Morgunblaðið - 26.06.2021, Side 30

Morgunblaðið - 26.06.2021, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Elsku besta tengdamamma mín er farin til hinstu hvíldar. Ég kynntist Kristrúnu fyrst þegar ég var svo lánsamur að koma inn í fjölskyld- una fyrir rúmum 20 árum. Frá fyrsta degi kom okkur mjög vel saman og var ávallt tekið vel á móti mér með opnum örmum og virðingu. Það eru svo ótal margar skemmtilegar minningar og atvik sem koma í huga mér og þar af leiðandi er erfitt að velja úr og mikið sem hægt er að nefna. Mér eru mjög minnisstæð ferðalögin sem við fórum í saman frá Noregi, hvort sem það voru styttri dagsferðir í nágrenni okk- ar eða lengri ferðir til Danmerkur eða Ír- lands varstu alltaf svo sæl og ánægð að vera með okkur og barnabörnunum sem þér þótti svo Kristrún Ólafsdóttir ✝ Kristrún Ólafs- dóttir fæddist 2. júlí 1945. Hún lést 6. júní 2021. Útför Kristrúnar fór fram 22. júní 2021. ótrúlega vænt um. Við áttum líka margar hlátur- stundirnar saman. Þú átt svo mörg gullkorn sem ég kem til með að varð- veita í hjarta mér og rifja upp til að minn- ast þín, elsku tengdó. Mér hefur alltaf fundist svo gaman að sjá hversu dugleg þú varst í höndunum, hvort sem það var að prjóna, hekla eða sauma út. Þú varst svo þolinmóð að reyna að kenna mér að prjóna eða hekla sem var nú hægara sagt en gert. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var óað- finnanlegt og vel gert. Það var líka ótrúlega gaman að sjá hversu stolt þú varst af öllu því sem þú hafðir unnið í hönd- unum. Elsku Kristrún mín, takk fyrir að bjóða mig svona velkominn í fjölskylduna og láta mér líða eins og ég væri nánast sonur þinn. Takk fyrir allt góða spjallið okkar yfir góðum kaffibolla. Takk fyrir alla þína umhyggju í minn garð. Takk fyrir allt. Minningu um einstaka og hjartahlýja tengda- mömmu vil ég ávallt geyma í hjarta mér. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Ég kveð þig nú, elsku Kristrún mín, þín verður sárt saknað. Þinn tengdasonur, Ingvar. Það er stutt síðan ég sá Krist- rúnu glaða og hressa. Mér var því illa brugðið og gersamlega óskilj- anlegt er ég frétti ótímabært og skyndilegt fráfall hennar. Ég á dásamlegar minningar um Kristrúnu, alveg frá því ungar dætur okkar voru vinkonur í grunnskóla og ekki síst þegar við bárum út Morgunblaðið í hverf- inu okkar, Seljahverfi í Breið- holti. Seinni part nætur bárum við út hvern blaðastaflann á fætur öðrum, í öllum veðrum og vindum, blindhríð, fljúgandi hálku og slag- viðri. Oftar en ekki skrikaði okkur fótur, duttum kylliflatar og kom- um holdvotar heim. Það sýndi best kraftinn, samviskusemina og dugnaðinn í Kristrúnu að alltaf stóð hún vaktina hvernig sem viðraði. Stundum var veðurofsinn slíkur að við áttum fullt í fangi með að halda okkur á götunum og þegar verst var þótti vissara að hafa hjálm á höfðinu ef þakplötur væru að fjúka. Blaðaútburður er erfiður og í raun áhættustarf, svo til allt unn- ið að næturlagi þó að engan næt- urtaxta væri að sjá á fátæklegum launaseðlunum. Það var varla nokkur maður á ferli. Stundum voru einstaka leigubílstjórar á ferð svo og fólk frá öryggisfyrir- tækjum. Um helgar sást fólki bregða fyrir sem var á heimleið úr skemmtanalífinu, oft í misjöfnu ástandi og reikult í spori. Blaðberastarfið krefst mikils sjálfsaga og er einstaklega bind- andi. Yfirleitt notuðum við blaða- kerrur en í ófærð grófu hjólin sig niður í snjóinn og kerran stóð blý- föst. Útilokað var að draga yfir- hlaðinn og níðþungan hjólavagn í þungri færð. Við urðum því stundum að rogast með hlössin á herðunum. Ekki virtust vera nein takmörk fyrir því magni sem blaðberum