Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 92
Leyniræðan um Stalín
Níkíta Khrústsjov
Heimurinn stóð á öndinni, þegar fréttist vorið 1956, að Níkíta
Khrústsjov, aðalritari kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna,
hefði haldið leyniræðu um ódæði Stalíns, þ. á m. pyndingar og
aftökur á saklausu fólki og nauðungar-flutninga heilla þjóð-
flokka auk vítaverðrar vanrækslu í upphafi heimsstyrjaldarinnar.
fsraelsku leyniþjónustunni tókst að útvega eintak af ræðunni,
sem kom út í þýðingu Stefáns Pjeturssonar 1957 og með
formála eftir Áka Jakobsson. Nú er aukið við svokallaðri
Erfðaskrá Leníns, sem íslenskir kommúnistar höfðu sagt
falsaða, en Khrústsjov vitnaði óspart í. Ótrúleg lesning. Með
formála og skýringum eftir prófessor Hannes H. Gissurarson.
Konur í þrælakistum Stalíns
Elinor Lipper og Aino Kuusinen
Frásagnir, sem birtust í íslenskum blöðum af þrælkunarbúðum
Stalíns. Lipper hafði aðeins verið þrjá mánuði í Moskvu 1937,
þegar hún var tekin föst í hreinsunum Stalíns, og hún var
næstu ellefu ár í fangelsum og vinnubúðum, lengst í Kolyma í
Síberíu.
Kuusinen hafði verið gift einum nánasta samstarfsmanni
Stalíns og stundað njósnir fyrir Rússa í Japan, en hún var
í fangelsum og vinnubúðum í samtals fimmtán ár, aðallega
Vorkúta nyrst í Rússlandi. Með formála og skýringum eftir
prófessor Hannes H. Gissurarson.
STALÍNS
ELINOR LIPPER!
AINO KUUSINEN
Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum
Ants Oras
Höfundurinn var enskuprófessor íTartu í Eistlandi, sem
tókst að flýja til Svíþjóðar 1943 og settist síðan að í Banda-
ríkjunum. Hann lýsir beiskum örlögum ættjarðar sinnar, sem
varð fullvalda sama árog ísland, 1918, en nautekki sjálf-
stæðis nema til 1940, þegar rússneska ráðstjórnin hernam
landið og við tók einsflokkskerfi, leynilögregla, aftökur,
fjöldabrottflutningar, ritskoðun og þjóðnýting.
Bókin er skrifuð af mælsku og ástríðuþunga og var fyrsta
útgáfurit Almenna bókafélagsins eftir stofnun þess
árið 1955. Með formála og skýringum eftir prófessor
Hannes H. Gissurarson.
90 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016