Bændablaðið - 15.04.2021, Page 17

Bændablaðið - 15.04.2021, Page 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 17 BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. NYTJAR HAFSINS Nýr forstjóri á Hafró Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrann sókna­ stofnunar frá 1. apríl 2021. Tekur hann við starfinu af Sigurði Guðjónssyni. Þorsteinn er fiskifræðingur með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Háskólanum í Bergen. Hann hefur starfað yfir 25 ár hjá Hafrannsóknastofnun, en Þorsteinn hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994. Á árunum 2005 til 2016 starfaði hann sem forstöðumaður nytjastofnasviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Þorsteinn gerði starfslokasamning á Hafrannsóknastofnun haustið 2019 samhliða uppsögnum á tíu starfsmönnum stofnunarinnar. Þá var hann ráðinn sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu í byrjun árs 2020. Þar sinnti hann ýmsum störfum og meðal annars kom hann að verkefnum innanlands og alþjóðasamstarfi sem Ísland á aðild að. Alls bárust sex umsóknir um embætti forstjóra Hafrannsókna­ stofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar 2021. Hæfnisnefnd mat þrjá umsækjendur vel hæfa til þess að gegna embættinu. Ráðherra var sammála mati nefndarinnar og tók í kjölfarið þá þrjá sem metnir voru hæfastir í viðtal. Var það síðan mat ráðherra, að Þorsteinn væri hæfastur umsækjenda til að stýra Hafrannsóknastofnun til næstu fimm ára. /HKr. Ráðlagt að veiða 9.040 tonn af grásleppu á þessu ári Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiði­ árið 2020/2021 verði ekki meiri en 9.040 tonn. Er það um 74% hækkun milli ára. Ráðgjöfin byggir að mestu á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2021 en hún var sú hæsta frá upphafi mælinga 1985. Stofnvísitölur hrognkelsa sveifl­ ast milli ára sem endurspeglar að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísi­ tölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsafla­ mark fiskveiðiárið 2021/2022 verði 3.174 tonn. Ráðgjöfin er samkvæmt nýrri ráð­ gjafareglu Hafrannsóknastofnunar fyrir grásleppu sem kynnt var á árinu og miðar við vísitölu veiðihlutfalls (Fproxy) 0.75. /HKr. Þorsteinn Sigurðsson. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir Hrognkelsi. Hálf er hann nú væskilslegur rauðmagakarlinn við hliðina á kellu sinni grásleppunni. Mynd / Hafrannsóknastofnun

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.