Bændablaðið - 15.04.2021, Qupperneq 38

Bændablaðið - 15.04.2021, Qupperneq 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202138 Árni G. Eylands – brautryðjandi nýrrar bútækni Nú er að segja frá Árna G. Eylands (1895–1980) sem mjög kom við sögu Búsáhaldasýningarinnar 1921. Árni var Skagfirðingur, fæddur að Þúfum í Óslandshlíð. Guðmundsson var hann en tók sér ættarnafnið Eylands. Árni var búfræðingur frá Hólaskóla 1913 en hélt síðan til Noregs til náms og starfa. Þar dvaldi hann um sjö ára skeið og varð gagnkunnugur landi og þjóð. Þegar Sigurður búnaðarmála­ stjóri hóf að drífa áfram hugmyndina um Búsáhaldasýningu leitaði hann m.a. til Árna; þekkti hann að góðu sem nemanda frá Hólum, bað hann „vera á verði með það að útvega alt það til sýningarinnar frá Noregi, sem þú heldur að notum geti komið hér“. Þá kom sér vel hve kunnug­ ur Árni var orðinn Norðmönnum og norskum aðstæðum. Veturinn 1920 veitti Búnaðarfélag Íslands Árna styrk til þess að kynna sér notkun búnaðarverkfæra. Liður í því var þátttaka í námskeiði fyrir vélplægingamenn (motorplog­ førere), sem haldið var þá um vorið við Prófunarstofnun búverkfæra við Landbúnaðarháskólann á Ási. Það mun hafa verið fyrsta námskeið þess efnis í Noregi, stóð í viku og þar lærði Árni að hirða og aka dráttarvélunum Mogul, Cleveland og Republic. Hann varð sennilega fyrsti Íslendingurinn sem lærði formlega á aflvélar til búverka. Haustið 1920 ákvað Búnaðar­ félagið að ráða Árna í þjónustu sína um sex mánaða skeið. Skyldi hann kynna sér nýjustu aflvélar, læra skurðagröft og að fara með sprengiefni, og kynna sér skurð­ gröfur: „Í maí ættuð þjer að koma hingað til Reykjavíkur og eftir það vinna að undirbúningi verkfærasýn­ ingarinnar, eða öðru, eftir því sem um semst.“ Árni hafði í nógu að snúast á meðan Búsáhaldasýningin stóð. Fljótlega að henni lokinni var gerð­ ur samningur um starf hans að verk­ færaútvegun og ráðgjöf til bænda í samvinnu Búnaðarfélagsins og Sambands íslenskra samvinnu­ félaga. Töf varð á efndum samn­ ingsins. Með samkomulagi við Búnaðarfélagið tók hann þá sjálf­ ur að útvega og selja búnaðar­ verkfæri, svo sem plóga og herfi, steingálga, hestarekur, forardælur ... eins og sagði í auglýsingu frá haustinu 1923. Um þær mund­ ir þekkti enginn betur til þeirra verkfæra en Árni G. Eylands. Var svo að minnsta kosti næstu tvo ára­ tugina. Dæmi eru um að Árni kæmi til leiðar breytingum á verkfærum sem seld voru til Íslands: Nefna má m.a. betri bógtré á dráttarbúnaði hestasláttuvéla þannig að betur fór um vinnuhestana við dráttinn. Skrifa má heila bók um ævistarf Árna G. Eylands að innleiðingu vél­ og verktækni hvers konar í íslenskan landbúnað. Sjálfur skrifaði hann bók um það sem nær fram um miðja síð­ ustu öld; Búvélar og ræktun. Bókin sú er einstakt heimildarit um fyrstu vélar og verkfæri til bústarfa hér­ lendis. Bjarni Guðmundsson MENNING&SAGA Á efri árum sínum mundar Árni G. Eylands hér pál sinn. Mynd / Úr einkasafni Áveitur – þakkir til heimildarmanna Vorið 2019 birti Bændablaðið stutta grein mína, Minjar um áveitur?, þar sem ég spurðist fyrir um þær og þá fyrst og fremst áveitur utan hinna vel þekktu svæða þeirra, t.d. í Árnessýslu. Og það gerðist sem oftar að lesendur Bændablaðsins brugðust vel við. Á fimmta tug heimildarmanna bentu á og/eða sögðu frá áveituminjum. Sumar þeirra hafa komist inn á fornminjaskrár; aðrar ekki. Nokkrir svarendur sendu ljósmyndir. Einnig bárust frásagnir af síðustu notkunarárum áveitna, ýmist byggðar á eigin upplifun heimildarmanns eða sögnum eldri kynslóðar. Skal þá ekki látið ónefnt að enn eru dæmi um áveitur í notkun. Sumar frásagnanna voru afar ítarlegar. Ég legg ekki í að mismuna heimildarmönnum með því að nefna suma en ekki aðra; freistast þó til þess að upplýsa að í hópi þriggja rækilegustu greinargerðanna voru tvær þingeyskar og ein rangæsk. Svör heimildarmannanna sýna að áveitur á einu eða öðru formi hafa verið algengar í sveitum lands­ ins nokkuð fram á tuttugustu öld. Eðlilega hefur almenn athygli beinst að hinum stóru áveitum, svo sem um Skeið og Flóa, framkvæmdum sem á þeirra tíð voru með þeim stærstu á landsvísu. En það má líka minnast þeirra mörgu og smáu sem aðeins áttu að hvetja grasvöxt á örfá­ um dagsláttum, jafnvel bara einni. Ræktunarfrömuðir hvöttu til áveitna á engjaræktunartímanum – fram á fyrsta fjórðung síðustu aldar. Margar minjanna eru því frá þeim tíma en einnig greindu heimildarmenn frá áveitum sem taldar eru vera mun eldri. Við ritun áveitukaflans í bókinni Yrkja vildi eg jörð, sem út kom í fyrra, studdist ég við svör þeirra sem sendu mér fróðleik. Margt var þar þó ónefnt en svörin verða geymd. Ef til vill get ég gert efninu rækilegri skil síðar. En að lokum það tvennt sem ég hafði í huga með þessari grein: Að minna á minjar um áveitur sem enn kunna að sjást og eiga þekkta sögu – að hlúð sé að þeim svo sem fært er og tiltækur fróðleikur um þær skráður. Og svo hitt, að þakka öllum heimildarmönnum mínum kærlega fyrir liðsemdina. Leynist enn frekari fróðleikur þigg ég hann með þökkum. Bjarni Guðmundsson, HvanneyriÁveitugarðar á engjum Bæjar í Borgarfirði. Svör og ábendingar bárust frá heimildarmönnum víða um land. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is MaxiFlex og MaxiDry Þú færð MaxiFlex og MaxiDry hjá okkur! Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.