Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
✝
Valdimar
Ritchie Sam-
úelsson var fæddur
í Glasgow 30. apríl
1942. Hann lést 21.
júlí 2021 á Land-
spítalanum.
Foreldrar Valdi-
mars voru Samuel
Stewart Ritchie, f.
1912, d. 1985, og
Hulda Valdimars-
dóttir Ritchie, f.
1917, d. 1999. Systur Valdimars
eru Carol Nan, f. 1943, d. 1943,
og Norma Elísabet, f. 1945.
Hálfbróðir sammæðra var Björn
Matthías Tryggvason, f. 1939, d.
2003.
Valdimar kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðrúnu
Björnsdóttur, f. 1946, þann 20.3.
1969. Börn Valdimars og Guð-
sleit barnsskónum í Vestur-
bænum. Hann lauk grunnskóla-
prófi frá Melaskóla og lauk flug-
virkjunarnámi frá Iðnskólanum
í Reykjavík. Valdimar og Guð-
rún hófu búskap í Alaska þar
sem hann starfaði við flug-
virkjun og við Alaska pipeline.
Eftir að heim var komið bjuggu
þau allan sinn búskap í Árbæj-
arhverfinu þar sem Guðrún var
alin upp. Á Íslandi starfaði
Valdimar hjá Arnarflugi og
Flugleiðum. Ásamt starfi sínu
sem flugvirki hafði Valdimar
alltaf einhver verkefni á snær-
unum og má þar nefna bátaút-
gerð, ferðabíla, byggingu sum-
arbústaðar og framleiðslu
krabbagildra svo fátt eitt sé
nefnt. Hann grúskaði líka mikið
í sögu ættar sinnar og rannsak-
aði vörður víða um heim. Fram
á síðasta dag var hann ýmist
smíðandi uppi á þaki eða að inn-
rétta ferðabíl fyrir sig og eig-
inkonu sína.
Útförin fer fram frá Árbæjar-
kirkju, í dag 29. júlí 2021,
klukkan 15.
rúnar eru: 1. Hulda
Guðrún, f. 1970,
gift Ragnari Páli
Bjarnasyni, f. 1970.
Þeirra börn eru
Arnar Breki, f.
2002, Tindur Helgi,
f. 2006, og Guðrún
Embla, f. 2006. 2.
Harpa, f. 1972, gift
Ómari Einarssyni,
f. 1972. Þeirra börn
eru Ómar Örn, f.
2001, Tómas Theodór, f. 2005,
og Einar Orri, f. 2009. 3. Elfa
Hrönn, f. 1978, gift Frey Frið-
rikssyni, f. 1976. Þeirra börn
eru Valdimar Freyr, f. 2003,
Tjörvi Freyr, f. 2005, d. 2007,
Teitur Freyr, f. 2008, og Darri
Freyr, f. 2011.
Valdimar flutti til Íslands
1946 með foreldrum sínum og
Nú kveð ég þig pabbi, ekki
reiknaði ég með því að þetta yrði
síðasta sumarið þitt með okkur,
þú orðinn 79 ára og sjaldan verið
hressari. Á fullu að skipuleggja
mörg verkefni. Síðustu ár átti
saga forfeðra þinna hug þinn allan
og í framhaldi af því keyptir þú
húsið sem fjölskylda ömmu átti í
Hnífsdal. Mikið er ég þakklát fyr-
ir að hafa verið með þér þar í sum-
ar og að við ræddum hvernig væri
best að vinna þetta risastóra verk-
efni, mikið vildi ég að við hefðum
getað byrjað að vinna það saman
og að þú hefðir fengið að fylgja
þessu verkefni eitthvað áfram.
Ekki það að þú værir verkefna-
laus, með bústaðinn, bílinn og hús-
ið. Öllu þessu vildir þú sinna sjálf-
ur og fórst þínar eigin leiðir með
þær framkvæmdir. Það er ná-
kvæmlega það sem einkenndi þig,
að þú fannst þína leið að markmið-
inu, fórst sjaldan hefðbundna leið.
Ég tel mig vera svo heppna að
hafa fæðst inn í fjölskyldu þar sem
ferðalög voru stór hluti af lífi okk-
ar og það var þvælst með okkur
um allt Ísland og keyrt um öll
Bandaríkin á Alaska-árunum og
svo hélduð þið mamma áfram að
ferðast um allan heim, ótrúleg
ferðalögin ykkar og ekki skrítið að
ég hafi gaman af því að skipu-
leggja og láta mig dreyma um
næsta áfangastað.
