Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 54

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 54
Tvenns konar efnisatriði standa upp úr gagnrýni prófessorsins, og hefur höfundur þessarar greinar iðulega viðrað áhyggjur sínar af þeim báðum á vefsetri sínu6) á léni Morgunblaðsins. Fyrra atriðið er rekstraröryggi strengsins og gríðarlegt tekjutap ásamt beinum kostnaði, sem tíðar og/eða langvinnar bilanir í strengnum geta leitt til, og því miður er líklegt, að viðgerðir dragist á langinn vegna vandkvæða við nákvæma staðsetn- ingu bilunar og hamlandi sjólags á viðgerðarstað í Norður-Atlantshafi, en kyrrt verður að vera í sjóinn í nokkra sólarhringa samfellt fyrir viðgerðar- skipið yfir bilunarstaðnum. að gefa mjög takmarkaðar og veigalitlar tæknilegar og fjárhagslegar upplýsingar um sæstrengsfyrirætlun sína. Þegartraustan tæknilegan grundvöll verkefnis skortir, þá verður kostnaðaráætlun þess jafnan í skötulíki. Hvernig á annað að vera? Sú er því miður líka reyndin með téða Skýrslu , eins og sýnt verður fram á síðar í þessum kafla, en fyrst er rétt að leiða fram prófessor í rafmagnsverk- fræði51 til vitnis um, hvernig skýrsluhöfundar skauta létt yfir þetta grundvallaratriði flókins brautryðjendaverkefnis: „Ég nefni sem sagt hér eftirfarandi tvo mikilvæga ágalla [við skýrsluna - innsk. höf.]: í fyrsta lagi, að rekstrar- og viðgerðar- kostnað sæstrengs skortir. Ekki verður séð, að skýrslan geri ráð fyrir neinum slíkum kostnaði, og hvergi verður séð, að getið sé kostnaðarforsendna á árlegum rekstrarkostnaði. Vissulega erfjallað um bilanir strengs og„uppitíma" strengsins, þ.e. hversu lengi að meðaltali hann er í lagi, en ekki getið um til hvaða árlegs kostnaðar þessar bilanir muni leiða að meðaltali. Ljóst er, að viðgerðarkostnaður í bilanatilfellum getur verið verulegur, svo sem þegar viðgerðaskip þarf að dvelja vikum saman við viðgerðir úti á rúmsjó eða bíða hagstæðs veðurs. Þetta atriði er grundvallaratriði slíkrar athugunar og óásættanlegt, að slík skýrsla geri ekki grein fyrir því eða jafnvel sleppi í niðurstöðum, ef svoer. Hafi rekstrarkostnaðurveriðfelldur inn í stofnkostnað eða hann birtur ein- hvers staðar í fylgiskjölum, ber að taka slíkt saman og lýsa í meginskýrslu, svo hún sé trúverðug. Annað, meira tæknilegt, en þó afar mikil- vægt atriði, ertúlkun íslenzka kerfisins í tölvulíkani. Vitnað er í hermunarlíkanið Bid3 frá samstarfsaðilanum Pöyry, án þess að séð verði, að náð sé yfir íslenzka raforkukerfið og sérstaka eiginleika þess á viðunandi hátt. Engin lýsing er gefin á, hvernig rennsli, miðlanir, virkjanir og túr- bínur kerfisins eru felldar inn í slíkt líkan." Umrædd sæstrengsskýrsla er hið skársta, sem gefið hefur verið út að hálfu ríkisins, þ.e. ráðuneytis og Landsvirkjunar, um þetta risaverkefni á íslenzkan mælikvarða. Samt fær hún lága einkunn hjá prófessor í raf- magnsverkfræði við Háskóla íslands, jafn- vel falleinkunn, þar sem grundvallarreglur skýrsluskrifa eru virtar að vettugi. Ritstjórn skýrslunnar var sem sagt ábótavant, og það er sorglegt, að skýrslurýnin skuli ekki hafa verið beysnari. Það hefði verið einnar messu virði að keyra straumrof sæstrengsins undir fullu álagi í herminum, Bid3, og skýra frá því í skýrslunni, hvernig íslenzka raforkukerfið bregst við rofi á 1000 MW eða jafnvel topp- álaginu 1500 MW. Það yrðu ófagrar lýsingar, nema beittverði dýrum mótvægisaðgerðum, því að innlenda kerfið þolir núna illa brottfall á 100 MW út af stofnkerfinu. Það er óviðun- andi fyrir almenning eða fulltrúa hans að fá vanreifaða greinargerð upp í hendurnar um risaverkefni, þar sem opinþerum fyrirtækjum, stofnunum og innlendum fjárfestingaraðilum er ætlað að leika stórt hlutverk. Þegar þannig er í pottinn búið, vakna óneitanlega grunsemdir um blekkingariðju eða verkefnis- stjórn í skötulíki. 52 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.