Þjóðmál - 01.09.2016, Side 15

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 15
FRJÁLS MARKAÐUR Kristinn Ingi Jónsson Sótt að einkaframtakinu Flestir stjórnmálamenn segjast styðja frjálsa samkeppni. Þeir hafa til að mynda lögfest strangar samkeppnisreglur og falið sérstök- um eftirlitsstofnunum víðtækt vald til þess að grípa inn í reksturfyrirtækja, ef ástæða þykir til, undir því yfirskyni að tryggja þurfi heilbrigða samkeppni og koma í veg fyrir skaðlega fákeppni. Reyndin er hins vegar önnur. Hið opinbera leggur með skipulegum hætti steina í götu einkaframtaksins og hindrar í krafti yfir- burðastöðu sinnar samkeppni í atvinnulífinu. í stað þess að ryðja samkeppnishindrunum úr vegi hefur hið opinbera markvisst grafið undan einkarekstri og gert mörgum atvinnu- rekendum ómögulegt að reka fyrirtæki sín með hagnaði. Það er ekki nóg með að stjórnmálamenn leggi háa skatta og gjöld á fyrirtæki, setji þeim flóknar og íþyngjandi reglur og hafi með þeim strangt eftirlit. Undir verndarvæng stjórnmálamanna hafa ríkisfyrirtæki í ofanálag blásið til sóknar gegn einkafyrirtækjum á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, allt frá bankaþjónustu og smásölu til fjölmiðlunar, kortagerðar og sorphirðu. Sú samkeppni er með öllu ósann- gjörn, enda njóta ríkisfyrirtækin meðgjafar skattgreiðenda, sem bera auk þess áhættuna af rekstrinum. Næsta ríkisstjórn á mikið verk fyrir höndum ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 13

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.