Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 56

Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 56
Mesta dýpi ISSLINK, 1200 m ertæplega 10-falt mesta dýpi Basslink. Veðurfar er yfirleitt miklu verra á Norður-Atlantshafi en á sundinu, sem BASSLINK þverar. Enginn sæstrengur, sem hingað til hefur verið lagður, kemst í hálfkvisti við ISSLINK í einu hafi (án millitengingar á landi). Þess vegna mun verða reynt að reka hann á eins hárri spennu og„tæknin leyfir", en sá er gallinn á gjöf Njarðar, að engin rekstrarreynsla er fyrir hendi fyrir væntanlega nýja gerð einangrunar, svo að rennt er blint í sjóinn í bókstaflegri merkingu með rekstraröryggið, eins og með BASSLINK á sínum tíma. eðlilegur fjárhagslegur afskriftartími slíkra sæstrengja er 25 ár. Þegar höfundur reiknar út kostnað við orkuflutninga um sæstreng, miðar hann við þennan afskriftartíma og ávöxtunarkröfuna 10% vegna áhættu við fjárfestinguna. Nú er þess að geta, að Bass- link var lengsti sæstrengur í heimi, þegar hann var lagður. Til að halda orkutöpum og spennufalli í skefjum án þess að nota gildari leiðara eru þróuð nýeinangrunarefni, sem þola hærri spennu. í þessu tilviki kann öldrun nýrrar einangrunargerðar að hafa verið hraðari en framleiðandinn átti von á við gefnar aðstæður. Þar sem þróunaróvissa af þessu tagi bætist við aðra rekstraróvissu, er nauðsynlegt að bregðast við í arðsemis- útreikningunum með því að hækka ávöxtun- arkröfuna og/eða að stytta afskriftartímann. Þá verður strengurinn enn dýrari í rekstri, því að eigendur hans hafa þá styttri tíma til að greiða strenginn og mannvirki hans upp. Aflstrengurinn á milli fslands og Skotlands, sem lýst er í Skýrslunni, hér nefndur ISSLINK til hægðarauka, er 4,14-falt lengri en BASS- LINK, og liggurað jafnaði á um 5,88-földu dýpi BASSLINK-strengsins. Mesta dýpi ISSLINK, 1200 m er tæplega 10-falt mesta dýpi Basslink. Veðurfareryfirleitt miklu verra á Norður-Atlantshafi en á sundinu, sem BASSLINK þverar. Enginn sæstrengur, sem hingað til hefur verið lagður, kemst í hálfkvisti við ISSLINK í einu hafi (án milliteng- ingar á landi). Þess vegna mun verða reynt að reka hann á eins hárri spennu og„tæknin leyfir", en sá er gallinn á gjöf Njarðar, að engin rekstrarreynsla er fyrir hendi fyrir væntanlega nýja gerð einangrunar, svo að rennt er blint í sjóinn í bókstaflegri merkingu með rekstrar- öryggið, eins og með BASSLINK á sínum tíma. Ef reikna má með, að tíðar rekstrartrufl- anir verði á ISSLINK eftir 10 ár í rekstri, þá er tæknilegur og fjárhagslegur grundvöllur strengsins gjörsamlega brostinn. Ef reikna má með, að á 11 ára skeiði sé strengurinn úr rekstri vegna viðhalds og viðgerða hátt í heilt ár, þá verður meðalflutningsgeta hans ekki 1000 MW, heldur um 900 MW, sem gerir strenginn enn óhagkvæmari, og mátti hann þó ekki við því, eins og rakið verður í þessum kafla. Þetta sýnir í hnotskurn réttmæti gagn- rýni prófessor Egils51. Það eru aðeins tvær leiðir til að ná afkomuóvissu virkjana, sem reistar eru til að framleiða inn á sæstrenginn, og afkomuóvissu hans sjálfs, niður í viðunandi horf1. Þær eru að tryggja sæstrenginn hjá tryggingafélagi gagnvart tjóni af völdum ytri áverka og innri bilana, eða að leggja í upphafi 2 sæstrengi. BASSLINK mun hafa verið tryggður gagnvart hvers konar viðgerðarkostnaði, en óvíst er, hver ber sölutapiðTassmaníumegin og tjón orkukaupandans í Ástralíu vegna óafhentrar orku. Strengurinn er 500 MW með 630 MW toppálagsgetu, svo að hugsanlega hafa virkjanir íTassmaníu tapað sölu á 2,5 TWh, sem, til samanburðar, er tæplega 14%af árs vinnslugetu virkjana á íslandi um þessar mundir. Hér skal fullyrða, að m.v. núverandi verðlagshorfur á orkumörkuðum mun þessi aukna rekstraróvissa, sem hér hefur verið kynnt til sögunnar, duga til að eyða áhuga hugsanlegra fjárfesta á ISSLINK-verkefninu. 54 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.