Bændablaðið - 15.04.2021, Page 20

Bændablaðið - 15.04.2021, Page 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202120 Rannsóknir sýna að fólk víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er í auknum mæli að flýja stórborg­ irnar, vegna hárrar húsaleigu, lítils fasteignaframboðs og hás fasteignaverðs. Sama þróun virð­ ist vera að eiga sér stað á Íslandi þar sem ofuráhersla hefur verið lögð á þéttingu byggðar á dýrum lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Greinilegt er að stórborgirnar eru ekki sama aðdráttarafl og áður og fólk er farið að meta lífsgæðin í öðru en þröngu sambýli í þéttbýlu- stu byggðakjörnunum. Frelsið sem dreifðari byggð veitir fólki, ekki síst í miðjum COVID-faraldri, þykir mörgum nú eftirsóknarverðara en að geta rölt í gegnum mannmergð á milli yfirfullra kaffihúsa. Þetta má greinilega sjá í erlendum umfjöll- unum af þróuninni. Þá virðist líka skipta máli sterkari staða einstak- lingsins í fámennum byggðarlög- um samhliða bættum fjarskiptum og netsambandi. Innviðir eru lykilatriði breytinga Til að flutningur fólks úr borgum í dreifbýlið geti virkað í flóknu nú- tíma neyslusamfélagi þurfa samt nokkur lykilatriði að vera til staðar þar sem „innviðir“ er samnefnarinn. Þar er m.a. um að ræða vegakerfi og aðra samgöngumöguleika, heil- brigðisþjónustu, aðgengi að tryggri orku allan sólarhringinn, fjarskipti um háhraðanet og helst með ljós- leiðaratengingu og gott aðgengi að öruggri fæðu. Framsæknir bændur hafa knúið fram ljósleiðaravæðingu Íslands Ef innviðauppbygging á að heppn- ast verða íbúar dreifbýlisins að vera með í ráðum. Áhugavert er hvað íslenskir bændur með Bændasamtök Íslands og búnaðarþing í fararbroddi hafa verið framsýn í að krefjast ljósleiðaravæðingar um allt land. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður og formaður Bænda- samtaka Íslands frá 2003 til 2013, hefur verið ötull talsmaður ljós- leiðaravæðingar. Hann tók sæti á Alþingi 2013 og varð formaður í starfshópi 2014 sem lagði grunn að „Ísland ljóstengt“. Haraldur lagði grunninn að hug- myndafræðinni við ljósleiðarvæð- inguna sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár. Hann lagði þó áherslu á í samtali við Bændablaðið að eft- irspurnin og áskorunin hafi átt upp- runa sinn í starfi Bændasamtakanna og á búnaðarþingi. Lítið fasteignaframboð, hátt hús- næðisverð og há húsaleiga hrek- ur fólk úr stórborgunum Samkvæmt úttekt Efnahagsstofnunar Þýskalands (Institut der deutschen Wirtschaft), þá var sókn inn í stór- borgirnar á árunum frá 2003 til 2013, en þá fór dæmið að snúast við. Á árinu 2017 var orðin nei- kvæð íbúaþróun í 8 af 71 borg sem til skoðunar voru. Þessi þróun hefur verið að aukast hratt. Ástæðan er einkum lítið framboð af húsnæði í borgunum, hátt húsnæðisverð og hátt verð á húsaleigu. Fjölskyldufólk hefur í æ ríkari mæli verið að koma sér burt frá miðborgunum og jafn- vel út í minni samfélög utan við stórborgirnar. Það er einkum ungt skólafólk sem enn laðast að mið- borgarsvæðunum. „Skortur á framboði íbúða, hækkandi leiga og fasteignaverð dregur úr miklum straumi fólks að stórborgunum að undanförnu. Höfuðborgarsvæðin eru áfram sér- staklega aðlaðandi fyrir námsmenn og ungt fagfólk. Fjölskyldur kjósa hins vegar í auknum mæli svæðið í kringum stórborgirnar. Í jafnvægi hafa fleiri íbúar dregið sig út úr stór- borgunum síðan 2014 – og þróunin eykst,“ segir m.a. í skýrslu um rann- sókn Efnahagsstofnunar Þýskalands sem fram fór á árinu 2019. Yfirvöld í Baden-Württemberg tala á sömu nótum. Í fréttabréfi sem gefið var út í febrúar síðast- liðinn er tekið undir hvert orð Efnahagsstofnunarinnar hér að framan og farið yfir niðurstöður rannsókna. Síðan segir: „Að auki er þróunin að aftengja skrifstofustörf með föstum stað- setningum og sú þróun hefur vaxið á óvæntan hátt vegna heimsfar- aldursins.