Þjóðmál - 01.09.2016, Page 29

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 29
slegum ástæðum. Efnahagsleg áföll á þeim markaði geta fyrir vikið komið verr við landið en ella og sömuleiðis er mögulegt að þær aðstæður verði nýttar í pólitískum tilgangi. Líkt og Evrópusambandið reyndi að gera bæði í lcesave-deilunni og makríldeilunni. Það er að hóta refsiaðgerðum, og grípa jafnvel til þeirra,til þess að ná fram pólitískum markmiðum. Fyrir vikið er mikilvægt að stefna íslands þegar kemur að utanríkisviðskiptum byggist ekki einungis á því að auka breiddina í þeim vörum og þjónustu sem seld ertil annarra ríkja heldureinnig aðgengi íslenzkra útflutn- ingsfyrirtækja að erlendum mörkuðum. Komi þannig til verulegs samdráttar einhvers staðar eða pólitískra aðgerða, sem getur gerzt með skömmum fyrirvara, þarf að vera sem greiðast aðgengi inn á aðra markaði. Full seint er að hugsa að slíku þegar áföllin skella á. Vitanlega segir þetta sig að miklu leyti sjálft enda byggist það einfaldlega á hinu sígilda heilræði að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni. Þetta skiptir einnig miklu máli fyrir fullveldi íslands. Ekki verði eins auðvelt fyrir önnur ríki að notfæra sér aðstæður gegn íslenzkum hagsmunum líkt og Evrópusam- bandið til að mynda hefur sýnt að það sé reiðubúið að gera. Veruleg breyting verður hins vegar á möguleikum sambandsins í þeim efnum við útgöngu Bretlands úr því Ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að á síðustu árum hafa lagt mikla áherzlu á gerð fríverzlunarsamninga við ríki um allan heim. Þá annað hvort í gegnum aðild landsins að Fríverzlunarsam- tökum Evrópu (EFTA) eða með tvíhliða hætti líkt og gert var til að mynda í tilfelli Kína. Ferlinu sem leiddi til þess samnings var ein- mitt ýtt úr vör þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með utanríkisráðuneytið. Aðrirflokkar hafa haft minni eða engan áhuga á fríverzlun. Fyrirmynd að arftaka EES-samningsins? Fróðlegt verður að sjá hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað í framtíðinni.Takist samningar um ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 27

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.