Morgunblaðið - 26.06.2021, Page 40

Morgunblaðið - 26.06.2021, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Mjólkurbikar kvenna Selfoss – Þróttur R................................... 1:4 Fylkir – FH............................................... 1:4 Breiðablik – Afturelding.......................... 5:0 Lengjudeild karla Kórdrengir – Grindavík........................... 1:1 Staðan: Fram 7 7 0 0 24:4 21 Grindavík 8 5 1 2 15:13 16 Kórdrengir 8 4 3 1 13:10 15 ÍBV 7 4 1 2 13:8 13 Fjölnir 7 4 1 2 10:6 13 Vestri 7 4 0 3 13:14 12 Grótta 7 2 2 3 16:14 8 Þór 7 2 1 4 13:15 7 Afturelding 7 1 3 3 13:16 6 Selfoss 7 1 2 4 10:18 5 Þróttur R. 7 1 1 5 11:19 4 Víkingur Ó. 7 0 1 6 7:21 1 2. deild karla KV – Reynir S........................................... 4:2 Staðan: KV 8 4 4 0 18:11 16 Reynir S. 8 4 1 3 18:15 13 Þróttur V. 7 3 3 1 16:10 12 ÍR 8 3 3 2 13:12 12 Njarðvík 7 2 5 0 12:8 11 KF 7 3 2 2 10:9 11 Völsungur 7 3 1 3 16:16 10 Haukar 7 2 3 2 14:13 9 Leiknir F. 7 3 0 4 11:13 9 Magni 7 1 3 3 14:18 6 Fjarðabyggð 7 0 4 3 3:12 4 Kári 8 0 3 5 10:18 3 3. deild karla ÍH – KFG .................................................. 2:2 Staðan: Höttur/Huginn 9 7 1 1 15:10 22 Ægir 8 4 4 0 13:7 16 Augnablik 8 4 3 1 21:9 15 Elliði 8 5 0 3 21:10 15 KFG 8 4 3 1 12:7 15 Dalvík/Reynir 9 3 2 4 14:12 11 Sindri 8 2 3 3 13:15 9 Víðir 8 2 3 3 9:14 9 Einherji 8 2 1 5 11:19 7 Tindastóll 7 1 2 4 11:14 5 ÍH 9 0 5 4 11:21 5 KFS 8 1 1 6 8:21 4 Noregur Lilleström – Rosenborg .......................... 2:0 - Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. Sarpsborg – Viking ................................. 1:2 - Emil Pálsson lék fyrstu 78 mínúturnar með Sarpsborg. - Samúel Kári Friðjónsson var ekki á leik- skýrslu hjá Viking. Arna-Björnar – Sandviken..................... 1:1 - Guðbjörg Gunnarsdóttir var varamark- vörður Arna-Björnar. Staða efstu liða: Molde 10 7 2 1 25:11 23 Bodø/Glimt 10 6 2 2 21:9 20 Vålerenga 10 4 4 2 17:13 16 Kristiansund 9 5 1 3 8:9 16 Viking 9 5 0 4 16:18 15 Lettland Riga – Noah.............................................. 2:1 - Axel ÓskarAndrésson var ekki á leik- skýrslu hjá Riga. >;(//24)3;( Úrslitakeppni karla Fjórði úrslitaleikur: Þór Þ. – Keflavík................................... 81:66 _ Þór Þ. sigraði 3:1 samtals og er Íslands- meistari árið 2021. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: LA Clippers – Phoenix....................... 106:92 _ Staðan er 2:1 fyrir Phoenix. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – KA .............................. S16 Kórinn: HK – Breiðablik ................... S19.15 Origo-völlur: Valur – Fylkir.............. S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Extra-völlur: Fjölnir – Þór .................... L13 Jáverkvöllur: Selfoss – Víkingur Ó....... L14 Eimskipsv.: Þróttur R. – Afturelding... L14 Vivaldi-völlur: Grótta – Fram................ S12 Olísvöllur: Vestri – ÍBV.......................... S14 2. deild karla: Vogaídýfuv.: Þróttur R. – Völsungur ... L14 Grenivíkurv.: Magni – Leiknir F .......... L14 Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Haukar.... L14 Rafholtsvöllur: Njarðvík – KF .............. L16 3. deild karla: Þorlákshafnarvöllur: Ægir – KFS........ L14 Fagrilundur: Augnablik – Elliði ............ S14 Sindravellir: Sindri – Einherji ............... S14 Sauðárkrókur: Tindastóll – Víðir .......... S18 2. deild kvenna: Vopnafjörður: Einherji – Fram ............ L14 Hertz-völlur: ÍR – Hamrarnir............... L16 OnePlus-völlur: Álftanes – Völsungur.. L18 UM HELGINA! Wales og Belgíu hafa kropið á hné fyrir þeirra leiki, líka Skotland í eitt skipti. Þessi táknræna tilvísun í Black Lives Matter-hreyfinguna, sem NFL-leikmaðurinn Colin Ka- epernick ýtti af stað til að mótmæla kynþáttahatri, minnir okkur á að öll eigum við jafnan rétt og að brotið er á þeim rétti aftur og aftur. Minnihlutahópar eru ofsóttir um allan heim. Margir telja sig fá styrk af því að útiloka einhvern þjóðfélagshóp og lýsa honum á neikvæðan hátt. Það er rangt og ónauðsynlegt. Ég þarf ekki á óvini að halda til að þrífast. Ég verð ekki sterkari með því að útiloka aðra, heldur með samvinnu við aðra. Þegar til lengri tíma er lit- ið getur fótboltalið aðeins náð ár- angri ef allir viðurkenna og meta fjölbreytileikann í hópnum. Að sjálfsögðu á þetta líka við um and- stæðinginn. Í fótbolta er brot alltaf brot, sama hver brýtur af sér. Þetta er ekki popúlismi Enska landsliðið hefur mátt þola kynþáttahatur í mörgum útileikjum á undanförnum árum. Búlgarar beindu apahljóðum að Raheem Sterling. Nú finnur enska liðið styrk í því að krjúpa á hné. Gareth Southgate útskýrði þýðingu þess í opnu bréfi til þjóðar sinnar. „Þetta er þeirra skylda,“ skrifaði enski þjálfarinn um leikmenn sína, „að halda áfram samtalinu við almenn- ing um þætti eins og jafnræði, sam- vinnu og kynþáttamisrétti“. Þessi athöfn var gagnrýnd og töluð niður af sumum. Íhaldssamir, enskir stjórnmálamenn höfnuðu henni, baulað var á krjúpandi Belg- ana á völlunum í Búdapest og Pét- ursborg, og fótboltaforystumenn kölluðu þetta „popúlisma“. En þetta tákn hefur unnið sér sess í liðsíþróttum. Þetta er áhrifarík leið til að fást við málefni sem allir þekkja. Þetta er mikilvæg sameig- inleg yfirlýsing um að húðlitur skipti ekki máli. Um leið fær hver einstaklingur styrk og vissu fyrir því hverjum hann eða hún vill til- heyra. Þessi athöfn getur því engan veginn verið popúlismi. UEFA gagnrýnt fyrir afstöðu Annað tákn fjölbreytileikans vakti mikla athygli í Evrópu, sér- staklega í Þýskalandi. Borgar- stjórinn í München vildi lýsa upp leikvanginn í regnbogalitunum daginn sem Þýskaland og Ung- verjaland mættust, til að senda skilaboð gegn hatri í garð samkyn- hneigðra og ungversku löggjöfinni. UEFA hafnaði þessu þar sem skilaboðin beindust beint að ákvörðun þingsins og braut því í bága við reglur sambandsins um hlutleysi gagnvart stjórnmálaskoð- unum. Bannið var harðlega gagn- rýnt, allt frá samfélagi samkyn- hneigðra til íhaldssamra stjórnmálaafla. Yfirmenn annarra leikvanga í Þýskalandi brugðust við þessu með því að lýsa sína velli upp með regnbogalitunum þetta kvöld til að sýna ofsóttum minnihlutahópi samstöðu. Mótshald á ábyrgan hátt Að lokum er Evrópa enn að