Pabbi, ég er þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman og vildi
óska að þinn tími hefði orðið
lengri. Ég læt fylgja einu bænina
sem þú kunnir og fórst með þegar
ég var lítil.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Þín dóttir
Hulda.
Elsku pabbi minn hefur nú
kvatt okkur. Það er svo skrítið
þegar maður finnur að tíminn er
að renna frá manni, þá er margt
sem maður vildi hafa sagt og gert.
Þegar foreldrar eru komnir á viss-
an aldur gerir maður sér auðvitað
grein fyrir því að endalokin geta
komið hvenær sem er en pabbi
var búinn að vera svo hress og
hraustur að það hvarflaði ekki að
okkur að hans stund væri að
koma.
Við dánarbeð pabba og eftir
andlát hans hefur hugurinn reikað
aftur til æskunnar. Pabbi vann
alltaf mjög mikið og sá til þess að
fjölskylduna skorti ekkert. Hann
var af gamla skólanum og var það
hlutverk fjölskylduföðurins að sjá
fyrir fjölskyldu sinni.
Æskuminningar tengdar
pabba tengjast mest ferðalögum.
Fyrstu ár mín bjuggum við í
Alaska þar sem pabbi vann. Hann
var með ævintýraþrá sem dró
hann þangað og þar bjuggum við í
trailer í Fairbanks. Þar var
ferðast vítt og breitt um Alaska.
Minningar frá þessum tíma eru
margar og skemmtilegar. Pabbi
var aðeins 10 ára gamall þegar
hann dreymdi um að fara til
Alaska og þarna lét hann þann
draum rætast með mömmu.
Þegar við komum aftur til Ís-
lands var ferðast vítt og breitt um
Ísland, keyrt inn að hálendinu,
upp á jökla, yfir ár og varla sú
þúfa sem var ekki heimsótt. Í
ferðalögunum var alltaf líf og fjör
og voru þar fjölskyldur Skollanna
oftast með í för. Þessar minningar
eru dýrmætar í dag. Þegar við
systur fluttum að heiman héldu
ferðalög mömmu og pabba áfram
þar sem flest lönd heimsins voru
heimsótt.
Pabbi var hógvær maður.
Hann hreykti sér ekki af verkum
sínum eða afkomenda sinna.
Hann var samt mjög stoltur.
Hann var maður fárra orða. Bestu
samtölin áttum við þegar við vor-
um tvö að spjalla og sýndi hann
alltaf mikinn skilning og hluttekn-
ingu. Hann sendi oft línu í tölvu-
pósti þar sem hann hrósaði mér
eða mínu fólki og lét vita að hann
hugsaði til okkar. Hann var af-
skaplega stoltur af drengjunum
mínum þremur, sem og öðrum af-
komendum, og hafði oft orð á því
hvaða kostum hann taldi þá
gædda.
Síðustu dögunum fyrir veikind-
in eyddum við stórfjölskyldan
saman á Vestfjörðum þar sem
hans ættir liggja. Hann var hress
og hraustur og engan grunaði að
hann ætti stutt eftir. Missir
mömmu er mestur en hún horfir á
eftir lífsförunaut sínum sem hún
hefur fylgt í blíðu og stríðu í gegn-
um lífið.
Mig langar til að enda þessa
minningargrein með orðum pabba
úr skilaboðum sem hann sendi
okkur þegar hann var að skoða
myndir frá fjölskylduferð árið
2018 til Alaska. „Ferðir eru eins
og klassísk tónlist sem þú rifjar
upp. Þarna voru komin börn og
barnabörn til Alaska og kannski
munu börn barnabarnanna líka
fara þangað. Munum alltaf að við
sjálf sköpum okkar framtíð og
hún skapast af draumum svo þá er
betra að hafa draumana ekki dag-
drauma heldur drauma með fram-
tíðarsýn.“
Við fjölskyldan erum rík af
klassískri tónlist ferðalaga til að
rifja upp og munu þær dýrmætu
minningar hjálpa okkur í gegnum
sorgina. Minning þín, pabbi, mun
lifa.
Þín dóttir,
Harpa.
Elsku pabbi! Það var stuttur
aðdragandi að veikindunum þín-
um. Ég gerði ráð fyrir að hafa þig
lengur hjá okkur.
Þú varst búinn að eiga svo gott
ár heilsulega. Þú fluttir fyrirtækið
með okkur í maí og sagðir að það
væri langt síðan þú varst svona
sprækur. Ég reyndi að hægja á
þér en þú tókst það ekki í mál. Þú
mættir á hverjum degi í örugg-
lega tvær eða þrjár vikur.
Þú varst mér frábær pabbi, ég
sagði það örugglega ekki nógu oft.