“ Þá segir í fréttabréfinu að tilflutn- ingar fólks í Þýskalandi hafi breyst verulega á undanförnum áratugum. Á áttunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi verið mikill kraftur í mörgum dreifbýlissvæðum í jaðri stórborganna og talsvert meiri en í þéttbýlinu. Frá síðustu aldamótum hafi borgir og þéttbýl svæði í landinu aftur á móti orðið meira aðlaðandi fyrir nýliða, en hafi krafturinn í strjálbýlum svæðum minnkað. Skortur á framboði íbúða, hækk- andi húsaleiga og fasteignaverð hafi síðan leitt til minnkandi aðstreymi til stórborganna á undanförnum árum. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Ljósleiðaravæðing gerir æ fleira fólki kleift að flytja atvinnu sína burt úr þéttbýlinu: Hátt fasteignaverð og dýr húsaleiga er að hrekja fólk úr borgunum víða um lönd – COVID-19 ýtir undir að fólk kjósi frelsi, lífsgæði og rými í dreifbýlinu í auknum mæli umfram þrengsli stórborganna Þróun búsetu er mjög hröð núna – það sé ég á fréttum sem ég hef fylgst með á fréttaveitum sem ég hef skoðað í nágrannalönd­ um okkar,“ segir Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður. „Fréttaveitum sem ég hef fylgst með síðan ég var formaður BÍ, og fjalla um dreifbýlið, getum við sagt. Að sama skapi hef ég í verkefni mínu Ísland ljóstengt, fylgst með hér á landi, hvernig skipt búseta hefur stóraukist. Það er aukaheimili í dreifbýlinu. En líka undanfarið ár þar sem aðalheimilið er í sveit – og íbúðin í þéttbýlinu orðin aukabúseta. Breytt landslag vegna COVID-19 faraldursins „Strax í upphafi COVID faraldursins bar mikið á því að fólk flutti aðsetur sitt í ljósleiðaratengd frístundahús sín. Þannig þekki ég til að sveitarfélög hafa aukið þjónustu sína við slík hverfi, einmitt vegna fastrar búsetu þar. Þá er eftirspurn eftir húsnæði í sveitum, og fyrsta spurning er hvernig fjarskipti séu. Það er samdóma álit þeirra sem ég ræði við í tengslum við ljósleiðaraverkefnið að búsetumynstur er að breytast. Sem aftur birtist í aukinni netverslun og svo framvegis. Hef séð í rannsókn að netverslun úr dreifbýli jókst um 35% á síðasta ári.“ Um 40% heimila í dreifbýli í ESB ljósleiðaratengd, en brátt 99,9% á Íslandi „Sömu sögu má lesa í umræðu í öðrum löndum. Nýleg samantekt um tengingar innan landa ESB segir að 40% heimila í dreifbýli höfðu aðgengi að háhraðatengingu en 76% heimila í þéttbýli. Það er ekki alveg einfalt að átta sig samt á útbreiðslu ljósleiðara – því skilgreining á háhraðatengingu er önnur en hvort tengt er með ljósleiðara. Þannig að samanburður við Ísland er ekki alveg nákvæmur. En hér á landi erum við að ná 99,9% tengingu með ljósleiðara í dreifbýli.” Fyrirspurnir frá Norðurlöndunum og Þýskalandi „Ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir, frá fyrrum kollegum mínum á Norðurlöndum í forustu bænda, um íslenska verkefnið. Hef miðlað af okkar reynslu. Veit til að mynda að byggt var í einu sveitarfélagi í Noregi, með hugmyndafræði Ísland ljóstengt. Þá stóð til að ég færi í fyrravor til Þýskalands að kynna verkefnið – en COVID-ástandið stoppaði það. En hef í staðinn tekið fjarfundi vegna þess. Þannig að víða vekur það athygli og horft er til þess. Veruleikinn er að mjög víða er ástand fjarskipta mjög dapurt í dreifbýli og eftirspurn eftir úrbótum gríðarlega mikil.