Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 86
Eyfirðingurinn Guðbergur Egill Eyjólfs-
son sem seinna átti eftir eins og svo
margir að segja skilið við VG skrifar
vorið 2009: Hvernig á flokkurinn
sem heild þá að koma fram, bæði
sem umsóknaraðili og sem harður
talsmaður þess að við göngum ekki
í ESB. Þar með væri Vinstri hreyfingin
- grænt framboð búið að missa þann
trúverðugleika sem hefur komið
honum í þá stöðu að vera einn stærsti
stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn
hamraði á því í kosningabaráttunni að
hann væri eini heiðarlegi flokkurinn
og að honum væri treystandi.
stjórnarmyndunarviðræðunum." Og síðar er
bætt við:
Það var því ekki gegn hans [þ.e. Stein-
gríms] vilja að það [aðildarumsóknin] vará
verkefnalista ríkisstjórnarinnar.
Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi í Eyjafirði
og þá frammámaður VG í Norðurlands-
kjördæmi eystra, öflugur andstæðingur
ESB-aðildar, skilgreinir vanda Vinstri hreyfing-
arinnar þetta vor:
Flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að
standa utan ESB getur ekki staðið að því að
sækja um aðild að ESB.
Hvernig á flokkurinn sem heild þá að koma
fram, bæði sem umsóknaraðili og sem
harður talsmaður þess að við göngum
ekki í ESB. Þar með væri Vinstri hreyfingin
- grænt framboð búið að missa þann
trúverðugleika sem hefur komið honum í
þá stöðu að vera einn stærsti stjórnmála-
flokkur landsins. Flokkurinn hamraði á því
í kosningabaráttunni að hann væri eini
heiðarlegi flokkurinn og að honum væri
treystandi. Ég vona að ég geti haldið áfram
að treysta Vinstri hreyfingunni - grænu
framboði....
Það er klárlega gríðarlegt tækifæri sem
okkur býðst nú til þess að mynda fyrstu
alvöru vinstri stjórn á fslandi. En hún má
ekki verða of dýru verði keypt. Það er ekki
þess virði að stofna til vinstri stjórnar ef það
hefur í för með sér aðild íslands að Evrópu-
sambandinu.
Fleiri félagsmenn lýstu svipuðum viðhorf-
um, töldu að flokkurinn hefði misst heiðar-
leika og brugðist trausti kjósenda sinna.
Steingrímur rekur í bók sinni hvernig
forysta VG hörfaði úr einu víginu í annað í
málinu, fyrst að samþykkja að sækja um aðild.
Síðan að krefjast þess ekki að byrjað yrði á
að fara í„könnunarviðræður við Evrópusam-
bandið til að athuga hvernig landið lægi og
sjá hvaða kostir væru í stöðunni." Sumir félag-
ar ÍVG gátu fellt sig við„könnunarviðræður"
þótt þeir væru á móti aðild að ESB, það væri
leið til að„fá alla kosti upp á borðið,... að um
verði að ræða könnunarviðræður án nokkurra
skuldbindinga."
Samfylkingin mátti ekki heyra á slíkt
minnst enda er ekkert til sem heitir„könnun-
arviðræður," slíkt tal er aðeins fyrirsláttur.
Annað hvort er sótt um aðild í þeim tilgangi
að ganga í ESB eða menn setjast niður og
lesa sáttmála sambandsins og samþykktir
til að kynna sér hugmyndafræði og skipulag
þess og geta þá metið hvort þeim lýst vel
eða illa á. Umsóknarlönd geta ekki samið um
að breyta reglum ESB, aðeins um það hversu
hröð eða hæg aðlögunin skuli vera. Allt tal
um„könnunarviðræður" er því út í hött,
byggist annað hvort á vísvitandi blekkingum
eða mikilli vanþekkingu.
Hér má einnig m.a. vísa í skýrslu utanríkis-
ráðherra til Alþingis 2014, sem undirstrikar
að„könnunarviðræður" eru ekki til í orðabók
Evrópusambandsins:
Þau lönd sem óska eftiraðild að Evrópu-
sambandinu gangast undir ákveðin
84 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016