Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 38
✝
Haukur Þorri
fæddist í
Reykjavík 9. mars
1994. Hann varð
bráðkvaddur á
Fjóni í Danmörku
13. desember 2021.
Foreldrar hans
eru hjónin Þor-
valdur Haukur
Þráinsson, f. 8.11.
1963, og Björg
Bragadóttir, f.
22.7. 1963.
Systkini hans eru Eyþór
Bragi, f. 18.1. 1982, Kristrún
Braga, f. 11.3.
1985, og Ingvi Þór,
f. 18.10. 1990.
Haukur Þorri
bjó með foreldrum
sínum á Fjóni í
Danmörku frá
fimm ára aldri.
Útför Hauks
Þorra fór fram í
Lágafellskirkju í
Mosfellsbæ 23. júlí
2021. Hann er jarð-
settur í duftkerakirkjugarð-
inum á Mosfelli í Mosfellsdal.
Meira á: https://mbl.is/andlat/
Það er erfitt að kveðja ljúfan
ömmustrák sem var mikið hjá
mér þegar hann var lítill og er
sárt saknað. Það var alltaf gam-
an að fá hann í heimsókn til Ís-
lands á sumrin og tíminn fljótur
að fjúka.
Það má t.d. minnast á ófáar
sundferðirnar sem farið var í
með Hauk, Ingva og Gunnar,
stundum tvisvar sinnum á dag.
Það var svo mikið fjör í laug-
unum að stundum voru strák-
arnir komnir í bann í ákveðnum
sundlaugum vegna þess að að-
alfjörið var að stífla rennibraut-
ina en þá var bara farið í næstu
laug. Þegar strákarnir voru
orðnir nokkuð stálpaðir, þá hélt
amman að nú gæti hún alveg
slakað á í heita pottinum en viti
menn heyrðist þá ekki í verð-
inum kalla á drengina og reka
þá upp úr fyrir sama leikinn.
Það var glaður ungur maður
sem hélt á ökuskírteininu sínu
17 ára gamall en Haukur kom
til Íslands til að læra á bíl og
var mjög kappsfullur enda náði
hann prófinu með glans. Þegar
Haukur var nýkominn með bíl-
prófið fékk hann góðan vin frá
Danmörku í heimsókn og var
heldur betur stoltur að geta
boðið vininum í bíltúr. Nú eru
þessir góðu vinir búnir hittast
aftur í Sumarlandinu.
Ég þakka fyrir allar góðu
samverustundirnar sem við átt-
um saman og hefðum við öll
viljað hafa elsku Hauk svo
miklu lengur hérna hjá okkur.
Þín amma,
Ásdís Guðmundsdóttir.
Elsku Haukur minn, það er
virkilega erfitt að finna réttu
orðin. Ég gekk að því vísu að
við myndum enn eiga nokkra
sameiginlega áratugi. Ég sakna
þín. Þó að við höfum ekki sést
mjög mikið undanfarin ár sakna
ég þín eins og bróður. Þetta var
ekki auðvelt fyrir okkur, við ól-
umst upp í mismunandi lönd-
um, á mismunandi hátt. Ég
vildi að við hefðum verið nær
hvor öðrum, kannski hefðum
við getað hjálpað og stutt hvor
annan á einn eða annan hátt
þegar eitthvað bjátaði á. Ég
fylgi þér síðasta spölinn fullur
þakklætis. Þakka þér fyrir að
leitast við að hafa samband og
skrifa mér oftar en einu sinni.
Þakka þér fyrir yndislegu af-
mælisóskirnar síðasta október.
Þakka þér fyrir að koma í
heimsókn til mín til Vínarborg-
ar 2018, þar sem við áttum frá-
bæra daga saman. Mér þykir
það mjög leitt að síðustu sam-
skipti okkar voru skilaboð frá
þér sem ég lét því miður ósvar-
að. Það nístir hjarta mitt að ég
hringdi ekki í þig, að við
sáumst ekki aftur. Þín er sárt
saknað, þín mun ávallt verða
saknað.