Ég á svo margar minningar af
okkur sem munu ylja mér um
ókomna tíð. Öll skiptin sem ég
henti mér í fangið þitt og lét þig
strjúka mér á bakinu. Þú varst
með bestu hendurnar í það. Þú
áttir alltaf klink í vasanum og ef
þú færðir það á vissan stað á brík-
inni þá mátti ég taka það. Ég tók
síðasta klinkið af bríkinni um dag-
inn þótt það væri ekki á réttum
stað, þú fyrirgefur mér það von-
andi. Við fórum í ótal ferðalög með
tilheyrandi ævintýrum með vin-
um ykkar mömmu, við fórum út á
sjó að veiða á bátnum þínum og
ferðuðumst um heiminn.
Þú varst magnaður afi. Þú
gafst stráknunum mínum alltaf
tíma þegar þeir kíktu í heimsókn.
Tilgangur heimsóknarinnar var
ýmist spjall eða að dunda með þér
í bílskúrnum. Þeir eiga eftir að
sakna þín svo mikið en þeir halda
örugglega áfram að dunda sér í
bílskúrnum hjá ömmu.
Svo á ég eftir að sakna heim-
sóknanna frá þér þegar þú fórst í
göngutúrana þína. Þá var reglu-
lega vatnspása hjá mér þegar þú
labbaðir fram hjá. Þá áttum við oft
gott spjall.
Það er mikils að sakna en það
er líka mikils að minnast. Ég veit
að þér líður vel núna. Ég ímynda
mér að þú siglir í sumarlandið á
Sómabátnum þínum Gamla
Valda, þú siglir í burtu þar til þú
hverfur okkur sjónum. En á öðr-
um stað stendur afastrákurinn
þinn við höfn og sér bátinn koma
nær og nær. Tjörvi tekur á móti
þér með opinn faðm og fær nú
sinn tíma með afa sínum.
Hvíldu í friði elsku pabbi. Þú
gefur Tjörva okkar risaknús frá
okkur.
Þín dóttir,
Elfa Hrönn.
Valdi tengdapabbi er fallinn frá
eftir snörp veikindi. Valda kynnt-
ist ég fyrir að verða þrjátíu árum
þegar ég fór að rugla saman reyt-
um með Hörpu dóttur hans. Ég sá
strax að hann var skemmtilegur
karakter sem var töluvert mótað-
ur af veru sinni í Alaska og af sínu
vestfirska, skoska og írska ætt-
erni. Hann var stoltur af ættern-
inu og bar miklar tilfinningar til
Bandaríkjanna og var hrifinn af
flestu sem þaðan kom. Valdi var
maður framkvæmda, hann gerði
t.d. út báta, byggði hús og sum-
arbústaði, ég dáðist að dugnaði
hans fram á hans síðasta dag.
Hann synti oft á móti straumnum,
hafði óhefðbundnar skoðanir á
hinum ýmsu málum en stóð fast á
sínu. Valdi var rólyndismaður sem
alltaf var gott að tala við, hvort
sem það var um málefni líðandi
stundar eða ævintýri liðinna tíma.
Hann reyndist mér og minni fjöl-
skyldu alltaf vel, ég var mjög
heppinn með tengdapabba. Það er
sjónarsviptir að Valda og ég mun
sakna hans.
Ómar Einarsson.
Mig langar að minnast Valdi-
mars Ritchie Samúelssonar
tengdapabba sem lést miðviku-
daginn 21. júlí síðastliðinn.
Á milli okkar V.sam, eins og ég
kallaði hann alltaf, var gott sam-
band og höfum við ýmislegt gert
saman, allt frá árinu 1995 þegar
við Elfa Hrönn dóttir hans fórum
að rugla saman reytum. Valdimar
var mikill áhugamaður um nánast
allt sem ég tók mér fyrir hendur
og studdi hann mig og leiðbeindi á
sinn allra besta hátt. Það sem
stendur upp úr í okkar samskipt-
um var hversu vel við náðum sam-
an í allri almennri umræðu enda
með sömu skoðanir á svo mörgu
er tengdist lífinu, þjóðmálum,
stjórnmálum, góða fólkinu o.s.frv.