“ COVID-19 og bætt fjarskipti eru að gjörbreyta viðhorfi fólks „Ég er ekki í vafa að COVID ástandið og bætt fjarskipti eru að gjörbreyta viðhorfi til búsetu í dreifbýlinu. Hvort heldur er til þess að vinna og starfa yfir netið – og bæta búsetuskilyrði eins og verslun og viðskipti óháð búsetu. Ég þekki til hundruð starfa sem hafa verið flutt í íslenskar sveitir eftir að tengingar bötnuðu. Ísland á að taka forustu í að leiða umræðu um þessa þróun og láta sig hana varða. Við erum líklega fyrsta landið í heiminum sem gengur jafn hraustlega til verks. Að sama skapi hafa úrbætur í aðgengi að góðum og traustum tengingum við raforkukerfi skipt þar grundvallarmáli. Með aukinni jarðstrengjavæðingu er afhending raforku orðin mun traustari. En það er þróun sem er eldri en fjarskiptaátakið – en hefur nú verið settur aukakraftur í það í kjölfar óveðurs á Norðurlandi vestra um þarsíðustu áramót. Þetta er þróun sem sveitarfélög verða að láta sig varða í sínum áætlunum um þróun byggðar. Það verður að vera rými og skilningur á að búsetuform er að breytast og mögulega erum við að sjá allt annað byggðamynstur á næstu árum. Bæði verða núverandi frístundabyggðir að íbúðahverfum og eftirspurn eftir að byggja hús utan slíkra svæða. Ég bendi til að mynda á áætlun þeirra Húsafellsbænda að byggja 75 heilsárshús til viðvarandi eða aukabúsetu. Það er aðeins byrjunin á þeirri þróun sem ég trúi að verði. Það eru hús sem eru af stærð og gerð þannig að þau munu verða aðsetur fólks sem vill búa í tengslum við víðáttu og náttúruna. Ljósleiðarinn er að breyta íslenskum sveitum.“ Dropinn holar steininn „Ég minnist að búnaðarþing lét sig varða skiptabúsetu og skráningu lögheimila hér á árunum 2005– 2010. Ég átti sjálfur tillögur að þessum búnaðarþingsmálum. Þá var afar lítill skilningur á hvað við værum að segja að gæti orðið þróun mála. En þetta er sannarlega allt að koma fram. Ég skora á Bændasamtökin að leiða áfram þessa umræðu og láta sig hana varða. Fátt eflir byggð í íslenskum sveitum meira og betur en örugg og afkastamikil fjarskipti og gott dreifikerfi raforku. Nú erum við til að mynda að ná á þessu ári áfanga í að jafna dreifikostnað raforku á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það er áfangi – en í raun þarf algjöran uppskurð á kerfi verðlagningar á dreifingu raforku og þeim fyrirtækjum sem starfa á því sviði. Það á ekki að vera munur á hvar þú býrð á Íslandi í aðgengi að raforku og kostnaði vegna þess. Það er grundvallar lýðræðismál,“ segir Haraldur Benediktsson. /HKr. COVID-ástandið og bætt fjarskipti eru að gjörbreyta viðhorfi til búsetu Haraldur Benediktsson. Reutlingen er sögð eina borgin í Baden-Württemberg í Þýskalandi sem ekki hefur þurft að glíma við fólksfækkun. Frá Bæjaralandi í Þýskalandi. Sveitirnar og minni bæir og þorp þykja sífellt eftirsóknarverðari hjá fólki sem leitar að alvöru lífsgæðum. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.