Þó að sorglegt sé og erfitt
fyrir okkur öll, þá tókst þér
samt að koma nánast allri fjöl-
skyldunni á einn stað, eins og
við höfðum oft talað um og var
einlæg ósk okkar. Ég vona að
þú horfir niður til okkar og
finnir og sjáir að við elskum þig
öll og munum ætíð elska þig.
Hugur minn fylgir þér,
Haukur frændi, takk fyrir allar
yndislegu minningarnar!
Philip frændi.
Þegar ég hugsa til þín,
Haukur frændi minn, þá yljar
mér fallega brosið þitt. Það var
alltaf svo bjart yfir þér, þú
varst svo hlýr í látleysi þínu.
Sem barn hafðir þú mikinn
áhuga fyrir náttúrunni og dýr-
um og ég man þegar þú heim-
sóttir okkur í Neuhaus í Aust-
urríki. Við fórum að skoða
strútarækt í nágrenninu og þú
barst stoltur risastrútsegg
heim og sagðir okkur að eitt
svona egg væri á við 30 hænu-
egg. Þegar við hittumst – því
miður allt of sjaldan – í Dan-
mörku var gott að knúsa þig,
þú sagðir ekki margt en nær-
vera þín var svo undurgóð.
Skelfilegt slys fyrir nokkrum
árum setti mark sitt á þig og ég
man hvað við vorum óendan-
lega þakklát fyrir að þú lifðir
það af. Við áttum góða daga
saman með foreldrum þínum í
Austurríki 2018, því bera allar
fallegu myndirnar af þér vitni,
þú varst svo ánægður og áttir
framtíðina fyrir þér. Í minning-
unni lifir líka brosandi og ham-
ingjusamt andlit á jólamarkaði í
Vín það sama ár, þegar þú
heimsóttir frænku þína og móð-
ursystur. Í upphafi þeirrar
ferðar fórum við í smá „sig-
htseeing“ og drukkum saman
jólaglögg, bollann tókstu með
heim til að gleðja mömmu þína.
Það er svo sárt og ótrúlegt
að þú sért farinn. Á tímum há-
tækni er mér það óskiljanlegt
að sá meðfæddi galli sem batt
enda á líf þitt skyldi ekki upp-
götvast í tíma. Það sem huggar
er að þú vissir ekki hvað beið
þín og finnur ekki fyrir sárs-
auka þar sem þú ert nú og síst
af öllu hefðir þú viljað valda
foreldrum þínum og systkinum
slíkri sorg. Þú skilur eftir stórt
skarð sem aldrei fyllist en
minning þín lifir meðal okkar
um ókomna tíma. Guð blessi þig
og styrki foreldra þína og
systkin.
Þín
Rannveig frænka.
Elsku fallegi frændi minn
með stóra hjartað var lagður til
hinstu hvíldar í Mosfellskirkju-
garði 23. júlí síðastliðinn. Hauk-
ur Þorri Þorvaldsson bróður-
sonur minn varð bráðkvaddur í
Danmörku 13.12. 2020, aðeins
26 ára gamall.
Við eigum margar dýrmætar
minningar um góðan dreng.
Haukur Þorri sá það góða í öll-
um og alltaf var jafn gaman að
hitta hann og spjalla um lífið og
tilveruna.
Síðast þegar ég kom í heim-
sókn til Danmerkur og hitti
Hauk fyrir einu og hálfu ári þá
kom hann við í bakaríinu á leið
heim eftir næturvakt og keypti
gott bakkelsi með kaffinu fyrir
frænku. Hann vildi alltaf öllum
vel og það var alltaf svo gaman
að hitta hann. Við eigum líka
margar góðar minningar frá ár-
unum sem Haukur var polli, en
hann var á milli barnanna
minna, Gunnars og Þórunnar, í
aldri og mikill félagi þeirra. Það
var alltaf gaman að fá Hauk í
heimsókn til Íslands og var allt-
af mikið fjör og margt brallað
hjá krökkunum. Það var ekki
síður skemmtilegt að hitta
Hauk í Danmörku og sjá hann í
essinu sínu úti að leika sér og
gaman fyrir krakkana að upp-
lifa alls konar ævintýri saman
úti í góða veðrinu. Oft voru
stígvélin full af vatni og stund-
um þurfti að skipta um föt
nokkrum sinnum yfir daginn.
