Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 20

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 20
verslunarstarfsemi. Er það einlæg sannfæring þeirra að hlutverk ríkisins sé að selja leikföng, snyrtivörur og sælgæti? Ríkisvaldinu er ekkert heilagt Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna um yfirgang ríkisvaldsins í atvinnulífinu. íslands- póstur hefur frá stofnun farið með einokunar- vald ríkisins á póstþjónustu í landinu. Það hefur þó ekki látið við það eitt sitja að sinna þessari kjarnastarfsemi sinni, sem einkarekin fyrirtæki ættu þó að geta með góðu móti sinnt, heldur hefur fyrirtækið aukið umsvif sín á undanförnum árum, þannig að eftir hefur verið tekið, og sótt á nýja markaði. Keppir það nú við sjálfstæða atvinnurekendur á sviði þrentþjónustu, vörudreifingar, sendlaþjónustu og brettaflutninga, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. í pósthúsum landsins selur ríkið í þokkabót sælgæti, geisladiska, ritföng, bækur og alls kyns hönnunarvörur. Ekkert virðist vera heilagt í samkeppni ríkisins við einkaframtakið. íslensk stjórnvöld, ólíkt öðrum Evrópu- ríkjum, leggja enn fremur undir sig útgáfu námsbóka, sem er fjórðungur hérlends bókamarkaðar, og stunda að auki umfangs- mikla hljóðbókaútgáfu endurgjaldslaust, öðrum bókaútgefendum til tjóns. Opinbera fyrirtækið Strætó hefur auk þess á síðustu árum notað almannafé til þess að drepa niður frjálsa samkeppni í fólksflutningum um landið - þjónustu sem rútufyrirtæki hafa sinnt af miklum myndarbrag í marga áratugi. Breytinga er þörf Við þetta verður ekki unað. Sú ríkisstjórn sem tekur við valdataumum í haust þarf að spyrna við fótum og draga ríkisvaldið alfarið af samkeppnismörkuðum. Rökin eru ekki aðeins þau að tryggja þurfi heilbrigða sam- keppni í atvinnulífinu, þar sem allir standa jafnfætis, heldur er ekki síður óverjandi að skattgreiðendur skuli látnir bera ábyrgð á áhættusömum samkeppnisrekstri hins opin- bera. Breytinga er þörf. Kristinn Ingi Jónsson er laganemi Svo segir þetta fólk að Sjálfstæðisflokkurinn vilji engar breytingar Þótt ég sé nú ekki mjög gamall maður man ég tímana tvenna. Ég var ungmenni þegar hart var barist gegn innflutningi á litasjónvörpum og því að heimilt væri að selja mjólk í almennum kjörbúðum. Safnað var tugþúsunda undirskrifta gegn þessum stórhættulegu breytingum. Fjölmennur hópur barðist síðan mjög gegn því að afnema einkarétt ríkisins á Ijósvakamiðlum. Þeir sömu voru síðan með böggum hildar þegar afnema átti bann við sölu bjórs svo ekki sé talað um að afnema einkarétt ríkisins á sölu áfengis. Allt átti að fara til fjandans í íslensku menntakerfi þegar einkareknum háskólum var leyft að starfa. Nú á íslenskt heilbrigðiskerfi að fara á hliðina vegna einkareksturs mjög sérhæfðs sjúkrahúss í Mosfellsbæ. Svo segist þetta sama fólk ekki geta starfað með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar af því að hann vilji engar breyt- ingar. Þetta ágæta fólk hefur nú ekki viljað miklar breytingar í gegnum tíðina annað en víðtækt bann við einkarekstri og hækkun skatta. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, á bloggsíðu sinni 28.júlí 2016 18 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.