Þjóðmál - 01.09.2016, Page 91

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 91
LESLISTI ÞJÓÐMÁLA Almenna bókafélagið hefur á undanförnum árum gefið út fjölmargar bækur um stjórnmál, hugmyndafræði og sagnfræði, jafnt þýddar bækur og frumsamdar. Nýlega tók AB þá ákvörðun að endurútgefa bækur um kommúnisma í ritröðinni; Safn tilsögu kommúnismans. Þjóðmálarit AB hafa vakið verðskuldaða athygli en um er að ræða ritröð bóka sem fyrst og síðast varpa Ijósi á samtímamál. Ungir Sjálfstæðismenn veittu Almenna bókafélaginu og Jónasi Sigurgeirssyni forleggjara frelsisverðlaun fyrir framlag til hugmyndabaráttunnar. Af því tilefni birta Þjóðmál leslista yfir nokkrar helstu bækurnar. Safn til sögu kommúnismans Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sá um úgáfuna og ritar formála og skýringar Eistland: Smáþjóð undir oki erlends valds Andres Kung Höfundurinn var sænsk-eistneskur rithöfundur, sem lýsti markvissum tilraunum rússnesku ráðstjórnarinnartil að má af eistnesku þjóðinni sérkenni og svipta hana sjálfsvitund, eftir að Rauði herinn tók landið 1940 og það var neytt inn í Ráðstjórnar- ríkin. En gömul kona íTallinn sagði við Kung í Eistlandsferð: „Segðu þeim, að Eistland sé lifandi." Bókin kom út hjá Almenna bókafélaginu 1973 í þýðingu Davíðs Oddssonar, sem þá var laganemi, en skömmu eftir að hann tók við embætti forsætis- ráðherra 1991, varð ísland fyrsta ríkið til að taka á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú. Með formála og skýringum eftir prófessor Hannes H. Gissurarson. Úr álögum Jan Valtin Höfundur hét í raun Richard Krebs og lýsir hér ævintýralegu lífi sem flugumaður Kominterns, Alþjóðasambands kommúnista, um allan heim árin milli stríða, en þar koma íslenskir kommún- istar m. a. við sögu. Síðar gómuðu nasistar hann og pynduðu nærri því til dauðs. Eftir skipun Kominterns gekk Krebs í þjónustu nasista og varð gagnnjósnari. Þegar bókin var gefin út hér 1941, heimtuðu kommúnistar, að hún yrði bönnuð. Bókin er sannkallaður aldarspegill áranna milli stríða, þegar kommúnismi og nasismi virtust vera að leggja undir sig heiminn. Hröð frásögn og reyfaraleg. Það leggur enginn þessa bók frá sér. Með formála og skýringum eftir prófessor Hannes H. Gissurarson. ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 89

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.