Haukur hafði mjög gaman af
dýrum, hann hafði t.d. gaman
af því að sýna okkur kanínurn-
ar sínar og seinna Ella eðlu.
Einu sinni burðuðust Haukur
og krakkarnir heim langar leið-
ir með önd sem sett var í bala.
Haukur hikaði ekki við að vaða
langar leiðir út í tjörn eða
hoppa út í skurð ef hann sá
eitthvað spennandi.
Við erum þakklát fyrir góðar
minningar um ljúfan dreng sem
er sárt saknað.
Hugur okkar er hjá Þorra
bróður mínum og Björgu mág-
konu og systkinum hans, Ey-
þóri, Kristrúnu og Ingva Þór.
Elsku frændi, Guð geymi þig.
Guðlaug Erla
Gunnarsdóttir.
Haukur Þorri
Þorvaldsson
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
✝
Bóel Ísleifs-
dóttir fæddist í
Miðkoti í Fljótshlíð
13. apríl 1926. Hún
lést á Vífilsstöðum
að kvöldi 8. júlí
2021.
Foreldrar Bóel-
ar voru hjónin
Ingibjörg Krist-
jánsdóttir, f. 1891,
d. 1970, og Ísleifur
Sveinsson, f. 1900,
d. 1981. Eiginmaður Bóelar var
Friðrik Þorláksson Ottesen, f.
10.2. 1924, d. 24.1. 1978, for-
eldrar hans voru Þuríður Frið-
riksdóttir, f. 1887, d. 1954, og
Þorlákur Ottesen, f. 1894, d.
1986. Börn Bóelar og Friðriks
eru: Pétur F. Ottesen, f. 1946.
Fyrri sambýliskona Júdith
Rasmussen, f. 1937, d. 2017,
hennar sonur og fóstursonur
Péturs, Jo-Krister Rasmussen,
f. 1974. Unnusta Péturs er
Sunna Emanúelsdóttir, f. 1942.
2) Ingibjörg F. Ottesen, f. 1948.
Fyrri eiginmaður hennar var
Hjörtur Kristjánsson, f. 1949, d.
2014. Dætur þeirra: Sigríður
Hjartardóttir Collington, f.
1970, d. 2013, gift Wayne Coll-
ington, f. 1964, þeirra börn:
Gabríela Bóel, Oliver Thor og
Freyja Ena. Bóel Hjarta, f.
1971, gift Hjálmari Þorsteins-
syni. Dætur þeirra: Hekla,
þar sem hún festi rætur. Árið
1946 gengu þau Friðrik í hjóna-
band og fyrstu 18 ár búskap-
arins helgaði hún sig heimili og
börnum. Bóel og Friðrik
byggðu sér hús í smáíbúða-
hverfinu og þar var gott að
koma enda voru þau bæði gest-
risin og greiðvikið fólk. Vinir
barna þeirra áttu oft sitt annað
heimili í Breiðagerði 31. Bóel
hafði yndi af handverki og lék
allt í höndum hennar, hún sótti
mörg myndlistarnámskeið og
eftir hana liggja fjölmörg lista-
verk sem prýða ófá heimili
stórfjölskyldunnar og víðar. Ár-
ið 1964 hóf Bóel störf í Reykja-
víkur Apóteki og starfaði þar
óslitið til 1993. Bóel tók því
fagnandi að fara á eftirlaun til
að hafa tíma til helga sig lífinu
og listinni. Árið 1997 flutti Bóel
í lítið raðhús að Vogatungu 7
Kópavogi og þar fékk list-
hneigð, grænir fingur og ein-
stök smekkvísi hennar að njóta
sín og kallaði hún þessa vist-
arveru paradísina sína og allir
sem komu þarna fundu hlýju og
ró og gátu slakað á, enda Bóel
einstaklega rólynd þrátt fyrir
skapfestu og viljastyrk. Bóel
kvaddi heimili sitt hnarreist
föstudaginn 24. júní.
Vegna lungnabólgu lagðist
Bóel inn á deild A6 í þrjár vik-
ur og var þaðan flutt á öldr-
unardeildina á Vífilsstöðum til
að bíða eftir að fá vist á hjúkr-
unarheimili, en lést þar tæpri
viku síðar.
