BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 30

BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 30
- ORKUFYRIRTÆKI Ríkisstjórnin mæltist sérstaklega til þess við orkufyrirtæki að þau lækkuðu gjaldskrár sínar og munu langflest hafa gert það. Yfirleitt var við það miðað að Iækkunin yrði 7%, en einstaka fyrirtæki treystu sér þó ekki í svo mikla lækkun og Iækkuðu minna. Lengi stóð í stappi með Hitaveitu Akraness og Borgarijarðar, sem talin hefur verið einna verst stödd fjár- hagslega af hitaveitum landsmanna. Þar náði þó lækkunin fram að ganga á endanum. - BÍLAR Bílar lækkuðu mjög í verði og vakti lækkun þeirra bæði eftirtekt og deilur. Lækkunin nam á endanum nálægt 30% á flestum bílum, en stærri bílar lækka þó eitthvað minna. Mörg umboð notuðu tækifærið til að hækka álagningu sína hlutfallslega, en urðu að draga þá hækkun til baka eftir að verðlagsyfirvöld tóku að skipta sér af málinu. - STÓR HEIMILISTÆKI Heimilistæki skiptust einkum í tvo tollflokka fyrir lækkun og gera það áfram. Af flestum stærri heimilis- tækjum lækkaði tollur úr 40% í 15%. Hér er um að ræða kæliskápa, frysti- skápa og kistur, þvottavélar, þurrk- ara, uppþvottavélar, ryksugur o.fl. Þessi tollalækkun á að leiða til lækkunar á verði um nálægt 15%. Lækkunin verður þó eitthvað mis- jöfn, eftir því frá hvaða löndum er flutt inn, vegna mismunandi gengis- aðstæðna. - LÍTIL HEIMILISTÆKI svo sem útvarps- og sjónvarpstæki, myndbönd og hljómflutningstæki önnur en magnarar og hátalarar lækka meira í verði. Þessi tæki fara úr 75% tollflokki í 40% tollflokk og mun verðlækkun á þeim því geta numið allt að 20 prósentum. I þess- um tollflokki lenda líka rakvélar, vöfflujárn og fleiri slík tæki. Önnur minni heimilistæki fara niður í 15% tollflokk með stóru tækj- unum. Þar má m.a. nefna rafmagns- hnífa, straujám, kaffivélar og brauð- ristar. NCKKUN - LÆKKIIN álagningu sína, væntanlega í trausti þess að ekki yrði tekið eftir því, vegna þess hver lækkunin á verði bílanna var mikil. Sennilegt virðist að tvær megin- ástæður liggi að baki þessum við- brögðum bílaumboðanna; annars veg- ar almenn vantrú á því að verðbólgan muni raunverulega haldast innan þeirra marka, sem nú hafa verið sett, hins vegar ríkti á þessum tíma nokkur óvissa um það hvort verðlækkunin myndi leiða til svo aukinnar sölu að tekjur umboðanna héldust óskertar ef álagningin héldist óbreytt í prósentum. Forráðamenn fjölmargra bílaum- boða brugðu því á það ráð að halda álagningunni óbreyttri í krónutölu sem auðvitað jafngilti stórfelldri hækk- un hlutfallslega. Til þess að fá bílaumboðin til að leiðrétta þetta þurfti hótun verðlags- yfirvalda um að gera uppskátt um nöfn þeirra umboða sem hækkað höfðu álagninguna hlutfallslega og reyndar lá einnig í loftinu að til greina kæmi að grípa til lagasetningar, ef álagningin yrði ekki lækkuð. Bílaumboðin sáu sér ekki annan kost vænni en láta undan þessum þrýstingi og nöfn þeirra umboða er hækkuðu álagningu sína fyrstu dagana í mars, hafa því aldrei verið birt. Höf- undur þessarar greinar hefur hins veg- ar fyrir því áreiðanlegar heimildir að tiltölulega sárafá umboð hafi verið alsaklaus í þessu efni. - GAMLIR BÍLAR LÆKKA KANNSKI MEIRA Það er enn ekki til fullnustu ljóst, hvaða áhrif verðlækkun nýrra bíla muni hafa á verð notaðra bíla. Það varð að vísu ljóst strax að þeir myndu lækka í verði, en hins vegar var mörg- um hulin ráðgáta hversu sú verðlækk- un yrði mikil. Á flestum bílasölum mun nú viðhöfð sú aðferð að gert er ráð fyrir hlutfallslega sömu lækkun og gildir um nýja bíla af sömu gerð. Það virðist líka liggja nokkurn veg- inn í augum uppi að gömlu bílarnir muni ekki lækka minna en nýju bíl- arnir. Lækkun þeirra gæti hins vegar orðið mun meiri og kunnugir segja að allar líkurbendi til þess. Hversu mikið gamlir bílar lækka í verði, ræðst fyrst og fremst af því hversu mikil sölu- aukning nýrra bíla verður. Verðlagning notaðra bíla ræðst auð- vitað fyrst og fremst af framboði og eftirspurn og ef mikil bílainnflutning- ur eykst verulega, verður sjálfkrafa aukið framboð á gömlum bílum sem þá munu lækka í verði enn frekar en orðið er nú þegar. Á það hefur raunar verið bent að fyrir almenning í landinu sé að sumu NS. (jfWÍffflP' 1 h( \wQQO~ leyti nokkuð vafasamur hagnaður að því að lækka bíla svo mikið í verði sem nú hefur verið gert. Þessi lækkun kem- ur sér t.d. mjög illa fyrir þá sem varð- veitt hafa peninga í bíl. Nýju kjara- samningamir geta þannig hæglega þýtt hundrað þúsund króna tap fyrir fólk sem hafði hugsað sér að selja bílinn á næstunni og láta peningana t.d. ganga upp í útborgun á íbúð. Aukinn innflutningur bíla lagar heldur ekki beinlínis gjaldeyrisstöðu landsmanna og að því er varðar hina Iægst launuðu, þá kemur þessi kjara- bót þeim ekki að neinu gagni, sem ekki hafa efni á að eiga bíl hvort eð er. Frá sjónarmiði stjómvalda var hins vegar hér um að ræða leið til að lækka framfærsluvísitöluna beint um 1,5% með tiltölulega einfaldri aðgerð. - BANKARNIR Viðbrögð bankanna fyrst eftir að kjarasamningamir tóku gildi voru heldur ekki beinlínis til þess fallin að auka traust manna á því að samn- ingamir og aðgerðir stjómvalda myndu ná tilætluðum árangri. Um mánaðamótin hækkuðu gjöld þau er bankarnir taka af viðskiptamönnum sínum fyrir ýmsa þjónustu sem þeir veita. A.m.k. einn banki mun að vísu hafa verið búinn að hækka þessi gjöld 30 BSRB-blaðið

x

BSRB blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.