var ætlað að koma til skila á morgni hverjum. Enda- laust var bætt á okkur. Auk Morgunblaðsins bættist við svo- kölluð aldreifing, bunkar af glans- bæklingum, auglýsingasneplum og fleiri blöðum, t.d. Fréttatím- anum þegar hann hóf göngu sína, auk DV. Þá þurftum við að vakna um miðjar nætur því öllum út- burði skyldi lokið fyrir kl. 7. Í öllu þessu basli var Kristrún ómetan- legur og traustur félagi. Stundum furðuðum við okkur á því af hverju blaðamenn, sem oft fjalla um ranglæti heimsins, hafi aldrei séð ástæðu til að fjalla um fram- komu blaðaútgefenda við blað- burðarfólk. Og ekki heyrðist bofs frá verkalýðsfélögunum á þeim árum. Vonandi hefur staða blað- bera batnað. Orð duga ekki til að lýsa Krist- rúnu. Hún var alveg einstök kona, mjög brosmild og hafði yndislega og þægilega nærveru. Ég minnist látinnar heiður- skonu með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning góðrar konu sem vildi öllum vel og gerði öllum gott. Hennar verður sárt saknað. Fjölskyldu Kristrúnar, Sigurði og börnunum, sendum ég og eigin- maður minn, Ólafur R. Dýr- mundsson, innilegar samúðar- kveðjur. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Kristrún, eða „mamma hennar Maríu“ eins og ég þekki hana, tók mér sem hverjum öðrum heimilis- ketti heima hjá sér þegar ég var stelpa enda dvaldi ég þar oft. Heima hjá Maríu var nefnilega svo notalegt að vera. Þar var t.d. alltaf kaffitími, eins sjálfsagt og kvöldmatur var heima hjá mér, og þá var öllu tjaldað til. Það var hjá henni sem ég kynntist hugmynd- inni um slíka dýrindis kaffitíma. Ég stóð mig að því allt fram á síð- ustu jól að hugsa um að lauma mér í kaffitíma heim til Maríu – þótt María væri sjálf heima á Ír- landi – því mamma hennar Maríu bakaði besta hafrakexið norðan Alpafjalla fyrir öll jól. Og alltaf var ég velkomin. Yfir kaffinu var svo farið yfir stöðu mála í blöðum dagsins. Sérstakri athygli var beint að gömlum skóla- og hand- boltafélögum sem mamma henn- ar Maríu var ótrúlega nösk á að fylgjast með allt fram á fullorð- insár, miklu betur en ég nokkru sinni. Og á meðan Leiðarljós var á dagskrá í Sjónvarpinu fékk ég „update“ á því hvað var að gerast í lífi Reevu Shane og Joshua Lew- is. Já, mamma hannar Maríu var ekki síður vinkona mín en dóttir hennar og mig nístir í hjartað að hugsa til þess að hún hafi rétt misst af fæðingu dótturdóttur sinnar á Írlandi og dóttur minnar sem eiga sama afmælisdag, 13. júní. Hún var svo spennt fyrir okkar hönd og ég spennt að fara með dóttur mína í kaffitíma heim til Maríu í sumar og kynna þær. Elsku besta María, Siggi, Sigga og Óli og fjölskyldur. Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúð- arkveðjur og hlýja strauma. Megi sorgin smám saman verða að fal- legum minningum. Ykkar vinkona, Jóhanna. Í dag kveðjum við kæra mág- konu, sem kvaddi allt of fljótt. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Elsku bróðir og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Eygló og Margrét. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Jón Þorgeir. Að kvöldi fimmtudagsins 10. júní lagði minn elskulegi tengda- faðir augun aftur í hinsta sinn. Stund sem hann var búinn að þrá allt frá því að tengdamamma lést 8. apríl 2018. Geiri var hávaxinn, reffilegur karl sem hafði sterkar skoðanir á pólitík og öðrum þjóð- málum. Tengdi var með stórt hjarta og held ég að ég geti með sanni sagt að ekkert var honum dýrmætara en allir hans afkom- Þorgeir Þorkelsson ✝ Þorgeir Þor- kelsson fæddist 27. febrúar 1929. Hann lést 10. júní 2021. Að ósk hins látna fór útförin fram í kyrrþey. endur sem hann var ávallt stoltur af og þakklátur fyrir. Það er ekki ofsögum sagt að ég hafi unnið í tengdaforeldralot- tóinu því aldrei fann ég annað en ást og umhyggju til mín og minna frá þeim. Nú una Geiri og Hanna sér glöð og sæl sam- an í sumarlandinu. Minning um ykkur lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Elín. „Nú er komið að því“ – hann var svo feginn að fá að kveðja þennan heim. En þessi orð lét hann falla 5 dögum áður en hann kvaddi. Alltaf léttur þegar maður kom í heimsókn: „Hvað, er ekkert að frétta?