glíma við þá áskorun sem kórónuveiran hefur verið okkur öllum. Nú er það delta-afbrigðið. Hvernig er hægt að halda Evrópukeppnina á ábyrgan hátt? Hvernig styðja hin ýmsu lönd hvert annað? Eins og allir vita þá stöðva engin landamæri veiruna, aðeins skynsamlegar ákvarðanir. Á alþjóðavísu er það ekki alltaf átaka- laust. Mál Eriksen hefur sýnt um hvað samstaða snýst. Hún er menning í sinni bestu mynd. Danska liðið er samstilltara en nokkru sinni fyrr og tengsl þess við þjóð sína eru aug- ljóslega betri. En þeirra samstaða beinist ekki gegn neinum. Og mót- herjar Dana standa með þeim. Að sjálfsögðu er Evrópukeppnin stórskemmtileg og við sjáum mörg önnur frábær lið. En ef þetta geng- ur ekki upp, þá gengur það ekki upp. Ef allt væri galopnað væru það röng skilaboð, að mínu mati. Frá viku til viku, frá degi til dags, þarf að skoða tölur og önnur viðmið. Hvar úrslitaleikurinn fari fram, í London eins og áætlað er eða ein- hvers staðar annars staðar, var til umræðu en það skiptir ekki öllu máli. Það eina sem skiptir máli er hvar sé öruggt að halda hann. Veiran hefur valdið öllum þjóðum þjáningum, sumum snemma, öðrum seint, sumum minna, öðrum meira. „Heilsa almennings verður að vera í forgangi,“ segir Boris Johnson. Í Moskvu er búið að loka svæði stuðningsfólks. Það er ljóst að sömu reglur gilda ekki alls staðar. Evr- ópukeppnin sýnir okkur að að- stæður í Evrópu eru mismunandi, og það þarf meira að segja stöðugt að endurmeta fótboltamót. Þannig virkar lýðræðið. Samstaða sem beinist ekki gegn öðrum - Eriksen endurspeglar Evrópusálina AFP Parken Samstaðan með Christian Eriksen var algjör, alls staðar. Kvennalið Selfoss í fótbolta hefur fengið góðan liðsauka fyrir seinni hluta keppnistímabilsins en Krist- rún Rut Antonsdóttir er komin aft- ur til félagsins eftir að hafa verið í atvinnumennsku erlendis undan- farin ár. Kristrún, sem er 26 ára miðjumaður, lék með Selfossi frá 2010 til 2018 en síðan með Chieti og Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku, Mallbacken í Sví- þjóð og síðast með St. Pölten þar sem hún varð austurrískur meistari í vor og lék með liðinu í Meistara- deild Evrópu. Selfoss fær góðan liðsauka Ljósmynd/UMF Selfoss Heim Kristrún Rut Antonsdóttir varð austurrískur meistari í vor. Darri Freyr Atlason er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs KR í körfuknattleik en þetta staðfesti hann í viðtali við mbl.is í gær. Hann sagði þar að ástæðan væri miklar annir í vinnu. Darri tók við KR- liðinu sumarið 2020 en liðið endaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og féll út gegn Keflavík í und- anúrslitum. Karfan.is segir að Helgi Már Magnússon taki líklega við þjálfun KR. Darri sagði við mbl.is að hann hefði áhuga á að vinna áfram að uppbyggingu körfu- boltans í félaginu. Darri er hættur vegna vinnu Morgunblaðið/Eggert Hættur Darri Freyr Atlason stýrði KR-ingum í eitt ár. Philipp Lahm var fyrirliði heimsmeistara Þýskalands 2014 og skrifar pistla um knattspyrnu fyrir Morg- unblaðið og fleiri fjölmiðla í Evrópu í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra Zeit Online í Þýskalandi. Að