Þjóðmál - 01.09.2016, Page 56

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 56
Mesta dýpi ISSLINK, 1200 m ertæplega 10-falt mesta dýpi Basslink. Veðurfar er yfirleitt miklu verra á Norður-Atlantshafi en á sundinu, sem BASSLINK þverar. Enginn sæstrengur, sem hingað til hefur verið lagður, kemst í hálfkvisti við ISSLINK í einu hafi (án millitengingar á landi). Þess vegna mun verða reynt að reka hann á eins hárri spennu og„tæknin leyfir", en sá er gallinn á gjöf Njarðar, að engin rekstrarreynsla er fyrir hendi fyrir væntanlega nýja gerð einangrunar, svo að rennt er blint í sjóinn í bókstaflegri merkingu með rekstraröryggið, eins og með BASSLINK á sínum tíma. eðlilegur fjárhagslegur afskriftartími slíkra sæstrengja er 25 ár. Þegar höfundur reiknar út kostnað við orkuflutninga um sæstreng, miðar hann við þennan afskriftartíma og ávöxtunarkröfuna 10% vegna áhættu við fjárfestinguna. Nú er þess að geta, að Bass- link var lengsti sæstrengur í heimi, þegar hann var lagður. Til að halda orkutöpum og spennufalli í skefjum án þess að nota gildari leiðara eru þróuð nýeinangrunarefni, sem þola hærri spennu. í þessu tilviki kann öldrun nýrrar einangrunargerðar að hafa verið hraðari en framleiðandinn átti von á við gefnar aðstæður. Þar sem þróunaróvissa af þessu tagi bætist við aðra rekstraróvissu, er nauðsynlegt að bregðast við í arðsemis- útreikningunum með því að hækka ávöxtun- arkröfuna og/eða að stytta afskriftartímann. Þá verður strengurinn enn dýrari í rekstri, því að eigendur hans hafa þá styttri tíma til að greiða strenginn og mannvirki hans upp. Aflstrengurinn á milli fslands og Skotlands, sem lýst er í Skýrslunni, hér nefndur ISSLINK til hægðarauka, er 4,14-falt lengri en BASS- LINK, og liggurað jafnaði á um 5,88-földu dýpi BASSLINK-strengsins. Mesta dýpi ISSLINK, 1200 m er tæplega 10-falt mesta dýpi Basslink. Veðurfareryfirleitt miklu verra á Norður-Atlantshafi en á sundinu, sem BASSLINK þverar. Enginn sæstrengur, sem hingað til hefur verið lagður, kemst í hálfkvisti við ISSLINK í einu hafi (án milliteng- ingar á landi). Þess vegna mun verða reynt að reka hann á eins hárri spennu og„tæknin leyfir", en sá er gallinn á gjöf Njarðar, að engin rekstrarreynsla er fyrir hendi fyrir væntanlega nýja gerð einangrunar, svo að rennt er blint í sjóinn í bókstaflegri merkingu með rekstrar- öryggið, eins og með BASSLINK á sínum tíma. Ef reikna má með, að tíðar rekstrartrufl- anir verði á ISSLINK eftir 10 ár í rekstri, þá er tæknilegur og fjárhagslegur grundvöllur strengsins gjörsamlega brostinn. Ef reikna má með, að á 11 ára skeiði sé strengurinn úr rekstri vegna viðhalds og viðgerða hátt í heilt ár, þá verður meðalflutningsgeta hans ekki 1000 MW, heldur um 900 MW, sem gerir strenginn enn óhagkvæmari, og mátti hann þó ekki við því, eins og rakið verður í þessum kafla. Þetta sýnir í hnotskurn réttmæti gagn- rýni prófessor Egils51. Það eru aðeins tvær leiðir til að ná afkomuóvissu virkjana, sem reistar eru til að framleiða inn á sæstrenginn, og afkomuóvissu hans sjálfs, niður í viðunandi horf1. Þær eru að tryggja sæstrenginn hjá tryggingafélagi gagnvart tjóni af völdum ytri áverka og innri bilana, eða að leggja í upphafi 2 sæstrengi. BASSLINK mun hafa verið tryggður gagnvart hvers konar viðgerðarkostnaði, en óvíst er, hver ber sölutapiðTassmaníumegin og tjón orkukaupandans í Ástralíu vegna óafhentrar orku. Strengurinn er 500 MW með 630 MW toppálagsgetu, svo að hugsanlega hafa virkjanir íTassmaníu tapað sölu á 2,5 TWh, sem, til samanburðar, er tæplega 14%af árs vinnslugetu virkjana á íslandi um þessar mundir. Hér skal fullyrða, að m.v. núverandi verðlagshorfur á orkumörkuðum mun þessi aukna rekstraróvissa, sem hér hefur verið kynnt til sögunnar, duga til að eyða áhuga hugsanlegra fjárfesta á ISSLINK-verkefninu. 54 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.