Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 60
Er verjandi að sóa takmarkaðri auðlind með þessum
hætti, rúmlega 100MW, að þarflausu? Þettajafngildir t.d.
orkuþörf rúmlega 20.000 heimila með rafhitun. Það lætur
nærri, að þetta mundi þýða þreföldun allra núverandi
orkutapa stofnkerfis landsins.
ásamt að standa straum af glötuðum
sölutekjum vegna rofs, sem gætu numið
57 MUSD/ár. M.v. kostnaðaráætlun í
Skýrslunni, nemur rekstarkostnaður 78
MUSD/ár, en rekstrarkostnaður samkvæmt
EAI er 169 MUSD/ár. Það hefur komið
fram7), að úthaldskostnaður viðgerðar-
skips sé 10 MISK/d eða 81 kUSD/d. Ef
bilun verður einu sinni á áratug og
viðgerð stendur yfir í hálft ár, þá verður
kostnaður viðgerðarskips 1,5 MUSD/ár, og
efniskostnaður gæti numið 1,0 MUSD/ár.
Viðhaldskostnaður gæti numið 0,5 USD/
ár, svo að viðhalds- og viðgerðarkostnaður
nemur þá 3,0 MUSD/ár. Fyrirsjáanlegur
rekstrarkostnaður alls er þannig 60 MUSD/
ár (57+3 ) og ófyrirséður rekstrarkostnaður
20-110 MUSD/ár eftir því, hvort miðað
er við Skýrsluna eða EAI. Þegar rennt er
jafnblint í sjóinn með rekstur á kerfi, sem
er að mörgu leyti tilraunaverkefni, er ekki
óeðlilegt að miða við hærri töluna.
• Metin ávöxtunarkrafa sæstrengsverkefnis-
ins er hér 10%/ár, sem helgast af óvissu
tengdri nettó tekjustreymi fjárfestingarinnar.
• Valinn afskriftartími fjárfestingarinnar er
25 ár, og er hann í samræmi við Skýrsluna,
enda er ekki þorandi að búast við lengri
tæknilegum endingartíma strengsins, sem
þýðir, að bilanatíðni strengsins kann að
verða svo há eftir aldarfjórðung í rekstri,
að borgi sig betur að leggja annan streng
og nota þann gamla sem vara. Með hlið-
sjón af reynslunni af BASSLINK71 gætu
komið upp gallar eða veikleikar í einangrun
eða samskeytum á strengnum, sem stytta
mundu endingu hans.
• Með þessu móti fæst árlegur heildar-
kostnaður vegna orkuflutnings um
sæstrengsmannvirkin MUSD 403, og til
að standa straum af honum þarf einingar-
verðtil eiganda mannvirkjanna að vera
46 USD/MWh samkvæmt Skýrslunni,
en 94 USD/MWh samkvæmt EAI og
viðmiðun höfundar fyrir ISSLINK.
Orkuverðið, sem þarf að fást fyrir raforkuna
Skotlandsmegin er þannig 34 + 46 = 80 USD/
MWh samkvæmt Skýrslunni, en 34 + 94 =
128 USD/MWh samkvæmt EAI, sem höfundur
telur mun sennilegra gildi, eins og komið
hefur fram. Nauðsynlegt orkuverð íslands-
megin verður enn hærra. Flutningskostnaður
er sá sami báðar leiðir, en með orkuverði á
Englandi 50 USD/MWh verður kostnaður við
orku, sem komin er til íslands alla leið frá Eng-
landi um 150 USD/MWh eða um 18 ISK/kWh.
Þetta er hærra verð en almenningur greiðir
með flutningsgjaldi og virðisaukaskatti um
þessar mundir.
Þegar orkuverð á Englandi í GBP/MWh er
til skoðunar, er nauðsynlegt að taka gengis-
sveiflur með í reikninginn. Árin 2007-2008
var raforkuverð hátt á Englandi eða yfir 90
58 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016