Í mínu starfi hafði ég mögu-
leikann á að bjóða Valdimari
stundum með mér í heimsóknir til
viðskiptavina og höfðum við báðir
mjög gaman af því að skreppa í
þessar heimsóknir. Ein slík heim-
sókn í byrjun þessa árs er mér
minnisstæð en þá höfðu myndast
líflegar umræður um borð í togara
sem við heimsóttum, eins og svo
oft áður syntum við á móti
straumnum og lofuðum málefnið
sem rætt var um í stað þess að
lasta og var mörgum heitt í hamsi,
stýrimaður um borð stóð þá upp
og sagði: hættum þessu þvaðri áð-
ur en „feðgarnir“ sprengja hérna
borðsalinn. Það að menn hafi
haldið að við værum feðgar segir
svo margt um okkar góða sam-
band.
Valdimar fæddist í Skotlandi
og var hann stoltur af sínum upp-
runa en Bandaríkin og allt sem
tengdist þeim var honum ofarlega
í huga enda bjó hann þar með
Guðrúnu og dætrum á árum áður.
Nokkrar ferðir fórum við Valdi-
mar saman í til Bandaríkjanna,
við skoðuðum bíla, keyptum okk-
ur Triumph-mótorhjól og nutum
ferðalaganna. Ein ferð stendur þó
upp úr en það er ferðin til Alaska
árið 2018 en þá fóru Valdimar og
Guðrún með okkur börn, tengda-
börn og barnabörn í heimsókn á
þær slóðir sem þau höfðu búið á
og starfað á, hér á árum áður.
Í ár fluttum við fyrirtæki mitt
úr Garðabæ í Kópavog og stóð
Valdimar tengdafaðir minn vakt-
ina allan tímann í flutningunum,
útsjónarsemi hans t.d. við hífingar
á framleiðslubúnaði og leiðsögnin
bæði fyrir mig og aðra starfsmenn
var einstök. Það eru því orð að
sönnu að hjálpsemi Valdimars
gagnvart mér er ómetanleg.
Fyrir stuttu fór stórfjölskyldan
á ættarmót á Bíldudal, mikið er ég
þakklátur fyrir eina af síðustu
stundunum sem ég átti með
tengdaföður mínum inni í for-
tjaldi, á meðan hluti fjölskyldunn-
ar fór á tónleika. Við hlustuðum á
kántrítónlist, ræddum „bissness“,
ræddum þjóðmálin og nutum
stundarinnar.
Takk Valdimar fyrir að vera
einstakur tengdapabbi og vinur.
Takk fyrir að vera peyjunum mín-
um góður afi og takk fyrir tímann
sem við höfðum, ég naut hverrar
stundar. Núna ertu kominn í sum-
arlandið þar sem þú hittir Tjörvar
Frey son okkar Elfu og er ég þess
fullviss að hann er nú þegar búinn
að taka vel á móti þér og þið nú
þegar farnir að bralla eitthvað
saman eins og þú gerðir með eft-
irlifandi barnabörnum þínum.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, elsku Guðrún tengda-
mamma og til ykkar kæru systur,
Hulda, Harpa og Elfa, minning
um einstakan pabba, tengda-
pabba og afa lifir um ókomna tíð.
Freyr Friðriksson.
Valdimar Ritchie
Samúelsson
- Fleiri minningargreinar
um Valdimar Richie Sam-
úelsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
læknaritari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 3. júlí. Útför hennar fer fram
frá Digraneskirkju fimmtudaginn 5. ágúst
klukkan 13. Sérstakir þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar
í Kópavogi fyrir alúð og góða umönnun.
Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir, Þorlákur Jónsson
Egill Þorláksson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GERÐUR ÞÓRKATLA JÓNASDÓTTIR,
áður Auðkúlu við Hellu,
lést fimmtudaginn 22. júlí á
hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum.
Útförin fer fram frá Oddakirkju föstudaginn 6. ágúst klukkan 14.
Sævar Jónsson
Þorgils Torfi Jónsson Þórhalla Sigmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
ELÍN HJÁLMSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
20. júlí. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. ágúst
klukkan 15. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Guðbjörg Hjálmsdóttir
Guðrún María Hjálmsdóttir
Ólafína Hjálmsdóttir Guðmundur H. Sigmundsson
systkinabörn og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
PHILIPPE RICART,
lést á Landspítalanum 26. júlí.
Jóhanna Hálfdánsdóttir
Martha Ricart Andri Júlíusson
Finnur, Alda og Elmar
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN ÓSKAR GUÐMUNDSSON,
fyrrverandi deildarstjóri
á skattstofu Reykjavíkur,
áður til heimilis á Vallartröð 6
í Kópavogi,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 25. júlí.
Útför hans fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. ágúst
klukkan 13.
Guðrún H. Bjarnadóttir Edward Kiernan
Sigríður Jónsdóttir Halldór Sigurþórsson
Jón Óskar Jónsson Jóhanna Margrét Jóhannesd.
og fjölskyldur