Þjóðmál - 01.09.2016, Page 82

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 82
BÆKUR Villikettirnir og vegferð VG: Meintur heiðarleiki vinstri- manna dreginn fram í bók Ég held að ef þessi kosningabarátta hefur kennt okkur eitthvað þá er það, að heiðar- leiki og stefnufesta borgar sig til langs tíma litið. Við getum verið stolt af kosninga- baráttunni, við fórum ekki í neitt skítkast og getum litið framan í spegil á morgun vitandi að við háðum heiðarlega baráttu. Það er ómetanlegt. Ég þakka öllum fyrir frábært samstarf! Ofanritað er tilvitnun í orð Drífu Snædal sem gengdi stöðu framkvæmdastjóra VG þegar flokkurinn vann yfirburða kosninga- sigur vorið 2009. í bókinni Villikettirnir og vegferð VG eftir Jón Torfason er fjallað um þessi orð Drífu í V. kafla og í framhaldinu um meintan heiðarleika VG þegar kom að gerð stjórnarsáttmála þetta sama vor. í kaflanum næst á undan er rætt um loforð Steingríms J. Sigfússonar fyrir kosningarnar 2009 og þá einkanlega svardaga hans um að ekki yrði lögð fram umsókn um aðild að ESB. Eftir nákvæma útskrift á sjónvarps- viðræðum fréttamanna við Steingrím J. kvöldið fyrir kosningar segir höfundurinn Jón Torfason: Fullyrða má að þessar afdráttarlausu yfir- lýsingar Steingríms, þar sem hann afneitar aðildarumsókn að Evrópusambandinu þrisvar eins og Pétur postuli frelsaranum á sínum tíma, hafi róað kjósendur Vinstri grænna sem þóttust geta verið öruggir um að forysta flokksins stæði við stefnu hans. Þess skal getið hér að Steingrímur minnist ekki á þessar umræður í minningabók sinni og Björn Þór Sigbjörnsson, sem ritstýrði bókinni, spyr hann ekkert út í þær. F.vropumálinj kettirnir hfn jj'^KSh StórnuU muyna speninmí I Meirihluti vill kj6sa * í,""f>r"P11.. NEYÐARLÖG AISU ^■prr " u Bmí Stofna nvju bi Erfftt mál f> il ekki Waupiifl lunlí . •• > ;í og vegferð VG .................; Frá vœntingum til vonbrigða '■ _Jemdastjorn Tagnar umsókn Þjóðmál vitna hér í bók Jóns með góðfúslegu leyfi útgefanda.Tilvísunum og neðanmálsgreinum er sleppt.: Fljótt dró þó úr gleði VG-liða eftir að viðræður við Samfylkinguna um áfram- haldandi ríkisstjórnarsamstarf hófust. Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sig- urðardóttir mótuðu málefnasamninginn en síðan voru niðurstöðurnar lagðar fyrir þingflokkana. Steingrímur segir í minninga- bókinni að Samfylkingin hafi ráðið því að lítill hópur kæmi upphaflega að viðræðunum og bætir síðan við að Samfylkingin„vildi byrja á 80 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.