þessu sinni fjallar hann um EM en í 16-liða úrslitum helgarinnar mætast þessi lið: Wales – Danmörk............... L16 Ítalía – Austurríki.............. L19 Holland – Tékkland ........... S16 Belgía – Portúgal ............... S19 Pistlar frá Philipp Lahm 1. deildarlið FH burstaði úrvals- deildarlið Fylkis 4:1 þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólk- urbikarsins í knattspyrnu í gær. Þróttur vann frábæran 4:1 sigur á Selfossi og Breiðablik sigraði Aftur- eldingu 5:0. FH, Þróttur, Breiðablik og Valur leika því í undanúrslitum. Selma Dögg Björgvinsdóttir, Brittney Lawrence, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Elín Björg Sím- onardóttir komu FH í 4:0 áður en Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Selfoss er fjórum stigum fyrir of- an Þrótt í Pepsí Max-deildinni og stórsigur Þróttar kemur því frekar á óvart en Selfoss komst yfir 1:0 snemma leiks en markið skoraði Brenna Lovera. Lorena Baumann, Katherine Cousins, Shaelan Brown og Guðrún Gyða Haralds svöruðu fyrir Þrótt. Eins og við var að búast áttu Mos- fellingar erfitt uppdráttar gegn Ís- landsmeisturunum. Agla María Al- bertsdóttir skoraði tvívegis en þær Vigdís Edda Friðriksdóttir, Birta Georgsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfús- dóttir sitt markið hver. Morgunblaðið/Eggert Bikarinn FH-ingar höfðu ástæðu til að fagna úrslitunum í gær. FH í undanúrslit eftir stórsigur á Fylki MITT SJÓNARHORN Philipp Lahm @philipplahm Evrópukeppni endurspeglar ávallt líf okkar Evrópubúa. Í þessari keppni hefur fjögur atriði borið hæst að mínu mati. Þann 12. júní sýndi heil heimsálfa samstöðu með dönskum fótboltamanni. Það þurfti að endurlífga Christian Eriksen á vellinum. Samherjar hans, sem slógu strax hring um hann á vell- inum, vissu strax hvernig þeir ættu að styðja hann við þessar erfiðu að- stæður. Það var augljóst hversu annt þeim var um friðhelgi hans á þessari örlagastundu. Þetta var gríðarlega tilfinningarík stund. Samúð og samstaða allra á vell- inum í Kaupmannahöfn, hvort sem þeir voru Danir eða Finnar var mikil, líka þeirra sem fylgdust með úr fjarlægð og óttuðust um líf Christians Eriksens. Næsti leikur var stöðvaður á 10. mínútu honum til heiðurs og allir klöppuðu fyrir honum, líka mótherjar og dómarar. Í leikslok föðmuðust danski þjálf- arinn, Kasper Hjulmand, og Belg- inn, Romelu Lukaku, sem hafði til- einkað Eriksen mark sitt í leiknum á undan. Þú þurftir ekki að heyra hvað fór þeim á milli en umræðu- efnið var augljóst. Eftir að Christian Eriksen hafði verið giftusamlega bjargað vökn- uðu margar spurningar: Hvað á að sýna í sjónvarpi og hvað ekki? Hvað er fréttamennska, hvenær verður hún of nærgöngul? Brugðust stjórnendur og myndatökumenn við af ábyrgð? Hvenær má mynda og hvernig? Þessar vangaveltur end- urspegluðu kosti okkar frjálsa sam- félags. Í Evrópu leyfist okkur að hafa mismunandi skoðanir. Þar með talin gagnrýni Dana á að leikn- um skyldi hafa verið haldið áfram. Þarf ekki á óvini að halda Alþjóðlegar deilur spruttu af pólitískri athöfn. Lið Englands,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.