Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 20216 Búnaðarþing verður haldið 22. og 23. mars næstkomandi þar sem félagskerfið verður meginstefið á þinginu. Það fer óneitanlega um okkur hér varðandi þau COVID-19 smit sem eru að greinast í samfélaginu. Við stefnum ótrauð á staðarþing þar sem okkur finnst nauðsynlegt að fara yfir málefni landbúnaðarins í góðu samtali við búnaðarþingsfulltrúa. Boðað er til þingsins með öllum fyrirvörum um takmarkanir og byggjum við undirbúninginn á núgildandi reglugerð um takmarkanir á samkomum sem gildir til 17. mars næstkomandi. Við biðjum alla að fylgjast vel með ef einhverjar breytingar verða eftir þann 17., hvort sem er til frekari takmarkana eða rýmkunar. Á grunni núgildandi fyrirkomulags þá munu þingfulltrúar fá afhentar leiðbeiningar um fyrirkomulag og sætaskipan og er nauðsynlegt fyrir okkur að gæta vel að persónulegum sóttvörnum. Mælaborð landbúnaðarins Ráðuneyti landbúnaðarins hefur kynnt fyrir Bændasamtökunum fyrstu drög að mælaborði landbúnaðarins og það verður að segjast að verkefnið lofar góðu. Þetta er málefni og verkfæri sem hefur verið áhersluatriði undanfarinna ára að fá þessar upplýsingar samanteknar á einum stað. Það er ástæða til að koma á framfæri hrósi til ráðuneytisins með þessa framsetningu sem nýtast mun öllum sem starfa að málefnum landbúnaðarins. Ég treysti því að þetta verði opnað með viðhöfn þegar búið verður að fylla inn í fleiri glugga í mælaborðinu. Landbúnaðarháskólinn Eftir tveggja ára samtal og viðræður er starfs nám í garðyrkju óskrifað blað, þó hefur verið tekin ákvörðun um að færa starfsmenntanámið til Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem er jákvætt. En að­ staðan á Reykjum á að vera á hendi Landbúnaðarháskólans, þar sem helst á ekki að hleypa grunnnáminu að með sína starf­ semi, samkvæmt nýrri þarfagreiningu LbhÍ. Við í garðyrkjunni höfum nálgast málefni námsins af mikilli yfirvegun síðastliðin tvö ár og vilja til að leita sátta, en nú er mælirinn fullur. Enn og aftur skal horft til þess að LbhÍ þurfi alla aðstöðuna á Reykjum fyrir sína rannsóknarstarfsemi. Við höfnum ekki rannsóknum en teljum skynsamlegt skref að byrja á grunnnáminu svo einhverjir verði til að framleiða og skapa verðmætin á grund­ velli allra rannsóknanna. Ef fer fram sem horfir verður væntanlega ekkert grunnnám á Reykjum. Ég er líka hugsi yfir því hvert Landbúnaðarháskólinn stefnir á grundvelli frumframleiðslunnar í landbúnaði. Nú skrifa fræðimenn greinar og skýrslur um ofbeit á Íslandi sem sé svo umfangsmikil og umtalsverð að eina lausnin liggi hreinlega í því að fella allan bústofn. Væri ekki nær að skólinn og þeirra starfsmenn væru með upp­ byggilegar leiðbeiningar til bænda hvernig betur mætti fara heldur en að mála þá sem skúrka náttúrunnar? Við verðum að auka veg og vanda þessarar menntastofnunar í stað þess að nota hann í pólitískum áróðri gegn bændum þar sem engan stuðning og leiðbeiningar er að fá til þeirra mikilvægu verkefna sem við þurfum öll í sameiningu að takast á við. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Heimsfaraldur af völdum COVID-19 hefur hrist heldur betur upp í samfélög- um manna um allan heim og fengið fólk til að átta sig á að góð heilsa er ekki jafn sjálfgefið fyrirbæri og við höfum flest talið. Þá hefur COVID haft mikil áhrif á hegðun fólks og efnahagslíf þjóða. Íslendingar eru sennilega betur settir en margar aðrar þjóðir í þessum heimsfaraldri af ýmsum ástæðum. Hér var efnahags­ staða ríkisins ótrúlega góð til að takast á við áfall af þessum toga. Þá hefur okkur auðnast að fara að verulegu leyti eftir leið­ beiningum sérfræðinga