Morgunblaðið - 26.06.2021, Page 43

Morgunblaðið - 26.06.2021, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 komið frá sér þremur plötum er þeir komust í kynni við Andrew M. McKenzie sem er hvað kunnastur fyrir eins manns sveit sína The Hafler Trio. McKenzie var þá þegar orðin goðsögn innan „industrial“- geirans og var í heimsókn á Íslandi ásamt Carl Michael von Hauss- wolff. McKenzie flutti í kjölfarið til landsins, bjó hér í áratug og hafði mikil áhrif á þróun og viðhald ís- lenskrar tilraunatónlistar. Designer Time var tekin upp árið 1992 í kæli- klefa í yfirgefnu sláturhúsi. Með í för var Indriði Einarsson (nú Indr- iði Viðar) úr hinni mikilhæfu til- rauna- og uppákomusveit Inferno 5. Þessi mannskapur hófst handa við að hljóðrita hin ýmsu hljóð í rýminu sem voru svo skæld til og unnin áfram í tölvuforritum. Útkoman, sem var blanda af óhljóðum, töktum og sveimbundnum sprettum, kom svo út 1994 í gegnum hið virta hol- lenska fyrirtæki Staalplaat eins og áður er getið. Þó að platan vísi í létthlustunar- tónlist á umslaginu er ekkert slíkt að finna í sjálfri tónlistinni sem samanstendur af fimm lögum eða verkum, hið síðasta 20 mínútur. Tónlistin er samt ekkert sérstak- lega áleitin, hörð eða bylmings- bundin; þetta er ekki gargandi hávaði og brjálæði. Nei, tónlistin er lúmskari en svo og eiginlega læðist aftan að manni. Hún er draugaleg og næsta prakkaraleg og fyrsta lag- ið býr yfir smávegis Residents-blæ. Hið tuttuga mínútna „Theolepsy“ virðist t.d. samanstanda af sömu einföldu sínusbylgjunni út í gegn en er samt „skreytt“ með öðrum áhrifshljóðum sem virðast koma frá einhverjum skuggalegum hand- anheimi. Martraðarkenndin minnir á köflum á Selected Ambient Works II eftir Aphex Twin sem kom út sama ár. Heyrn er sögu rík- ari og Artoffact heldur að sjálf- sögðu úti öflugri Bandcamp-síðu þar sem hægt er að nálgast tón- dæmi. Dr. Gunni ritaði dóm á sín- um tíma um plötuna og sökum eðlis verksins sleppti hann stjörnugjöf. Gaf þess í stað táknin „?!“ og kall- aði það hreina fífldirfsku að ætla sér að hlusta á það sem fyrir lá. Til stendur að vera með allsherj- ar endurútgáfu á öllu efni Reptil- icus í gegnum Artoffact Records og staðfest hefur verið að næsta verk- efni verði hin magnaða Crusher of Bones (1990). Designer Time má nú nálgast á Bandcamp og Spotify en efnisleg eintök eru væntanleg síð- sumars. Hvað er hér á seyði? Íslenska „industrial“ sveitin Reptilicus er nú í óða önn að endurútgefa illfáanlegt efni. Nýverið kom Designer Time út, plata sem hún gerði með The Hafler Trio og gaf út árið 1994. » Hún er draugaleg og næsta prakkaraleg og fyrsta lagið býr yfir smávegis Residents-blæ Skuggabaldrar Andrew McKenzie í miðið, Guðmundur Ingi Markússon lengst til vinstri og Jóhann Eiríksson lengst til hægri. Indriði Viðar úr Inferno 5 er aftastur en hann tók auk þess myndina með tímastilli. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Reptilicus er eitt merkastafyrirbærið sem íslensk til-raunatónlistarhugsun hefur getið af sér. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1988 og hefur frá upp- hafi verið skipuð þeim Guðmundi Inga Markússyni og Jóhanni Eiríkssyni. Þeir félagar sinntu „in- dustrial“-tónlist sem nálega enginn hreyfði við og eljan skilaði þeim nokkuð langt inn í alþjóðlegu til- rauna- og jaðarsenuna við upphaf tíunda áratugarins. Unnið er með tölvur, raftónlist og óhljóð meðal annars og stundum er tónlistin afar torræð og óhlutbundin en hún á það líka til að vera lokkandi, dulúðug og straumlínulöguð. Eftir sveitina ligg- ur slatti af útgáfum og nú hafa þeir félagar hrundið af stað endurút- gáfustarfi, enda margar af plötun- um löngu ófáanlegar. Designer Time kom upprunalega út á Sta- alplaat en hefur nú fengið laglega yfirhalningu hjá hinu kanadíska Artoffact Records sem hefur m.a. gefið út hinar íslensku Kælan mikla, Legend og Horrible Youth. Platan kemur nú út á hvítum vínyl og geisladiski (auk þess að liggja á streymisveitum) og var endurhljómjöfnuð af Curver Thor- oddsen. Þeir Guðmundur og Jóhann höfðu verið starfandi í þrjú ár og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.