Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 19

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 19
eins hvort pólitískur vilji standi yfir höfuð til þess. Þannig hafa margir vinstrimenn talað Ijálglega um að skynsamlegt sé að ríkið reki banka á ábyrgð skattgreiðenda, jafnvel eins konar„samfélagsbanka", sem skili aðeins lág- marksarðsemi. Þeir benda á að séu bankarnir í ríkiseigu renni hagnaður þeirra, sem hefur óneitanlega verið ríflegur undanfarin ár, óskiptur til ríkisins. Vissulega hefurríkið notið góðs af hagnaði bankanna - um það er ekki deilt - en það má ekki gleymast að hagnaðurinn er að langmestu leyti kominn til vegna óreglulegra þátta eins og virðisaukn- ingar útlána og endurmats á eignasöfnum. Bankarnir þurfa enn sem áður að bæta arð- semi af grunnrekstri sínum og það gera þeir ekki ef þeir verða áfram í ríkiseigu. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum.Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Það sama má segja um„samfélagsbankann" íbúðalánasjóð sem hefur undanfarin ár keppt - í krafti ríkisábyrgðar á skuldum sínum - af fádæma hörku við viðskiptabankana. Kostn- aður skattgreiðenda af rekstri sjóðsins hefur hlaupið á tugum milljarða króna á síðustu árum og sér ekki enn fyrir endann á þeirri sorgarsögu. Eitt mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar verður að losa tangarhald ríkisins á banka-kerfinu. Það verður ekki létt verk eða löður- mannlegt, en nauðsynlegt er það. Pólitísk sátt ætti að geta náðst um þá leið að skrá hlutafé ríkisins í viðskiptabönkunum á hlutabréfamarkað og ráðstafa því milliliðalaust til almennings. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mælti til að mynda með því á landsfundi flokksins fyrir um ári að ríkið afhenti almenn- ingi 5% hlut í bönkunum. Rík ástæða er til þess að kanna þá leið nánarog þájafnvel með þeim hætti að ríkið framselji einfaldlega þjóðinni allt hlutafé sitt í bönkunum. Hver og einn fslendingur gæti þá ákveðið hvort hann vill eiga hlutabréfin áfram, og hirða þannig af þeim arð, eða selja þau á markaði. Skattgreiðendur lögðu fram verulega fjármuni til þess að endurreisa bankana eftir að þeir féllu haustið 2008 og er því ekki nema sanngjarnt að þeir fái að njóta með beinum hætti þeirrar virðisaukn- ingar sem hefur myndast í bankakerfinu síðan þá. Slík aðgerð myndi enn fremur auka traust almennings á bankakerfinu og hluta- bréfamarkaðinum og skjóta styrkari stoðum undirfjárhag heimilanna. Stærsti snyrtivörusali landsins Annað og ekki síður brýnna verkefni næstu ríkisstjórnar verður að draga ríkið alfarið af smásölumarkaði. í Flugstöð Leifs Eiríksso- nar rekur ríkið til dæmis sex verslanir í beinni samkeppni við innlenda smásala. Þessar ríkisverslanir þurfa ekki að standa skil á virðisaukaskatti og tollum, líkt og keppinautar þeirra, og í krafti aðstöðumunarins hefurfríhöfnin aukið markaðshlutdeild sína umtalsvert í smásölu. Er ríkið nú stærsti smásali snyrtivara hér á landi, með um þriðjungs markaðshlutdeild, og er hlutdeild ríkisins raunar sú sama í sælgætissölu.Til marks um umfangið seldi ríkið sælgæti fyrir 1.270 milljónir króna í flug- stöðinni árið 2013, snyrtivörur fyrir 1.420 milljónir, fatnað fyrir 370 milljónir, leikföng fyrir 350 milljónir og áfengi og tóbak fyrir 4.170 milljónir. Víðast hvar erlendis er verslunar- rými í flugstöðum boðið út til fyrirtækja sem býðst í staðinn að selja þar toll- og skattfrjálsan varning. Hér á landi hafa stjórnmálamenn hins vegar látið það óáreitt að ríkið keppi við smásala í hefðbundinni ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.