sem hefur reynst okkur farsælt. Vissulega var það mikill skellur að missa nær alveg þá veigamiklu stoð sem ferðaþjónustan er úr atvinnulífinu svo að segja í einu vetfangi. Eigi að síður hefur Íslendingum tekist að halda uppi tiltölulega stórum hluta atvinnulífs sem er meira en hægt er að segja um margra aðrar þjóðir. Lögð hefur verið mikil áhersla á að halda matvælaframleiðslu gangandi eins og landbúnaði og sjávarútvegi, enda er fátt mikilvægara á svona tímum en að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ekki nein tilviljun að þjóðir heims hafi lagt ofuráherslu á fæðuöryggi sitt, því flestum er ljóst að ef menn geta ekki brauðfætt sig sjálfir þá er ekki á vísan að róa með aðstoð þegar í harðbakkann slær. Á Íslandi poppa samt upp annað slagið vitringar sem hafa gert lítið úr fæðuör­ yggisumræðunni. Sama fólk gerir gjarnan lítið úr hættu á að hingað berist sýklalyfja­ ónæmar bakteríur. Samt er útbreiðsla ofurbaktería talin vera af helstu faralds­ sérfræðingum heims mesta viðvarandi ógn við lýðheilsu jarðarbúa, jafnvel að COVID­19 faraldrinum meðtöldum. Það er líka dapurlegt að fylgjast með því þegar úr hópi ríkisrekinna sérfræðinga berast stöðugar neikvæðar raddir í garð íslensks landbúnaðar þar sem látið er í veðri vaka að það sé einsdæmi á heimsvísu að landbúnaður njóti ívilnunar af hálfu rík­ isins eins og hér er gert. Þessu sama fólki finnst svo ekkert siðferðilega athugavert við það að kaupa helst öll okkar matvæli frá útlöndum sem eru niðurgreidd í stórum stíl af viðkomandi ríkjum. Óneitanlega er svolítið pirrandi að heyra svo sömu fræðimenn flytja síbylju um að Bændablaðið sé rekið fyrir fé úr ríkissjóði. Undirritaður hefur starfað við þennan fjölmiðil í rúm tíu ár og allan þann tíma hafa auglýsingatekjur staðið undir rekstrarkostnaði blaðsins og oftast gott betur. Kannski er þessi tilraun til að sverta blaðið í augum almennings sprottin af öfund, því þekkt er að sumir þola ekki velgengni annarra og alls ekki ef sú vel­ gengni er sprottin af eigin verðleikum. Til fróðleiks má geta þess að frá 2010 hefur stærð blaðsins aukist um 180% og upplag um nærri 58% þó starfsmannafjöldi sé enn sá sami. Auglýsingatekjur hafa haldist nokkuð vel í hendur við vaxandi gengi blaðsins. Bændablaðinu er dreift frítt en ekki troðið upp á nokkurn mann. Áhugsamir verða því að hafa fyrir því að sækja sér blað ef þeir vilja lesa það. Lesendakannanir Gallup árum saman hafa líka staðfest mikinn meðbyr. Hefur það verið vinsælasti prentmiðillinn á lands­ byggðinni um árabil og var fyrir COVID komið í annað sæti yfir landið allt ef höf­ uðborgarsvæðið er tekið inn í myndina. Vissulega hefur heimsfaraldurinn haft nokkur áhrif á dreifingu Bændablaðsins, en tryggð og velvilji lesenda hefur samt haldist ótrúlega vel og sömu sögu er að segja af tekjustreymi. Öllu tali um ríkis­ rekstur á Bændablaðinu er því enn og aftur vísað til föðurhúsanna. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Af Djúpavatnsleið. Þetta er hluti af Krísuvíkurgosbeltinu á Reykjanesi, en sprungusveimurinn frá því teygir sig m.a. í gegnum Norðlingaholt ofan við Breiðholtið í Reykjavík og að Rauðavatni. Vestan til í þessu belti hefur verið nokkuð um jarðskjálfta að undanförnu, en til vinstri við veginn og hæðina sem þarna sést er Djúpavatn. Það er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga og er í 195 m hæð yfir sjó. Mikið er af bleikju í vatninu, en bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960. Mynd / Hörður Kristjánsson Sameinumst um mikilvæg verkefni Frá Búnaðarþingi 2020. Mynd / HKr. Góður gangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.