Morgunblaðið - 26.06.2021, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 148. tölublað . 109. árgangur .
FÉKK SÓLAR-
HRING TIL AÐ
HUGSA MÁLIÐ ILLFÁANLEGT EFNI
REPTILICUS 43ARNAR SVEINN 10
VAR & HVENÆR SEM ER
ýningarsalurinn okkar er alltaf opinn!
www.hekla.is
s
H
Vef
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Í sumar er opið alla virka daga hjá HEKLU á Laugavegi og Kletthálsi.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Öllum takmörkunum vegna kórónu-
veirufaraldursins sem voru í gildi
innanlands var aflétt á miðnætti.
Ríkisstjórn Íslands greindi frá
ákvörðun þess efnis á blaðamanna-
fundi í gær. Fyrsti takmarkalausi
dagurinn frá 15. mars á síðasta ári er
því runninn upp.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir skilaði minnisblaði til heil-
brigðisráðherra á miðvikudag og
lagði til að öllum takmörkunum yrði
aflétt miðvikudaginn 30. júní. Var
það eina atriðið úr minnisblaðinu
sem ríkisstjórnin ákvað að bregða
frá. Þess í stað var ákveðið að tak-
mörkunum skyldi aflétt strax í dag.
„Náttúrulega bara snilld“
Rekstraraðilar á skemmtistöðum
bæjarins þurftu að hafa hraðar
hendur í gær þegar ljóst varð að þeir
mættu hafa dyr sínar opnar fram eft-
ir nóttu, í fyrsta sinn í rúmt ár.
„Þetta leggst bara vel í okkur, við
höfum verið að búa okkur undir
þetta í smá tíma. Þetta kom aðeins
flatt upp á okkur, gerðum ráð fyrir
því að fá aðeins meiri tíma, en við
þiggjum þetta,“ sagði Geoffrey Þór
Huntington-Williams, einn eigenda
Priksins, þegar blaðamaður ræddi
við hann á Laugavegi í gærkvöldi.
Einar Björn Þorgrímsson, vaktstjóri
á Petersen-svítunni, hafði svipaða
sögu að segja. „Það kom fyrst smá
kvíði enda þurftum við að manna
vaktina, en þetta er náttúrulega bara
snilld,“ sagði hann spurður hvernig
hann tæki afléttingunum.
Birta Birgisdóttir dyravörður
bjóst við erilsömu kvöldi á skemmti-
stöðum bæjarins. „Við fengum lítinn
tíma til þess að plana hlutina, en
þetta er náttúrulega geggjað fyrir
samfélagið allt.“
Takmörkunum loks aflétt
- Fimmtán mánuðir frá því samkomutakmörkunum var fyrst komið á - Vertar
þurftu að hafa hraðar hendur fyrir helgina - Breyttu dagsetningu frá minnisblaði
Samkomubönn
» 16. mars 2020 – 100 manna
samkomubann sett á.
» Víkkað í 500 manna sam-
komubann í júní og júlí 2020.
» 31. október 2020 – sam-
komubann hert í 10 manns.
Hörðustu samkomutakmark-
anir faraldursins vörðu í 74
daga.
» 26. júní 2021 – öllum tak-
mörkunum innanlands aflétt.
MAflétting »4 & Sunnudagur
_ Sláttur hefst væntanlega af full-
um krafti á Suðurlandi í dag. Menn
vilja nýta þurrkinn. Sláttur er hálf-
um mánuði eða þremur vikum
seinna á ferðinni en oftast áður.
Á Suðurlandi virðist mesta
gróskan í sumar vera í Landeyjum
og undir Eyjafjöllum. Margir bænd-
ur hófu slátt í vikunni og náðu inn
heyjum og einstaka menn eru búnir
með fyrri slátt. Sláttur er þó ekki
hafinn á nærri öllum bæjum. »6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landeyjar Búið er að rúlla á þessu túni.
Sláttur seinna á
ferðinni vegna kulda
Þór frá Þorlákshöfn varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í
körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þórsarar
tryggðu sér titilinn með sigri gegn Keflavík fyrir fullu húsi
áhorfenda í Þorlákshöfn 81:66. Þór vann úrslitarimmuna
samanlagt 3:1. Þór er tólfta liðið sem verður Íslandsmeistari
karla frá því keppni hófst veturinn 1951-1952. Ósvikin gleði
braust út þegar úrslitin lágu fyrir og stuðningsmenn Þórs
hlupu inn á völlinn til að samgleðjast leikmönnum en á mynd-
inni má sjá Styrmi Snæ Þrastarson (númer 34). »41
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þórsarar rituðu nýjan kafla í íþróttasöguna í Þorlákshöfn