Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 18
Ef opinber stofnun er rekin með tapi
er því jafnan tekið sem staðfestingu á
því að hið opinbera verji ekki nægum
fjármunum til viðkomandi málaflokks.
Ekki hvarflar að mönnum að stofnunin
sé einfaldlega illa rekin og fjármunum
sóað. Stofnunin fer ekki í gjaldþrot,
líkt og illa rekin einkafyrirtæki, sem
skapar hættu á því að tapreksturinn
haldi áfram og verði viðvarandi jafnvel
árum saman. Byrðunum er á
endanum velt yfir á skattgreiðendur.
hins vegar til þess að reksturinn standi ekki
undir sér og breytinga sé þörf. Þessir hvatar
eru hins vegar ekki fyrir hendi í opinberum
rekstri. Þar gildir ekki lögmálið um skapandi
eyðileggingu. Ef opinber stofnun er rekin
með tapi er því jafnan tekið sem staðfestingu
á því að hið opinbera verji ekki nægum
fjármunum til viðkomandi málaflokks. Ekki
hvarflar að mönnum að stofnunin sé einfald-
lega illa rekin og fjármunum sóað. Stofnunin
fer ekki í gjaldþrot, líkt og illa rekin einkafyrir-
tæki, sem skapar hættu á því að taprekstur-
inn haldi áfram og verði viðvarandi jafnvel
árum saman. Byrðunum erá endanum velt
yfir á skattgreiðendur.
Gjarnan er sagt að menn fari betur með
eigið fé en annarra. Á því geta þó hæglega
verið margar undantekningar. Ótalmörg
einkafyrirtæki hafa farið illa með fé sitt og
einnig eru dæmi um opinberar stofnanir
sem eru reknaraf mikilli ráðdeild og alúð.
En kjarni málsins er sá að almennt má ætla
að farið sé því betur með fé eftir því sem
raunverulegireigendur þess ráða meiru um
hvernig því er ráðstafað.
Hugmyndabaráttan sem var háð hér á landi
á tíunda áratug síðustu aldar snerist að miklu
leyti um að draga úr þátttöku hins opinbera
í efnahagslífinu. Viðhorfið til hins opinbera
breyttist á aðeins örfáum árum og fækkaði
þá taismönnum ríkisrekstrar verulega. Ekki
þótti lengur forsvaranlegt að stjórnmála-
menn væru að vasast í rekstri fyrirtækja og
úthluta almannafé til vildarvina. Velflest
ríkisfyrirtæki landsins voru auk þess illa
rekin, enda höfðu stjórnendur þeirra engan
hvata til þess að draga úr kostnaði og leita
leiða til þess að auka hagnað, án alls aðhalds
frá markaðinum. En þótt ríkið hafi dregið úr
ítökum sínum á ýmsum sviðum atvinnulífsins,
þá eru þau enn sterk á öðrum sviðum. Og eru
jafnvel vísbendingar um að þau hafi aukist
fremur en hitt eftir fall bankakerfisins haustið
2008 og ríkið blásið til sóknar á hinum ýmsu
mörkuðum.
Ríkisbankar eru tímaskekkja
Nærtækasta dæmið er ríkisvæðing banka-
kerfisins. Ríkið er enn á ný orðið ráðandi
afl á íslenskum bankamarkaði, með 98%
eignarhlut í Landsbankanum, 13% hlut í
Arion banka og þá er íslandsbanki allur
kominn í ríkiseigu. Þetta jafngildir því að
ríkið ráði vel yfir 70% af markaðinum. Slík
ríkisumsvif eru með öllu óþekkt í bankakerfum
vestrænna ríkja. Hlutfallið hér er svipað og
það var í ríkjum eins og Hvíta-Rússlandi,
Indlandi og Sýrlandi árið 2010, samkvæmt
nýlegri skýrslu Alþjóðabankans, og jafnvel
hærra en í sósíalískum ríkjum á borð við
Rússland, Úrúgvæ og Venesúela. Bankasýsla
ríkisins hefur margoft bent á að eignarhlutur
ríkisins í viðskiptabönkunum er langstærstur
á meðal Evrópuþjóða hvort sem litið ertil
hans sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu
eða opinberum skuldum.
Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Ekki er
síður ástæða til þess að hafa áhyggjur af því
hvort stjómmálamenn muni sýna kjarktil
þess að vinda ofan af ríkisvæðingunni og
Arion banki
16 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016