Þjóðmál - 01.09.2016, Side 71

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 71
1001 nótt. Ævintýrin hafa heillað kynslóðir ekki síst á Vesturlöndum. Aladdin og töfralampinnhafa verið efniviður í kvikmyndir, teiknimyndir, leikrit og drauma. Þorsteinn Antonsson segist enn búa að því„að hafa fylgt sögukonu Þúsund og einnar nætur inn i nóttina um þessa löngu sagnaslóð, konunni sem ein komst undan grimmd soldánsins og þá fyrir kænsku slna". Ljósmynd: Maryestherrr heimur araba fyrst og fremst um óskir fólks sem orðið hefur að lifa í ótal kynslóðir við hörð lífskjör, jafnvel svo að jafna megi til lífs- kjara eskimóa þótt úrræði þessara kynþátta séu gagnólík við lífsbjörgina. Fyrir tilviljun hafa arabaríki nútímans náð að verða auðug- ustu ríki veraldar. Vegna jarðolíunnar sem leiðir af því, að í fyrndinni var gróðursæld mikil þar sem nú eru hinir miklu sandflákar landa þeirra. Undir gríðarlegu fargi jarðveg- arins urðu gróðurminjar að olíu.Tilviljun? Förum ekki lengra með þá spurningu. Við bættist að einokun olíuauðhringa hefur hindrað Vesturveldin í að koma sér upp heilsusamlegri orkugjafa svo að einhver brögð séu að. Arabískir ættarhöfðingjar létu tilleiðast og gengust undir merki Múhameðs á sjöundu öld. Áður skiptust arabar eins og aðrar frum- þjóðir hvarvetna á byggðu bóli í ættbálka sem lifðu hirðingjalífi frá Atlantshafsströnd í vestri að Persaflóa í austri og svo langt til suðurs í Sahara-eyðimörkinni sem lífvænt var. Múslímatrú sameinaði araba undir eitt merki. Til varð með þeim Osmanska stórveldið undir stjórn eins manns sem náði þegar mest var inn á miðjan Spán frá suðri og yfirTyrklands- skaga og stóra spildu af Balkanskaga. Þaðan voru arabar að mestu hraktir öldum síðar austuryfir Bosporussund sem aðskilur Evrópu og Asíu. Þetta stórveldi araba leið ekki undir lok fyrr en í heimstyrjöldinni fyrri. Arabar eru erfðafræðilega af einum og sama stofni. Sama er auðvitað hægt að segja um flesta jarðarbúa ef seilst er nógu langt aftur í tímann. En þeir ættstofnar sem til er tekið og hafa náð að dafna eru margir og erfðirnar hafa fléttast á ótal vegu hver um ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 69

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.