Þjóðmál - 01.09.2016, Page 93

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 93
Greinar um kommúnisma Bertrand Russell Greinasafn eftir einn kunnasta og virtasta heimspeking Breta á 20. öld. Allar birtust þessar greinar í íslenskum blöðum og tímaritum tímabilið 1937-1956. Russell var andstæðingur alræðisstefnunnar, hvort sem hún kallaðist kommúnismi eða nasismi, og eindreginn talsmaður vestrænnar upplýsingar og frjálslyndis. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1950. Hann fylgdi alla ævi ritningarorðunum, sem amma hans hafði skrifaði inn í biblíu handa honum:„Þú skalt ekki fylgja fjöldanum til illra verka." Með formála og skýringum eftir prófessor Hannes H. Gissurarson. Þjóðmálarit AB lcesave-samningarnir - afleikuraldarinnar? SigurðurMár Jónsson lcesave-málið er fordæmalaust í íslenskri sögu. Sigurður Már Jónsson, fyrrum ritstjóri Viðskipta- blaðsins, skyggnist á bakviðtjöldin og lýsir vinnu- brögðum og niðurstöðum samninga- nefnda Svavars Gestssonarar og Lees Buchheit. Deilurnar um samningana eru raktar sem og afskipti forseta íslands af málinu. Þá er farið yfir ýmis stóryrði sem féllu á Alþingi og í fjölmiðlum um lcesave, klofning- inn vegna málsins í röðum Vinstri grænna og gjörólíka afstöðu margra kunnustu fræði- manna landsins. Veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur! Þessi bók á vakti mikla athygli og er skyldulesning. Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir? Eggert Skúlason Brottrekstur Gunnars Andersen forstjóra fjármálaeftirlitsins og í kjölfarið fangelsis- dómur Hæstaréttar yfir honum er fordæma- laus kafli í íslenskri réttarfarssögu. Eftirfall bankanna stóðu öll spjót á fjármálaeftirlitinu, sem hóf við hvatningu stjórnmálamanna, fjölmiðla og háværra álitsgjafa rannsóknirá orsökum hruns- ins. Eggert Skúlason, fyrrverandi ritstjóri DV, fjallar hér um vinnubrögð og árangur þessara rannsókna sem náðu til hundruða einstaklinga. Þar kemur Ijölmargt athyglisvert fram. Niðurstaðan er einstæð bók um einstakt tímabil í sögu þjóðarinnar. ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 91

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.