Bændablaðið - 11.03.2021, Side 14

Bændablaðið - 11.03.2021, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202114 FRÉTTIR Heimilisiðnaðarfélagið: Skotthúfa frú Auðar Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtu- dags-kvöld í mánuði. Vegna samkomutakmarkanna hafa slíkar samkomur ekki verið mögulegar undanfarið svo nú hefur verið brugðið á það ráð að streyma prjónakaffinu á netinu. Skotthúfa frú Auðar er við- fangsefni á prjónakaffi á veraldar- vefnum fyrsta fimmtudagskvöld í febrúar og mars. Um er að ræða sam- prjón þar sem prjónuð er skotthúfa úr léttlopa með fallegum skúf og skotthúfuhólk. Skotthúfan er endur- gerð húfu sem Auður Sveinsdóttir Laxness fékk viðurkenningu fyrir í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970. Auður tengd- ist Heimilisiðnaðarfélaginu sterk- um böndum og sat m.a. í ritnefnd ársritsins Hugur og hönd árunum 1971-1984. Skemmtilegar upp- lýsingar um frú Auði má finna á heimasíðu Gljúfrasteins. Endurgerðu uppskriftina af skotthúfunni má nálgast ókeypis á heimasíðu Heimilis- iðnaðarfélagsins www.heimil- isidnadur.is. Á fyrra streymis- kvöldinu í byrjun febrúar var sagt frá Skotthúfu frú Auðar og hún sýnd á ýmsum stigum, það streymi er enn aðgengilegt á facebook síðu félagsins. Seinna kvöldið fimmtudaginn 4. mars kl. 20 verður sýnt í streymi á facebook hvern- ig á að gera skúf á húfuna og hvaða möguleikar eru í gerð skotthúfuhólka. Framtakið hefur þegar fengið mjög góðar viðtökur og fjöldi húfa hefur þegar litið dagsins ljós. Skotthúfu-prjóna- kvöldin eru í umsjón Þórdísar Höllu Sigmars dóttur og Guðnýjar Maríu Höskulds dóttur og eru unnin í samráði við Gljúfrastein - hús skáldsins. Það var Þórdís sem fædd er árið 1970 sem fékk þá hugmynd að prjóna skotthúfur frú Auðar á sjö saumaklúbbsvinkonur sínar í tilefni af 50tugs afmælis þeirra og í framhaldi af því kvikn- aði hugmyndin af prjónakaffi í streymi á netinu. Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Vegna samkomutakmarkanna út af COVID-19 hefur verið brugðið á það ráð að streyma prjónakaffinu á netinu. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öflugar rafstöðvar Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, í mismunandi stærðum og gerðum sem henta fyrir margskonar aðstæður. Við veitum þér faglega aðstoð. Hafðu samband. Ljósmyndir og litaflóð í Gallerí Vest Dagana 11., 12. og 13. mars sýnir Áskell Þórisson, blaðamaður, lit- ríkar ljósmyndir í Gallerí Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. Sýningin er opin kl. 13-17. Heimasíðan www.askphoto.is sýnir vel hvernig Áskell vinnur sínar ljós- myndir. Grímuskylda. Fjarlægðarmörk þarf að virða. Skaftárhreppur leiðandi í umhverfismálum Nýtt og glæsilegt gámasvæði hefur verið tekið í notkun á Kirkjubæjarklaustri eftir að lokið var við að koma upp flokkunarhúsi. Skaftárhreppur hefur verið í tilraunaverkefni hvað varðar sorphirðulausnir í sveitarfé- laginu sem þegar hafa skilað sér í bættri flokkun. „Já, það er markmið okkar að vera leiðandi í umhverfis- málum á landsvísu og vanda til verka, m.a. hvað varðar með- höndlun úrgangs, og leggja okkar af mörkum við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. /MHH Grímsnes- og Grafningshreppur: Byggt við íþróttahúsið og börnin vilja „ærslabelg“ Ingibjörg Harðardóttir sveitar stjóri og Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafnings hrepps, voru nýlega gestir hjá Frístunda- klúbbnum á Borg. Þar voru krakk- arnir búnir að undirbúa sig með spurningar sem þau lögðu fyrir þær og fengu greið og góð svör á móti. Krakkarnir voru ánægðastir með það þegar þær sögðu frá því að í fjár- hagsáætlun þessa árs væru lagfæringar á skólalóðinni og að mögulega kæmi einhvern tíma ærslabelgur á Borg. Þá á að byggja við íþróttahúsið glæsi- legan líkamsræktarsal. Sveitarstjórinn og oddvitinn voru m.a. spurðar út í hvað væri skemmtilegast við starfið þeirra og hvað leiðinlegast, hvaðan peningarnir koma til sveitarfélagsins, hvað íbúarnir væru margir, hvað væri best við sveitarfélagið, sameiningar- mál, fjöldi sumarbústaða og svona væri hægt að telja lengi áfram. /MHH Ingibjörg sveitarstjóri og Ása Val- dís með penna og barmmerki merkt sveitarfélaginu sem þær gáfu krökk- unum. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.