Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 6

Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS LOKADAGAR ÚTSÖLU ENNMEIRI VERÐLÆKKUN Esther Hallsdóttir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Steinar Ingi Kolbeins 122 greindust með kórónuveiruna í gær, einum færri en daginn áður, en það var sá stærsti í sögu faraldurs- ins hér á landi, ef tekið er mið af innanlandssmitum. Einnig greindust þrír á landamærunum. Samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is voru 26 í sóttkví við greiningu og því 96 ut- an. Sú hætta er nú uppi að Ísland lendi á rauðum lista sem gæti þýtt auknar hömlur fyrir ferðamenn sem stefna á að ferðast hingað til lands. Gífurlegur fjöldi sýna Verulegur fjöldi sýna var tekinn í fyrradag, en 4.454 sýni voru tekin við einkennasýnatöku, 506 sýni voru tekin á landamærunum og 1.484 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Fleiri sýni hafa ekki verið tekin á einum og sama deginum frá því faraldurinn hófst hér á landi. Þá eru langflestir þeirra sem hafa greinst síðustu daga á aldrinum 18-29, en alls eru 373 á því aldursbili í einangrun. Þá eru 148 á aldrinum 30-39 í einangrun. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Land- spítala, segir mikið álag á sýnatöku- teyminu og á deildinni. „Í gær greindum við 5.400 sýni. Það er langmesti fjöldi sem við höf- um greint nokkurn tímann. Það var unnið fram á nótt. Við ráðum við svona 4-5 þúsund sýni á dag, ef það fer yfir þann fjölda fer að verða mjög erfitt fyrir starfsmenn að sinna því og við gætum þurft að kalla fólk inn úr sumarfríum, sem við viljum helst ekki þurfa að gera.“ Hann segir einnig verulega leitt að sú staða sé uppi að kalla þurfi mögulega fólk til baka úr sum- arleyfum. „Þetta er versti tími árs- ins fyrir svona stöðu, það eru flestir í sumarfríi út þessa viku og í síðustu viku. Einnig er dálítið mikið í næstu viku.“ Segir mikið álag á starfsfólki Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar og starf- andi forstjóri á Landspítalanum, segir hættustig hafa verið sett á vegna þess að spítalinn var þegar byrjaður að starfa eftir þeim verk- ferlum. Hún hefur áhyggjur af álagi á spítalanum og þá kannski helst vegna þess mikla álags sem starfs- fólk er undir. Spurð hvernig spítalinn sé búinn undir það að innlögnum gæti fjölgað segir hún: „Þetta er bara verkefnið sem vikan hefur farið í. Við hækkum viðbúnaðarstigið í „hættustig“ í raun vegna þess að við vorum nú þegar byrjuð að vinna eftir þeim ferlum. Við lítum bara á það sem ábyrga stöðu í ljósi reynslunnar að undirbúa spítalann fyrir auknar innlagnir.“ Hún bendir þó á að þrátt fyrir að „hættustig“ kunni að hljóma óþægi- lega og á þann veg að spítalinn ráði ekki við stöðuna, sé það ekki raunin. Það er ekki fyrr en spítalinn lýsir yf- ir „neyðarstigi“, þá megi segja að verkefnið sé orðið spítalanum ofviða. „Við fengum margar innlagnir í gær og reynslan segir okkur einmitt þetta, að tími líður frá því fólk smit- ast og þar til það veikist.“ Hún segir einnig að margt bendi til þess að færri gjörgæsluinnlagnir verði sök- um bólusetninga, en bendir á að vegna þess hve dreifð veiran sé í samfélaginu, sé hún nú komin inn í viðkvæmari hópa sem sluppu betur í síðustu bylgjum. Þeir einstaklingar séu að leggjast inn á spítala núna. Spurð út í áhyggjur fólks af ofá- lagi sem geti myndast á spítalanum, segir Sigríður aðaláhyggjurnar núna snúa að því mikla og langvar- andi álagi sem starfsfólk spítalans hefur upplifað. „Þetta reynir veru- lega á starfsfólk. Það upplifir nátt- úrulega ákveðna áhættu sem fylgir þessu starfi. Til dæmis áhættan við að smitast eða smita vini, fjölskyldu og sérstaklega sjúklinga.“ Snúin staða þrátt fyrir kosti bólusetninga Þrátt fyrir víðtækar bólusetn- ingar í landinu og að búast megi við færri alvarlegum veikindatilfellum segir Sigríður þó stöðuna snúna. Hún segir: „Vegna þess hve út- breidd veiran er í samfélaginu þá er komin upp sú hætta að starfs- fólkið okkar smitist og við höfum verið að lenda í því. Síðustu vikuna hafa komið upp smit meðal starfs- manna á líklega átta klínískum deildum auk stoðþjónustu, s.s. í eld- húsi.“ Hvað varðar framhaldið segir Sigríður: „Okkar bíður bara það verkefni að ákveða hvernig eigi að byggja upp heilbrigðiskerfið til lengri tíma. Það snýr fyrst og fremst að innviðum og mannafla.