Útförin verður gerð frá
Áskirkju í dag, 29. júlí 2021,
klukkan 13.
Martha og Hera.
Seinni maður Ingi-
bjargar er Garðar
Valur Jónsson, f.
1954, og sonur
þeirra er Ísleifur
Örn Garðarsson, f.
1989, kvæntur
Kristjönu Ósk
Howard. Þeirra
börn: Guðlaug Bóel
og Garðar Valur.
3) Ísleifur F. Otte-
sen, f. 1951. Fyrri kona hans er
Sigríður Alda Hrólfsdóttir og
sonur þeirra er Friðrik Már
Ottesen, f. 1.2. 1976, kvæntur
Evu Gunnarsdóttur og dætur
þeirra eru Ísól Alda og Svala
Sóllilja. Ísleifur gekk syni Sig-
ríðar í föðurstað. Birgir Þór
Kristinsson, f. 1973, kvæntur
Halldóru Ósk Ólafsdóttur, son-
ur þeirra er Friðrik Ólafur.
Einnig á Ísleifur soninn Ísleif
Gauta Diego, f. 1993. Seinni
kona Ísleifs er Svala Ólafs-
dóttir, f. 1954. 4) Þorlákur Otte-
sen, f. 20.8. 1954 d. 5.12. 1954.
5) Þuríður Ottesen, f. 1957.
Fyrrum sambýlismaður hennar
er Sigurbjartur Ágúst Guð-
mundsson, f. 1957, sonur þeirra
er Pétur Sigurbjartsson, f.
1984. Bóel stundaði nám við
Barnaskóla Fljótshlíðar, starf-
aði á unglingsárum m.a. á Eyr-
arbakka og síðar í Reykjavík
Litli tónlistarmaðurinn
Mamma, ertu vakandi mamma mín?
Mamma, ég vil koma til þín.
Ó mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og
kór.
Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, áðan dreymdi mig draum
um þig.
En datt þá fram úr og það truflaði
mig.
Þú varst drottning í hárri höll.
Hljómsveitin! Álfar, menn og tröll,
lék þér og söng í senn, hún var svo
stórfengleg.
Tröllin þau börðu á bumburnar.
Blómálfar léku á flauturnar.
Fiðlurnar menskir menn, á mandolin
ég.
Allir mændum við upp til þín.
Eins og blóm þegar sólin skín.
En þínum faðmi frá, gjafir flugu um
allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.
Glaður náði ég fjótt í mitt.
En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo
hann valt.
Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og
kór.
(Freymóður Jóhannsson)
Við móðurmissi verða flestir
lítil börn.
Ingibjörg.
Það er svo óendanlega stórt
að missa mömmu sína, hvernig
nú er að segja mamma verður
öðruvísi, sárt, ljúft eins og að
stór kafli úr lífsbókinni sé settur
inn í aðra vídd. Líf þitt hófst í
Fljótshlíðinni, þú sleist barns-
skónum í fallegri sveit, um-
kringd fjörugum systkinum,
miðjubarn en alls ekki gleymda
barnið heldur sjálfstæð, vilja-
sterk, geislandi og glaðbeitt. Um
sextán ára aldur ertu komin til
Reykjavíkur enda aldrei nein
sveitastelpa í þér, vildir frekar
vera í dragt og hælaskóm.
Mamma þín nestaði þig með
góðum meðmælum um að þú
myndir alltaf spjara þig, sem
urðu orð að sönnu. Giftist pabba
og áttir fimm börn, eitt þeirra
lést barnungt og var minningu
elsku Þorláks bróður ætíð haldið
lifandi og nú eru ykkar endur-
fundir. Hjónabandið entist ekki
og varst þú hugrökk að stíga út
á þeim tíma þegar slíkt var varla
liðið. Þér tókst að halda þér og
börnum þínum fallegt heimili af
mikilli elju og ráðdeildarsemi.
Þú laðaðir það góða fram í fólki
og bjóst til ný vinabönd alla ævi
og meðhöndlaðir fólk af trú-
mennsku. Vinir barnanna þinna
urðu þínir vinir. Barnabörn og
barnabarnabörn voru séð og
heyrð. Í ölduróti lífsins valdir þú
styrk og lifðir af með húmor.
