Þjóðmál - 01.09.2016, Side 78

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 78
kynslóðanna út frá hefðbundnum fyrirmynd- um. Áherslur á siðrænt atferli hafa mótað mannfólkið í að minnsta kosti 100.000 ár. Eigi enn að heita svo, að áunnir eiginleikar erfist ekki, má vel vísa til skýringa líffræðinnar á því hvers vegna tegundir breytast samt í aðrar. Um menn gildir, hvað sem öðru líður, að þeir hæfustu endast lengur, geta af sér burðugri afkvæmi, komast frekar til þroska og áhrifa en aðrir sem ekki eru sömu kostum búnir. Þessir yfirburðir auka líkurnar á, að mann- fólkið í sömu byggðum taki á sig einkenni þeirra hæfustu við þær aðstæður sem þar ríkja og þróun manngildis beinist í þá átt. Mökun fer fram samkvæmt ströng rítúali hjá öllum skepnum og í sama tilgangi, að þeir hæfustu nái lengst. Ólíkt öðrum dýrum koma menn sér af ásetningi upp reglum sem beina þróun mannsins á valinn veg og telst vera menning. Lífsnautn dýra hefur augljóst markmið, hún beinir skepnunni að því að uppfyll- ingu náttúrlegra þarfa sinna. Þessu er ekki á þann veg varið með menn. Þeim hæfustu voru kennd meinlæti. í nútímaþjóðfélagi er lífsnautn markmið manna en þó ekki hinn náttúrlegi tilgangur hennar eins og á hinn bóginn gildir um skepnur. Mótun menningar markaðsþjóðfélags ræðst af því að njóta leið- sagnar nautna en sleppa við afleiðingarnar. Samtakamáttur manna beinist að því að blekkingar standi undir vellíðan að öllu leyti. Reynslan sýnir að því flóknari sem hinn menn- ingarlegi vefnaður er, sem maðurinn á allt sitt undir, þeim mun líklegri er sá vefnaður til að skapa mönnum betri lífsskilyrði fyrir hinar sértæku þarfir sínar, án tillits til hins náttúru- lega samhengis. Dýr hafa arfbundið kerfi eðlisávísana sem halda þeim við að vera það sem þau eru. Þau hafa tegundarminni. Menn voru á einhverju stigi málsins undir sömu lögmál settir. Forfeður og formæður okkar tóku svo að tala saman á mannlegu máli, tóku að mynda orð úr náttúruhljóðum með talfærum og svo í framhaldi af því draga upp tákn. Frummenn ekki síður en okkur nútíma- menn dreymdi myndríka drauma í óræðu samhengi. Drauma sem urðu frummönnum í stað milljóna ára sem náttúran þarf til að búa til dýrategund koma kynslóðir manna sem komist hafa upp á lag með að stýra hegðun sinni og markmiðum eftir menningarlega fyrirskrifuðum ímyndum, núorðið tískubundnum, óháð því hverjar eðlisávísanir manna eru. Kynslóðir koma og fara og búa með skipu- lögðum lifnaðarháttum sínum framtíðinni enn ríkulegri skilyrði en þeirra sjálfra til frjálsræðis manna gagnvart náttúrulögmálunum. að leiðum til að lifa í fjölræðari veruleika en skepnur geta gert. Þeir draumar dags og nætur gera frelsistilfinningar að meginmark- miði mannlífs og menn láta í framhaldi af því stjórnast af menningu í stað eðlisávísunar. Frumbyggjar víðsvegar um heiminn drógu upp hellamyndir, þeirtöluðu með líkams- tjáningu og þegar lengra leið með orðum sem þeir mynduðu eins og við nútímamenn með talfærum sínum og hugsunum. Því fylgir að okkur seinni tíma mönnum er uppálagt að auka við þessar lærðu merkingar kynslóð eftir kynslóð eftir aðstæðum og afkomendum. í stað milljóna ára sem náttúran þarf til að búa til dýrategund koma kynslóðir manna sem komist hafa upp á lag með að stýra hegðun sinni og markmiðum eftir menningarlega fyrirskrifuðum ímyndum, núorðið tísku- bundnum, óháð því hverjar eðlisávísanir manna eru. Kynslóðir koma og fara og búa með skipulögðum lifnaðarháttum sínum framtíðinni enn ríkulegri skilyrði en þeirra sjálfra til frjálsræðis manna gagnvart náttúru- lögmálunum.Tegundin maðurerað þessu leyti einstök í lífríkinu. Maðurinn fer sínu fram í blóra við lögmál samræmis sem allt kvikt og dautt hefur lotið fram að tilvist okkar mennskra manna. Núorðið stríða að minnsta kosti vestrænir menn við náttúruna og um tilvistarrétt sinn og hverjir við aðra í heimi rafrænna eftirlíkinga náttúrufyrirbrigða sem enga merkingu hafa fyrir neitt íjurta-, dýra- 76 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.