“ Tók vel á móti mér þegar ég kom inn í fjölskylduna, sagðist vera kommúnisti og var mikið hrifinn af Stalín, en átti samt einhverja sjálfstæðismenn sem voru góðir vinir hans, en aldr- ei fékk ég að vita hvað þeir hétu, en það skiptir ekki máli. Við tók- umst oft á um pólitíkina og lífið og stundum gekk mikið á, en vinátt- an var alltaf yfirsterkari. Þú varst einstakur á þinn hátt og yndislegt að hafa kynnst þér, varst vinur í raun og mikið hafði ég gaman af því að spjalla við þig þegar við vorum tveir einir saman. Í brjóstum manna bærast öfl sem berj- ast þrátt um völd og flest til sigurs fram þau keppa fram á ævikvöld en vináttan hún bindur bönd sem bresta ei í raun og forlaganna á feigðarströnd oft finn- ast sigurlaun. Í örlaganna öfugstreymi og öllu kasti lífs hún veitir styrk og þrótt og þol er þjóta stormar kífs hamingjunnar hverfult hjól þó hrings- ins snúist braut hún breytir sorg í sælusól og sigrar mitt í þraut. Og þó að hjartað harmur nísti og hels að blæði sár hún veitir styrk í þungri þraut og þerr- ar burtu tár, hún eflir þrótt og eykur þor, hún end- urnærir önd, hún bendir mönnum beina leið að bjartri vonaströnd. (Antoníus Samúelsson) Elsku kallinn minn, frábært að fá að kynnast þér og þinni fjölskyldu. Takk fyrir góða vináttu og öll árin sem við áttum saman. Kv. Björn Jóhannsson. Elsku besti afi minn, loksins fékkstu hvíldina sem þú varst búinn að þrá svo lengi eða alveg síðan amma fór, sú stund kom 10. júní á afmælisdegi Dísu syst- ur. Þið amma völduð sko ykkar daga. Ég trúi því að það hafi ver- ið tekið vel á móti þér með spil- um og rjómaköku. Elsku afi minn, ég á margar góðar minningar með þér, þú varst yndislegur afi og langafi, það var nú ekki leiðinlegt að segja þér frá því þegar ég var ólétt af Þóru minni að hún fengi sama afmælisdag og þú, mikið varstu glaður og alltaf komstu með rós handa henni þegar þið amma komuð í heimsókn, hún átti stóran stað í hjarta þínu. Ef ég kom ekki í heimsókn til þín kannski í þrjá daga hringdir þú og athugaðir hvort ég væri á lífi, svona varstu, vildir alltaf hafa líf og fjör í kringum þig. Elsku afi, við erum stór og samheldin fjölskylda og ég sé til þess að við höldum áfram túttl- umóti, jólaboði og happadrætti jú, sem þú hafðir einstaklega gaman af. Takk fyrir allt og kysstu ömmu frá mér. Þín Linda Rós. Mikið er það sárt að kveðja þig John. Það eru liðnir fjórir mánuðir frá því að þú gerðir lokaatlögu á toppinn til að sigra sjálfan þig og fjallið aftur. Fjallið sem þú hafðir sigrað fjórum árum áður. Fjallið sem marga dreymir um en fáir sigrast á. En einhvers staðar tóku guð og fjallið yfir og höguðu örlögunum á þennan veg. Fjallið sem þú settir fyrstur manna ís- lenska fánann á, næsthæsti og erfiðasti fjallstindur í heimi. En hún Lína leitaði að þér. