Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 70
MANNLÍF, TRÚ OG MENNING Þorsteinn Antonsson: Nýlendulok II 6. Synir eyðimerkurinnar Ég hef sérstakar tilfinningar til araba og miðausturlanda og hef haft frá því ég var barn. Ekki vegna þess að ég hafi farið um þær slóðir á þeim tíma, alls ekki, heldur vegna hins að ég var heimilisfólki mínu í barnæsku, einkum þrem móðursystrum og ömmu, títt til vandræða þegar ég átti að fara að sofa á kvöldin. Úrræðið var að lesa fyrir mig meðan ég var of lítill til að gera það sjálfur. Það kom í Ijós að 1001 nótt í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar hentaði einkar vel, líklega helst vegna þess hve flókin sagnavefurinn var og efnið langsótt fyrir Reykjavíkurkrakka um miðja síðustu öld. Og ekki síður fyrir stílinn, málfarið, trúi ég í dag. Ég stend í þeirri meiningu að öll bindin hafi verið lesin fyrir mig hvert á eftir öðru. Ég held að ég búi enn að því að hafa fylgt sögukonu Þúsund og einnar nætur inn í nóttina um þessa löngu sagnaslóð, konunni sem ein komst undan grimmd soldánsins og þá fyrir kænsku sína. Meðan á lestrinum stóð var ég gagntekinn af því siðferði sem sögurnar bera með sér. Það lá nefnilega fyrir þessari ánauðugu konu að verða hálshöggvin að morgni ef ekki gekk vel til með söguflutninginn. Þannig hafði farið fyrir þeim mörgum þegar kom að ambáttinni Scheherazade að létta lund soldánsins. Móðir mín sem bjó annars staðar hafði á sína vísu fundið sér hugarsvölun í indverskum fræðum og hún hélt þeim að mér þegar hún náði til mín. Amma, fóstran, sem var raunsæ um flest, kenndi mér að umgangast trúarrit gyðinga af gamaldags tortryggni sagnaömmunnar á sannleiksgildi efnisins. Austan við ríki araba eru lönd þar sem andahyggja móður minnar ríkti en vestan við er land Biblíusagna eins og allir vita. Arabar voru kallaðir synir eyðimerkurinnar á heimili mínu við Fjölnisveg þegar ég var á þeim aldri að sofna út frá sögum 1001 nætur. Enda var flestra álit heima að sandur væri helsta einkenni ríkja araba, sumstaðar sólgulur, annars staðar mjallhvítur. Auk hans vindsorfin hrjóstur sem tímaspursmál eitt er hvenær hverfa að fullu og fyrir liggi sand- öldureða jafnvel bara harðbarið berangur af eyðimerkurvindum, sorfið af sandbyljum og brotið niður af hitasveiflum sem víða eru miklar á eyðimörkum araba - á þeim slóðum mylja sólfarsvindar klappir og breyta þeim í kennimarkalausa auðn. Þessar aðstæður hafa mótað menningu araba um aldir og árþúsundir. Lífsbaráttu araba á okkar tíma fylgja ýmis einkenni sem minna á þessa harðneskju alla, skýr kynjamunur, grimmi- legar orrustur milli ættbálka og frumstæð samfélagsskipun, byggðá höfðingjaættum sem til skamms tíma hafa haft ægivald yfir hinum lægra settu meðal kynflokksins. En ekki bara hirðingjalíf ítjöldum milli úlfalda- reiða um eyðimörkina í leit að vatnsbólum heldur var, eftir þeim upplýsingum sem ég hef úr 1001 nótt æsku minnar, annað helsta kennimerkið á löndum araba óhemjuleg auðævi hástéttar, þar með taldar glæsihall- ir svo að ekki verður á okkar tíð til annars jafnað en ríkja eins og Dubai, furstadæmisins ævintýralega við Persaflóa. Mér lærðist líka snemma að arabískar konur eru klókar og það svo að þær leika stundum á karla sína og þá stundum grátt. Líklega vitnar þjóðsagna- 68 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.