgur 12,3 tommu snertiskjárinn Bakkmyndavélin fannst mér vera algjör snilld, 360 gráðu myndavél sem sýnir bæði aftur fyrir bílinn og nemur það sem er við hliðina á bílnum þegar bakkað er. Ég bý í innsta raðhúsinu þar sem eru 9 húsanúmer og í fyrstu 5 er almennt ekki útiljós og þegar ég bakkaði þar inn við fyrstu húsin kom það mér á óvart hvað bakkmynda­ vélin sýndi vel aftur fyrir bílinn í myrkrinu. Svo þegar ekið er af stað og maður er undir 20 km hraða sýnir bíllinn fram fyrir bílinn og nemarnir sýna það sem er við hlið bílsins. Svo er í bílnum akreinalesari sem virkar fínt og þegar maður er stopp á ljósum við stöðvunarlínu kviknar á skjánum stöðvunarlínan og nemarnir sýna hliðar. Samanber á Grensásvegi er við hlið bíla lína og akrein sem ætluð er hjólreiðafólki. Bíllinn les þetta og lætur vita af hjólreiðamanni við hlið bíls þegar beðið er eftir grænu ljósi. Lokaorð, meira jákvæð en neikvæð Á bílnum er ljósatakkinn með „auto“ og þá eru ekki ljós að aftan þegar úti er bjart. Það er í lagi að kveikja bara ljósin og hundsa það að slökkva þau þegar maður stoppar og yfirgefur bílinn því ljósin slökkva á sér sjálfkrafa eftir um 30­50 sek. Eins og í öðrum rafmagnsbílum er ekkert varadekk í bílnum. Þó að sætin séu 7 þá má ekki hlaða bílinn nema 525 kg þannig að samkvæmt því má ekki setja í öll sætin fullvaxna 100 kg Íslendinga (þá er bíllinn komin yfir hleðslumörk). Farangursrýmið er nánast ekkert þegar öll 7 sætin eru uppi, en þegar þau eru niðri er farangursrýmið að slaga upp í rými sendibíls. Það truflaði mig svolítið að hafa ekki útihitamæli í mælaborðinu (sem mér finnst bráðnauðsynlegt á Íslandi). Þótt útlitið hafi verið að trufla mig á bílnum þá er svo mikið spunnið í þennan bíl að hann ætti að henta mörgum, er umhverfisvænn, ódýr og vel útbúinn öryggislega séð. Nánari upplýsingar um bílinn er hægt að nálgast á vefsíðunni www. vatt.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Sjö sæta Maxus rafmagnsfólksbíll Maxus Euniq 5. Myndir / HLJ Öll sætin 7 eru vönduð og þægilegt að sitja í þeim öllum, en sísta sætið er miðjusætið í miðröð. Þegar ekið er af stað sýnir skjárinn fram fyrir og nemur nágrennið á hraða undir 20. Þegar bakkað er í myrkri sýnir bakkmyndavélin óvenju skýra mynd og nemarnir nema hliðarnar. Mér fannst sárlega vanta útihitamæli í mælaborðið. Með öll sæti niðri slagar plássið upp í sendibílapláss. Fólksbíllinn frá Maxus er mun betur hljóðeinangraður en sendibíllinn þeirra. Lengd 4.825 mm Hæð 1.778 mm Breidd 1.825 mm Helstu mál og upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.