Þjóðmál - 01.09.2016, Side 22

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 22
Það er eins gott fyrir andstæðinga aðildar að búa sig undir slíka baráttu næsta vor. Þá verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort þeir sem ábyrgð bera á þeim alvarlegu mistökum, að aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð með formlegum hætti skipa sér í fremstu víglínu í þeirri baráttu eða hvort þeir halda uppteknum hætti og hafa hægt um sig í baráttunni um ísland og ESB, eins og þeir hafa gert undanfarin ár. ríkisstjórnarinnar og annarra til að halda öðru fram eru á sandi byggðar. Afleiðing þessara mistaka verða þau, að ný ríkisstjórn, sem hugsanlega verður mynduð að kosningum loknum af aðildarsinnuðum flokkum mun efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel næsta vor um það hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB og Ijúka þeim. Á því er grundvallarmunur að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um spurninguna um aðild af eða á, sem líklegt er að andstæðingar aðildar mundu vinna í Ijósi ítrekaðs stuðn- ings við það sjónarmið í skoðanakönnunum undanfarin ár eða efna til slíkrar atkvæða- greiðslu um framhald viðræðna þar sem búast má við að mjórra verði á munum. Það er eins gott fyrir andstæðinga aðildar að búa sig undir slíka baráttu næsta vor. Þá verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort þeir sem ábyrgð bera á þeim alvarlegu mistökum, að aðildarumsóknin hefur ekki verið aftur- kölluð með formlegum hætti skipa sér í fremstu víglínu í þeirri baráttu eða hvort þeir Það er erfitt að skilja hvers vegna ekki hefur nást samstaða um að afgreiða ákveðna iykilþætti i breytingum á stjórnar- skránni á yfirstandandi þingi. halda uppteknum hætti og hafa hægt um sig í baráttunni um ísland og ESB, eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Ef tekið er mið af þeim skoðanakönnunum sem fyrir liggja er líklegra en ekki að mynduð verði ríkisstjórn til vinstri að kosningum lokn- um. Það getur þó breytzt eftir því hvernig kosningabaráttan sjálf þróast og hver niðurstaðan verður af þeim átökum, sem nú standa yfir í Framsóknarflokknum. En fari svo að slík ríkisstjórn verði til mun fleira gerast en þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort halda eigi áfram og Ijúka aðildarviðræðum við ESB. Bæði Píratar og Viðreisn, sem eru líklegir aðilar að slíkri ríkisstjórn munu leggja áherzlu á svokallaðar kerfisbreytingar. Þær munu snúa að mörgu en m.a. að fiskveiðistjórnun og gjaldtöku í sjávarútvegi. Þá er líklegra en hitt að í Ijós komi að það hafi verið mikil mistök af hálfu sjávarútvegsins að grípa ekki tækifærið í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem skipuð er flokkum sem eru jákvæðari gagnvart sjávar- útveginum og komast að málamiðlun um gjaldtöku, sem þorri þjóðarinnar getur sætt sig við. Vísbendingar eru um að sjávarútveg- urinn sé ekki alveg eins einleitur í þessum efnum og hann virðist vera og að þar séu áhrifamiklir aðilar innan dyra, sem hefðu getað hugsað sér að ná slíkri niðurstöðu. Sennilega hafa verið gerðar tilraunir innan sjávarútvegsins á undanförnum misserum til að ná samstöðu um slíka málamiðlun en ekki tekizt. Þess vegna má búast við miklum átök- um á næstu misserum um þetta eilífðarmál, sem nú hefur verið deilt um í aldarfjórðung. Þriðja stóra málið, sem telja má að verði á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar er stjórnarskráin. Það er erfitt að skilja hvers vegna ekki er 20 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.