“ Enginn uppgjafartónn er í starfs- mönnum spítalans að sögn Sigríðar. „Við vinnum þetta bara sem verk- efni sem við munum leysa, það þýð- ir ekkert að bugast. Hér er ótrú- lega magnað starfsfólk sem er vel að sér, hugmyndaríkt, úrræðagott og ótrúlega skuldbundið verkefn- inu.“ 122 greindust smitaðir í gær - Einu smiti færra en daginn áður - Gífurlegur fjöldi sýna - Gætu þurft að kalla fólk inn úr sumarleyfi - Mikið álag á starfsmönnum - Hættustig þýðir ekki að verkefnið sé spítalanum ofviða 2 6 4 3 9 17 14 24 16 16 44 57 78 85 96 89 71 125 124 10 9 9 24 11 43 18 52 22 57 26 62 14 71 16 53 36 84 24 89 Fjöldi innanlandssmita frá 28. feb. 2020 Heildarfjöldi smita frá 9. júlí 2021 Heimild: covid.is Heimild: LSH 122 ný innanlands- smit greindust sl. sólarhring* 951 einstaklingur er í skimunarsóttkví 2.243 einstaklingar eru í sóttkví Innanlandssmit Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Skimun á landamærum 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27.2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær 853 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 120 100 80 60 40 20 0 24.mars 2020 106 smit 5. október 2020 100 smit 26. júlí 2021 123 smit 7.545 staðfest smit alls 8 sjúklingar eru inniliggjandi á LSH með Covid-19, þar af 1 á gjörgæslu 9 einstaklingar af þeim 853 sem eru í eftirliti á Covid-göngudeild LSH flokk- ast gulir og tveir sem rauðir 89 af þeim 853 sem eru í eftirliti á Covid-göngudeild LSH eru börn *Tölur um fjölda innan- landssmita sl. sólarhring eru ekki endanlegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Biðröð Það er orðið daglegt brauð að röð myndist við sýnatökuna á Suður- landsbraut. Metfjöldi sýna var greindur hjá Landspítalanum í fyrradag. Atvinnumiðlanir sem flytja fólk til landsins í því skyni að það geti starfað hér vísa gjarnan fólki sínu umsvifalaust í dvöl á sóttkvíarhótelum við komuna til landsins. Þetta bætist ofan á vanda sóttkvíarhótelanna hvað varðar fjölda óbólusettra er- lendra ferðamanna sem þar dvelja í sinni fimm daga sóttkví, að sögn Gylfa Þórs Þorsteins- sonar, forstöðumanns farsótt- arhúsa. Staðan þar er orðin býsna þröng. „Við erum með yfir 200 manns núna í einangrun. Við búumst við því að eftir tvo til þrjá daga verði einangr- unarplássin hjá okkur uppurin,“ segir Gylfi. Hann segir þó ávallt vera til staðar plan B og plan C fyrir það sem getur gerst. Óbólusett- um ferðamönnum í sóttkví fækki, en þó séu enn um 150 ferðamenn í húsunum. „Það munar að sjálfsögðu um þau herbergi, bæði í ut- anumhaldi og í öðru.“ Staðan orðin mjög þröng FARSÓTTARHÚSIN Sýnatökur gengu vel í gær, að sögn Ingibjargar Salóme Steindórs- dóttur, verkefnastjóra sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborg- arsvæðinu. „Það var engin röð eftir hádegi sem kalla skyldi þannig að það er bara flott.“ Færri voru skimaðir í gær en í fyrradag. Þrátt fyrir það var nokk- uð löng röð fyrir hádegi. Ingibjörg segir að það skýrist af því að allir mæti meira og minna á sama tíma. „Fólk þarf að vera þolinmótt, sem hefur ekki reynst neitt mál enda gott veður og huggulegt,“ segir Ingibjörg. Í gær tilkynnti Alma D. Möller landlæknir að opnað hefði verið fyrir skráningu í bakvarðasveit. Fólk hefur verið beðið að skrá sig jafnvel þótt það sé ekki heilbrigð- isstarfsfólk, þar sem vanti að bæta mannskap við sýnatökur meðal annars, sem krefjist ekki endilega sérfræðiþekkingar. Spurð hvort mannskapur sé byrjaður að skila sér í gegnum milligöngu bak- varðasveitarinnar segir Ingibjörg: „Við erum bara að reyna að bæta við fólki hægt og rólega meðan við hlaupum, það verður fínt.“ Gífurlegt álag hefur verið á sýna- töku, en í fyrradag voru um 5.200 sýni skimuð á sýkla- og veirufræði- deild Landspítalans. Karl G. Krist- insson, yfirlæknir sýkla- og veiru- fræðideildar Landspítala, segir sumarið erfiðan árstíma fyrir svona verkefni eins og ný bylgja smita er. „Þetta er versti tími ársins fyrir svona stöðu, það eru flestir í sum- arfríi út þessa viku og í síðustu viku. Svo er dálítið mikið í næstu viku líka.“ Færri sýni en síðustu daga - Röð orðin daglegt brauð - Óskað eftir bakvörðum Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Sýni Færri sýni voru tekin í gær en í fyrradag sem var metdagur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.