Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
A
h
ð
ð
b
595 1000
Verð frá kr.
79.900
á
fTenerife
.A
th
.a
ð
v
n
f
10. ágúst í 8 nætur
Flug og gisting
Verð frá kr.
98.300
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tveir jarðskjálftar, 3,9 stig og 4,5
stig að mati Veðurstofu Íslands, urðu
í Bárðarbungu í
fyrrakvöld. Sá
minni varð klukk-
an 19.02 og sá
stærri klukkan
22.12. Páll Ein-
arsson, jarðeðl-
isfræðingur og
prófessor em-
eritus, segir að
bandaríska jarð-
fræðistofnunin
USGS hafi metið stærð jarðskjálft-
anna vera 4,3 og 4,8.
„Þetta er framhald af syrpu sem
hefur verið í gangi síðan 2015,“ sagði
Páll í gær. Hann sagði að dregið
hefði úr jarðskjálftavirkni í Bárð-
arbungu þegar Holuhraunsgosinu
(ágúst 2014- febrúar 2015) lauk. Svo
jókst hún næstu ár á eftir, þar til dró
heldur úr henni síðustu ár. Páll sagði
að líklega stöfuðu þessir jarðskjálftar
af landrisi.
„GPS mælingar sýna að Bárð-
arbunga hefur verið að þenjast út.
Það eru tvær hugmyndir á lofti um
hvað valdi því. Annars vegar að þar
sé kvikusöfnun og að Bárðarbunga
sé að búa sig undir næsta gos. Hin er
að hún sé að jafna sig eftir átökin í
eldgosinu. Þrýstingurinn hafi lækkað
svo mikið að nú dragi hún að sér
kviku. Það er ekki beinlínis auðvelt
að gera upp á milli þessara tveggja
kenninga,“ sagði Páll. Sé Bárðar-
bunga að undirbúa eldgos þá eru
þessir jarðskjálftar teikn um það.
„En það er ekkert að fara að gjósa á
morgun eða hinn,“ sagði hann enn
fremur.
Eldstöðvar í Vatnajökli
Bárðarbunga er stór eldstöð undir
Vatnajökli en Bárðarbungukerfið er
enn stærra eða um 190 km langt og
allt að 25 km breitt. Það nær suður í
Torfajökul og norður fyrir Trölla-
dyngju að meðtöldum sprungu-
sveimum. Bárðarbungukerfið hefur
verið mjög virkt á nútíma og að
minnsta kosti 26 eldgos orðið í því á
síðustu 11 öldum, samkvæmt Ís-
lensku eldfjallavefsjánni.
Grímsvötn, í miðjum Vatnajökli,
eru virkasta eldstöð Íslands. Nýlega
kom fram í Morgunblaðinu að talið
væri líklegt að Grímsvötn hlaupi á
þessu ári. Magnús Tumi Guðmunds-
son, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði
að mælistöðin á Grímsfjalli væri
komin í hærri stöðu en hún var í fyrir
síðasta gos. Landris og tilfærsla hef-
ur þó ekki verið sérlega mikil síðasta
ár. Þá hefur ekki verið tiltakanlega
mikil skjálftavirkni og því þykir óvíst
að eldstöðin sé tilbúin fyrir gos.
Öræfajökull var í þenslu 2017-2018
og fylgdi því talsverð jarðskjálfta-
virkni. Páll segir að þá hafi greinilega
komið kvikuinnskot undir eldfjallið.
Sú hrina leið síðan hjá. Jarð-
skjálftavirkni hefur verið í eldstöð-
inni síðan, sem sýnir að Öræfajökull
er ekki alveg sofnaður, að sögn Páls.
Ástandið er þó miklu rólegra en það
var á fyrrnefndu tímabili. „Það þarf
að hafa auga með þessu öllu saman,“
sagði Páll.
Bárðarbunga að þenjast út
- Sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu - Um og yfir 4,5 stig - Spurning hvort hún er að undirbúa
eldgos eða að jafna sig eftir Holuhraunsgosið - Einnig er fylgst vel með Grímsvötnum og Öræfajökli
Öræfa-
jökull
Holuhraun
Grímsvötn
VATNAJÖKULL
Bárðarbunga
Jarðhræringar
við Bárðarbungu
Grunnkort:
Veðurstofa Íslands
Skjálftar stærð
3,9 og 4,5 sl.
þriðjudagskvöld
Páll
Einarsson
Ágætisgangur er nú í eldgosinu í Geldingadölum, þótt kraft-
urinn í gosinu mælist mun minni nú en áður. Að sögn Bjarka
Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, flæddi
úr gosinu að mestu leyti í allan gærdag, þá aðallega í Mera-
dali af því sem sést á yfirborði. Prýðilegt veður var þá í gær
og margir sem nýttu veðrið til þess að ganga að gosinu.
Áður rann hraun einnig í Nátthaga en meðalhraunrennsli
hefur farið lækkandi og er aðeins 60-65% af því sem var
lengst af í maí og júní. rebekka@mbl.is
Morgunblaðið/Baldur
Enn flæðir í Meradali
Sigryggur R. Eyþórsson frímerkja-
safnari þurfti að bíða í tæpt eitt og
hálft ár eftir bréfi einu frá Kína.
Bréfið er stimplað sem móttekið á
pósthúsi í Zhenjiang í Kína þann
fjórða apríl 2020 en stimpill Íslands-
pósts um komu þess til flokkunar í
Reykjavík er dagsettur þann 22. júlí
2021.
Bréfið var því 450 daga að berast
frá Kína til Íslands.
Heiðraður í Wuhan-borg
Sigtryggur segist hafa fengið þá
útskýringu að bréfpóstur berist nú
töluvert hægar frá Kína en í venju-
legu árferði vegna faraldursins. Því
hafi bréf þetta setið á hakanum í
rúmt ár áður en það barst hingað til
lands.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
var Sigtryggur heiðraður á Heims-
sýningu frímerkja í Kína árið 2019.
Hann hlaut gullverðlaun og sérverð-
laun til viðbótar þar sem hann sýndi
safn íslenskra bréfspjalda frá 1879
til 1920. Sýning sú var haldin í borg-
inni Wuhan sem er upprunastaður
kórónuveirunnar. Hún var iðulega
kennd við borgina áður en nýnefnið
Covid-19 var kynnt til sögunnar.
Bréfið eitt og hálft ár á
leiðinni frá Kína til Íslands
- Lítið borist af bréfpósti frá Kína frá upphafi faraldurs
Sendibréf Umslagið með stimplum pósthúsanna tveggja.