Þjóðmál - 01.09.2016, Side 35

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 35
peningastefnunnar hefur umgjörð efna- hagsmála verið styrkt til muna sem og starfsumhverfi ijármálafyrirtækja. Þessar umbætur munu í senn styðja við framkvæmd peningastefnunnar og draga verulega úr líkum á því að bankarnir verði á ný rót efna- hags- og fjármálalegs óstöðugleika. Ný lög um opinber fjárlög munu leiða til gjörbreyttrar framkvæmdar opinberra flármála. Með lögunum hefur hagstjórnarlegt hlutverk opinberra fjármála verið styrkt með stefnumörkun til lengri tíma en áður, skýrum fjármálareglum og áætlanagerð fyrir hið opinbera í heild í stað aðeins ríkissjóðs áður. Sérstaklega er kveðið á um það að stefnan í opinberum flármálum stuðli að jafnvægi í efnahagsmálum. Með þessum umbótum er lagður grunnur að bættri samþættingu hag- stjórnar og stuðningi stefnunnar í opinberum fjármálum við peningastefnuna. Við hlið stefnu í peningamálum og opin- berum flármálum hefur verið komið þriðju stoð hagstjórnarinnar, fjármálastöðugleika, með stofnun fjármálastöðugleikaráðs, ákvæði í lögum um Seðlabankann um að hann skuli stuðla að fjármálastöðugleika og með fyrirhugaðri upptöku nýrra úrræða á borð við eiginfjárauka fjármálafyrirtækja, hámark á veðhlutföll og takmarkanir á lánum í erlendri mynt. Bætt stofnanaumgjörð gerir mögulegt að hafa eftirlit bæði með heilbrigði einstakra fjármálastofnana og samspili þeirra á milli og við aðra þætti efnahagslífsins. Af þessu má vera Ijóst að umgjörð pen- ingamálastefnunnar og ríkisfjármála verður eftir afnám fjármagnshafta langtum traustari en var fyrir bankahrunið. Þar skipta einnig máli aðgerðir til að stemma stigu við innflæði vaxtamunarfjármagns. Um leið verður hag- stjórn til lengri tíma litið skilvirkari og betur hæf til að bregðast við kerfisáhættum og/eða sveiflum íhagkerfinu. Ríkisfjármál og skattar Með fyrstu fjárlögum sínum snéri ríkisstjórnin við viðvarandi hallarekstri ríkissjóðs. Fjár- lögum er nú skilað með afgangi og afkoma ríkissjóðs hefur batnað stórkostlega. Á næsta ári munu einstaklingar borga 15 milljörðum minna í tekjuskatt en efínotkun væri sama kerfið og gilti árið 2013 þegar ný ríkisstjórn tók við. Uppgreiðsla erlendra lána, bætt lánshæfis- mat og mun lægri vaxtakostnaður mun gera ríkissjóði kleyft að styðja við og efla velferðar- kerfið. í rekstri ríkissjóðs skiptir mestu að frum- jöfnuður ársins 2014 var jákvæður um sem nemur 5,3% af landsframleiðslu, sem strax var veruleg breyting frá árinu á undan. Á árinu 2014 var ríkissjóður með hreinan lánsfjárafgang sem nam um 4% af lands- framleiðslu, samanborið við 1,6% lánsfjárþörf árið áður. Þetta var hagstæðari niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir. Það stefnir í að frumjöfnuður ríkissjóðs frá 2013 að telja og til ársloka 2016 verði með afgangi uppá tæplega 650 milljarða króna sem ereinstakur árangur. Veturinn 2014-2015 varlögðframá Alþingi ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára (2016-2019) og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert. Um er að ræða pólitíska stefnumörkun um umgjörð fyrir komandi ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 33

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.