Þjóðmál - 01.09.2016, Page 75

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 75
tveggja kennimarkið illskiljanlegt fólki sem byggt hafði menningu sína á kynþáttum og ættbálkasiðferði frá fyrstu tíð. Enn bætist við ringulreiðina eftir brottför nýlendudrottnanna, að landamærin sem strikuð höfðu verið á kortið og kynslóðum saman verið miðað við, höfðu varla merkingu eftir brotthvarf höfunda þeirra fyrir aðra en þá heimamenn sem lært höfðu að hlýða hinum aðkomnu valdhöfum sem fyrir þá hugsuðu. Þar með týndust tengsl við siði hinna sjálfstæðari heimamanna. Kringumstæður sem eru hinar bestu mögulegu fýrir upprennandi öfgahópa, borgarastyrjaldirog jafnvel þjóðarmorð eins og dæmin sanna (Rúanda). 8. SvartaAfríka Á líðandi stund teljast frumbyggjar Afríku og hluta Asíu tilheyra þessu tiltekna landi eða hinu en gamla sagan hefur tekið sig upp öðru hverju, ættbálkar hafa farið í hár saman og átt í ófriði meðan verið var að koma skipun á stjórn ættbálkanna á löndum og siðvenjum sem hver deiluaðili um sig hefur talið sína frá fornu fari. Reynt er að stilla til friðar að evrópskum og bandarískum skiln- ingi á hvað sé friður og hvað ekki. Vesturveldin reyna að koma á lýðræði meðal fólks sem skilur ekki einu sinni að það sé einstaklingar, samkvæmt áliti og menningu Evrópubúa. Flóknu samningaferli við innfædda vindur fram í þessu skyni - á máli hinna fyrrverandi herraþjóða, frönsku, ensku, spænsku, portúgölsku. Verra þó: ættbálkar, sem frá alda öðli áttu í erjum sín í milli standa skyndilega berskjaldaðir hver gagnvart öðrum, að nýlenduherrunum brottgengnum. Og þá þarf ekki að því að spyrja, afleiðingin hefur orðið illvígar erjur og jafnvel útrýmingarstríð eins ættbálks gagnvart öðrum. Svona hefur ástandið verið í Afríku, sunnan Sahara. Og sumpart meðal arabaþjóðanna. Nú er landið Jemen á Araþfuskaga að liðast sundur. Jemen hefur verið hinum auðugu Sádí-Aröbum í næsta nágrenni meinturfrið- spillir líkt og Kúba var Bandaríkjamönnum í marga áratugi. Sádar styðja stjórnvöld í þessu nágrannaríki sínu gegn skæruliðum fremur enn eiga von á að fá yfir sig hirðingaþjóð sem ekkert skyn bera á landamörk nútímans. Öll„lönd" Afríku voru um aldir nýlendur Evrópuríkja en var flestum veitt frelsi um og eftir seinni heimstyrjöldina. Fram að nýlendu- tímabilinu lögðu Afríkubúarannan skilning í það að eiga heima í„landi" en þeim var síðar innrætt, hvort sem landið var eyðimerkur eða frumskógar. Land var frumbyggjunum óhlut- bundið ástand, þeir tilheyrðu ekki landi að evrópskum skilningi heldur ættbálkum, frum- skógum, eyðimörkum, sem sé náttúruöflum sem þeir persónugerðu í einni eða annarri mynd og dýrkuðu í framhaldi af því. Eðli málsins samkvæmt eru slík samfélög sniðin eftir fjölskyldum manna og verða því aldrei stór að nútímaskilningi. Slík ættþálkasam- félög eru frumstig samfélaga hvarvetna þar sem menn hafa búið sér ból á sögulegri tíð. Þróunin hefur síðan víðast hvar orðið sú að fleiri eða færi ættbálkasamfélög sameinast undir einn höfðingja; mann sem reynst hefur hæfari en aðrir menn á því landsvæði til að ná yfirburðatökum á heimafólki sínu og nágrönnum þess. f Afríku sunnan Sahara, þar sem eingöngu bjuggu blökkumenn, drógu lífsskilyrðin úr líkunum á að vald yfir fjölmenni safnaðist undir forræði eins manns af kynþætti innfæddra, með siðaðri hætti en gerist hvarvetna í óaldarflokkum. Einmitt sú hefur orðið raunin eins og t.d. í Kenía. Treglega hefur gengið að hefja nútímalegri stig byggðaþróunar í mörgum Afríkuríkja og tæpast er við hæfi að telja að þjóðernis- vitund komist af því stigi í þeim löndum að verða annað en átakamál milli forystumanna óaldarflokka sem annar eða báðir eru á mála hjá stórfyrirtækjum sem ásælast námuauð og ódýrt vinnuafl þess lands. Eins og íslendingar hafa margar Afríku- þjóðir ruglað saman hugtökunum þjóð og þjóðfélag. Hið síðara orð byggist á lögum og lagabálkum. Þjóðerni er á hinn bóginn órætt ástand, tilfinningar fremur en annað. Á frumskeiði í sögu þjóðar safnast vald undir einn mann og ætt hans. Þegar lengra líður og þessi þróun helst órofin verður vald höfðingj- ans að goðsögn um þann mann og ætt hans. ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 73

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.