Þjóðmál - 01.09.2016, Side 31

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 31
og Bretland gæti hugsanlega sagt skilið við Evrópusambandið, sem gæti þýtt alvarlegar efnahagslega afleiðingar fyrir sambandið, var ekki meira í boði. Fyrir íslendinga er kannski einna athyglis- verðast að háttsettir stjórnmálamenn innan brezka fhaldsflokksins skoruðu á Cameron meðal annars að fara fram á að endurheimta yfirstjórn sjávarútvegsmála Bretlands. Hann kaus hins vegar, eftir að hafa ráðfært sig fyrir- fram við forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess, að láta ekki einu sinni reyna á það. Enda hefur lengi legið fyrir að ekki er í boði að semja um yfirstjórn þeirra mála gangi ríki í samþandið. Þannig er Ijóst að fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu mun hafa heilmikil áhrif á íslenzka hagsmuni og hefur í raun þegar haft það. Bæði frá pólitískum og viðskiptalegum sjónarhóli. Ekki má gleyma því að þrátt fyrir tilfallandi ágreining íslendinga og Breta um sjávarútvegsmál og bankastarfsemi hafa lengi verið mikil tengsl á milli landanna á sviði viðskipta, menningar og stjórnmála. Þau tengsl munu klárlega ekki minnka eftir að Bretland hefur sagt skilið við Evrópusambandið og orðið á ný þjóð á meðal þjóða. HjörturJ. Guðmundsson er sagnfræðingur og MA í alþjóðasamskiptum. Illuga Jökulssyni svarað lllugi Jökuls- son, rit- höfundur og dagskrár- gerðarmaður, skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu síðastliðinn: „Þegar barnabörnin verða komin á táningsaldurinn og farin að glugga eitt- hvað ífslandssögu, þá munu þau uppgötva að ég var á skikkanlegum aldri þegar menn eins og Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð léku lausum hala á íslandi. Og þau munu spyrja:„Heyrðu afi, hvaða rugl var eiginlega í gangi þarna?" Og ég opna munn- inn til að reyna að svara en finn allt í einu að mér verður orða vant og að lokum geifla ég mig bara framan í þau og segi flótta- lega:„Hei, krakkar, er alveg öruggt að þið eruð hætt í Playmo?" Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor gat ekki stillt sig um að svara llluga og skrifaði: „Ólafur Ragnar hafði óveruleg áhrif á stjórnmál fyrr en 2004, þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Það verður fróðlegt að heyra þig útskýra fyrir barnabörn- unum, hvers vegna þú studdir hann í því máli, en tilgangurfjölmiðlalag- anna var að koma í veg fyrir, að auðjöfrar réðu öllu um skoðanamyndun í landinu. Næstu árin réðu bankarnir öllu á fslandi. M.a. þess vegna skelltu Islendingar skollaeyrum við öllum viðvörunum erlendra greiningaraðila og banka. Davíð Oddsson lét af embætti forsætis- ráðherra 2004. Þeir Davíð og Ólafur Ragnar voru því ekki samtímis valdamenn. Enn frekar verður gaman að heyra þig útskýra fyrir barnaþörnunum, hvers vegna margir vinstri menn vildu, að við greiddum skuldir óreiðumanna, eins og Bretarog Hollendingar kröfðust, í stað þess að þeir bæru sjálfir ábyrgð á þeim ásamt viðskiptavinum þeirra. Þar þeittu þeir sér allir gegn hinum fárán- legu samningum Svavars, Davíð, Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð. Eini snertiflötur þeirra þriggja í stjórnmálum er því lcesave-málið. Það verður nóg um útskýringarefni, en sennilega fátt um svör." ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 29

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.