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að þú myndir finn- ast. Hún breytti heimilinu ykkar í alþjóðlega björgunarmiðstöð. Hún virkjaði öll möguleg og ómöguleg úrræði til þess að hægt væri að leita meira og bet- ur. Fann allt gott fólk sem gat lagt lið. Eftir því sem dagar og nætur liðu og leitin skilaði litlu og vonir okkar dvínuðu um að þú myndir finnast á lífi missti hún ekki trúna á að þú fyndist. Hún elskaði þig, hafði trú á þér og vildi fá þig heim. Fjallamennskan átti hug Johns allan og á því sviði vann hann stóra sigra. Afrekið 2017 er okkur ekki bara minnisstætt vegna þess hversu öflugur fjall- John Snorri Sigurjónsson ✝ John Snorri Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1973. Hans var saknað á fjall- inu K2 í Pakistan 5. febrúar 2021. Útför Johns Snorra fór fram 22. júní 2021. göngumaður John var, að fara á K2 sem telst erfiðasta fjallamennska í heiminum, heldur fór hann rakleiðis áfram á Broad Peak því hann gat slegist í för með öðrum hópi sem ætlaði þangað. Það er mjög lýsandi fyrir þann sterka, bjart- sýna og ævintýragjarna karakt- er sem John var. Þau voru líka einstaklega falleg og samstillt hjón og hún gaf honum skilyrð- islausan stuðning í öllum fjalla- ferðunum. Allt sem John tók sér fyrir hendur gerði hann á sinn ein- staka hátt, með bros út að eyrum og liðina flaksandi. Allt var gert af fullum krafti og alúð. John var duglegur, áræðinn og viljasterk- ur og það leyndi sér ekki þegar við spjölluðum saman. Hug- myndirnar og áætlanirnar voru stórar og þær voru fram- kvæmdar, þó svo að stundum færu þær ekki alveg eins og áætlað var. En baráttuþrekið vantaði ekki og því áttum við sem þekktum hann von á að hann kæmist niður af fjallinu með stóra brosið sitt. Í allri þessari sorg lifa góðar minningar um lífið sem John, Lína og krakkarnir áttu saman, og þær góðu stundir sem við átt- um saman með þeim. Ég man þegar Lína sagði mér að hún hefði kynnst manni og væri á leið í grunnbúðir Everest. Svo fór ævintýrið á flug hjá þeim, sem var fallegt og skemmtilegt að fylgjast með og alltaf svolítið öðruvísi. Hvert skipti sem við hittumst var eitthvert ferðalag á döfinni, eða önnur ævintýri í bí- gerð. Lífsgleðin allsráðandi. Hugur okkar hefur reikað fram og til baka og minningarn- ar geyma dýrmætar perlur. Minningar um fallegt líf og góð- an föður. Það allra fallegasta var að sjá John saman með Línu og öllum börnunum í leik og starfi, og í dag sjáum við John í þeim öllum. Kraftmikil, brosandi og áræðin eins og pabbi þeirra. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Máni og Berglind. Mér finnst ótrúlegt að John Snorri sé farinn. Maður bjóst alltaf við því að hann birtist óvænt, brosandi og glaðbeittur, eins og ætíð. Ég kynntist John fyrir réttum 25 árum í Vélskól- anum þar sem hann sat í eðl- isfræðitíma hjá mér. Hann vakti strax athygli, bæði vegna nafns- ins en þó enn frekar vegna brossins. Hann hafði sérstaklega góða nærveru og það var alltaf bjart og létt í kringum hann. John var afskaplega atorkusam- ur; hafði lokið Vélskólanum, 2. stigi í skipstjórn, var í HÍ og lauk svo BSc-prófi frá Háskól- anum á Bifröst 2015. Undanfarin ár höfum við oft- ast hist um haust og vor og alltaf hafði hann frá mörgu að segja. Fjölskyldan var honum ætíð efst í huga en svo var hann á fullu í framkvæmdum á Íslandi eða er- lendis, námi hér eða þar, eða þá í ferðalögum á fjarlæga tinda. Þá varð manni oft um og ó og fylgd- ist með ferðalögum hans eins og kostur var í tölvunni heima. Þeg- ar ég hitti hann síðastliðið haust var mikill hugur í honum vegna væntanlegrar vetrarfarar á K2. Því miður endaði sú ferð hans ekki sem skyldi, eins og alþjóð veit, en hans er sárt saknað. Um leið og ég þakka John fyr- ir samfylgdina votta ég Línu Mó- eyju og börnum hans innilega samúð mína. Hvíldu í friði, kæri vinur. Sigurður R. Guðjónsson. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina mbl.is/sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.