Það eru tár á hvarmi en gleði í
hjarta að skynja að þú ert búin
að fá vængina þína, elsku
mamma. Ég sakna þín ekki bara
sem mömmu heldur einnig sem
bestu vinkonu. Takk fyrir allt og
svífðu hátt!
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins -
perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
Davíð Stefánsson
Þín
Þuríður (Þurí).
Elsku besta langamma okkar.
Þú varst alltaf svo ljúf og góð.
Þú varst góð listakona og mál-
aðir svo fallegar myndir. Við
höldum mikið upp á öll fallegu
kortin sem þú hefur gefið okkur,
sérstaklega núna.
Þegar Garðar Valur var fjög-
urra ára sagði hann: „Amma
getur vert 100 ára ef hún hugsar
vel um sig.“ Þú náðir ekki 100
árunum en hugsaðir samt vel
um heilsuna og reyndir ávallt að
leiðbeina okkur. Til að mynda
baðstu okkur að fara varlega í
páskaeggjaát því annars yrðum
við að hlaupa að Hvolsvelli og til
baka.
Við söknum þín mikið en vit-
um að þið Sirrý passið okkur
vel. Megir þú hvíla í friði.
Guðlaug Bóel Ísleifsdóttir
og Garðar Valur Ísleifsson.
Bóel, móðursystir mín, kvaddi
með reisn, á sama hátt og hún
lifði, var ferðbúin í flugið til
hinna óþekktu stranda þar sem
engra bólusetningarvottorða er
krafist. Hún bar sterk einkenni
Miðkotsættarinnar en systkinin
voru sjö og lifa nú tvær yngstu
systurnar, Ísbjörg og Guðrún,
báðar á tíræðisaldri. Bóel kunni
betur við að gefa en þiggja – var
einstaklega vinnusöm og um leið
nægjusöm fyrir sig. Hún var
listfeng og dýrkaði gróður jarð-
ar. Sumarið var hennar tími og
hún naut sín í garðinum – nostr-
aði við blómin sín og angandi
gróðurinn. Í henni blundaði
listamaður og hún hefði án efa
getað náð langt í myndlist ef að-
stæður hefðu verið henni hag-
stæðari. Hún náði samt að næla
sér í grunnmenntun á því sviði
og þá undirstöðu nýtti hún vel.
Hún kunni ekki að verðleggja
verk sín því meðfætt lítillæti var
henni ættarfylgja. Bóel var fal-
leg kona, hláturmild, glettin, oft
gráglettin og henni fylgdi fersk-
ur andblær og einhver ævintýra-
ljómi. Myndir eftir hana gleðja
augu mín alla daga og ég er viss
um að öll hennar fallegu jólakort
varðveitast hjá þeim sem nutu.
Starfsvettvangur hennar framan
af var að sjá um bú og börn,
lengst af í Breiðagerðinu en þar
rak hún myndarlegt heimili.
Þangað var ættgarðurinn ávallt
velkominn og þar nutum við
systkinin gestrisni hennar og
innilegrar góðvildar. Hún gerði
einstaklega góðan mat og hafði
auga fyrir að bera allt fallega
fram. Um árabil vann hún í
Reykjavíkur Apóteki og þótti
okkur Hvolsvallarkrökkunum
ekki lítið gaman að koma þar og
heilsa upp á frænku. Þjónustu-
lund hennar hefur án efa notið
sín vel í apótekinu. Móðir mín og
Bóel voru mjög nánar og höfðu
yndi af löngum símtölum þar
sem þær rifjuðu upp margt gott
og skemmtilegt sem gerðist
forðum daga í Fljótshlíðinni.
Mamma var aðeins ári eldri en
Bóel og göntuðust þær stundum
systurnar með það að skaparinn
hefði gleymt að sækja þær. En
undir himninum hefur allt sinn
tíma. Það má segja að þær syst-
ur hafi fylgst að í lífi og dauða
því þær kvöddu þennan heim
með skömmu millibili. Ég hef
frænku minni margt að þakka
og ástvinum hennar öllum send-
um við systkinin okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi
fólkið hennar og minningu góðr-
ar konu.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Bóel
Ísleifsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.