Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 41
eldra okkar vita hvar drengurinn
væri, halda síðan áfram á miðin.
Hann kom með okkur á síldina
tvö næstu sumur, einn túr hvort
sumar, og talaði oft um það hvað
honum fannst það gaman. Það
átti nú samt ekki fyrir honum að
liggja að verða sjómaður þótt
hann hefði eflaust plumað sig vel
sem slíkur enda áhuginn nægur.
Eyþór var snemma ákveðinn í
að mennta sig enda góður náms-
maður, hann menntaði sig sem
læknir með sérnám í röntgen-
lækningum og var einn af fær-
ustu sérfræðingum á því sviði.
Hann starfaði sem einn af eig-
endum við röntgen Domus Med-
ica við góðan orðstír og var ný-
lega búinn að selja sinn hlut og
ætlaði að fara að taka lífinu með
ró og njóta þess að vera til með
Ágústu sinni og börnunum.
Ég og Nonni bróðir byrjuðum
snemma á því að stelast í veiði-
dótið hjá pabba og fara út á brú
eða inn í Fjarðará að veiða og að
sjálfsögðu komumst við ekki upp
með annað en að taka litla bróður
með. Hann drakk alla viskuna í
sig sem við vorum búnir að til-
einka okkur og bætti um betur og
varð færasti veiðimaðurinn af
okkur bræðrunum. Eyþór var
alla tíð mikill ástríðustangveiði-
maður og með allra bestu
fluguveiðimönnum. Við fórum
mjög oft í veiði saman enda Ey-
þór einhver sá besti veiðifélagi
sem ég hef átt. Alltaf rólegur og
yfirvegaður enda þurfti hann
engin orð ef honum mislíkaði eitt-
hvað. Hann hafði sérstakt lag á
að setja í brýrnar og þá vissi
maður hvað klukkan sló. Í veið-
inni höfðum við alltaf sama hátt-
inn á þegar við máttum veiða með
mörgum veiðarfærum og hirða
allt. Eyþór fór yfir svæðið með
flugu og ég fór svo yfir það með
spún og oftast eftir slíka daga
vorum við nánast jafnir og alsæl-
ir.
Eyþór var mikill fjölskyldu-
maður og eignuðust þau Ágústa
þrjú yndisleg börn og eitt barna-
barn. Strákarnir þeirra hafa erft
veiðiáhugann frá pabba sínum og
fóru þeir feðgar oft að veiða, en
einnig öll fjölskyldan saman. Við
höfum einnig farið saman með
stórum hóp úr fjölskyldunni í
veiði í Hólsá í þrjá daga mörg
undanfarin ár og stendur til að
við förum þangað í vikunni eftir
verslunarmannahelgina. Eyþór
var búinn að hlakka mikið til
ferðarinnar enda búinn að panta
veiðina fyrir löngu og skipu-
leggja allt út í hörgul. Hans verð-
ur sárt saknað og efast ég ekki
um að hann verði ekki langt und-
an.
Eyþór var alla tíð bóngóður og
duglegur. Hann var sparsamur
og átti alltaf einhvern pening.
Þegar við Inga byggðum okkar
fyrstu íbúð í Breiðholtinu þá
vantaði okkur smá pening. Hann
var þá 16 ára og lánaði okkur það
sem þurfti. Þetta lýsir honum vel,
en hann vildi hvers manns vanda
leysa og reyndist samferðafólki
sínu vel.
Við kveðjum með hlýju í
hjarta, einstakan bróður og vin.
Þakklát fyrir einstakt samband
sem aldrei bar skugga á. Minn-
ingarnar eru margar og þær
geymum við í hugum okkar. Við
Inga vottum Ágústu, mömmu,
Siggu, Eyþóri Inga, Ástu, Finni,
Gróu Laufeyju, tengdabörnum
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Þorleifur (Tolli) og Inga.
Nú þegar hann mágur minn
hefur kvatt þessa jarðvist eftir
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
hafði betur að lokum langar mig
að setja nokkur kveðjuorð á blað.
Minningarnar streyma fram í
hugann. Ágústa systir mín og
Eyþór kynntust mjög ung. Fyrst
þegar ég sá hann höfðu þau mælt
sér mót á Lækjartorgi. Við syst-
ur fórum saman í bæinn, því auð-
vitað var ég spennt að sjá kær-
astann hennar. Hann var mjög
sætur strákur og svo átti hann
rauðan blæju-Willysjeppa sem
þótti ansi töff. Nú hafði ég séð
hann og lét mig hverfa, en þau
fóru sína leið ung og ástfangin.
Ég verð að játa að ég var svolítið
afbrýðisöm svona fyrst, því mér
fannst ég missa systur mína til
hans. Hann Eyþór var afskap-
lega góður drengur, heilsteyptur
og traustur. Því áttum við
tengdafólkið hans eftir að kynn-
ast. Hann var hluti af okkar fjöl-
skyldu í áratugi og var okkur sem
bróðir.
Árum saman fóru þeir svilar
hans og mágur í Veiðivötn á
hverju sumri. Þar áttu þeir
ógleymanlegar samverustundir
sem styrktu þeirra vináttu.
Margs er að minnast úr þeim
ferðum sem þeir rifjuðu upp á
góðum stundum. Eyþór var veiði-
maður af lífi og sál og átti vafalít-
ið sínar bestu stundir við veiði-
árnar. Á seinni árum voru þau
Ágústa farin að veiða saman og
nutu þess svo sannarlega.
Að leiðarlokum þökkum við
samfylgdina og minningin um
einstakan dreng mun lifa með
okkur.
Elsku Ágústa og þið öll fjöl-
skyldan. Innileg samúð frá okkur
fjölskyldunni.
Henný og Reynir.
Sumarið 1970 hóf Björgvin
Jónsson faðir Eyþórs útgerð og
fiskverkun í Þorlákshöfn undir
nöfnunum Húnaröst og Gletting-
ur. Fjölskylda Björgvins tók
virkan þátt í uppbygginu félag-
anna, þar á meðal Eyþór sem
vann mörg næstu sumur í Þor-
lákshöfn. Hann byrjaði að mæta
á fótboltaæfingar hjá Þór og taka
þátt í keppnum og þar hittumst
við fyrst. Sumarið eftir kynnt-
umst við betur þegar hann og
Ágústa systir fóru að stinga sam-
an nefjum, sem endaði með gæfu-
ríku hjónabandi.
Fótbolti var okkur báðum hug-
leikinn. Við gátum rætt um fót-
bolta fram og til baka, hvort sem
það var leikurinn sem við spiluð-
um með Þór fyrr um daginn,
landsleikir eða enski boltinn. Við
áttum uppáhaldslið í enska bolt-
anum, Eyþór Everton og ég Liv-
erpool, og oft horfðum við saman
þegar þessi lið mættust og þá var
samkomulag um að sýna tillits-
semi, ekki hlakka of mikið yfir
sigri.
Annað áhugamál átti Eyþór,
en það var stangveiðin. Hann var
mikill veiðimaður og eiginlega
með veiðidellu í jákvæðum skiln-
ingi þess orðs. Sem betur fer náði
hann að smita Ágústu og þau
veiddu mikið saman. Við Eyþór
fórum saman í laxveiði og árlega
fórum við mágarnir allir saman í
Veiðivötn. Veiðivatnaferðirnar
spönnuðu áratugi og alltaf var
jafnmikil tilhlökkun og það var
glatt á hjalla í bílnum og veiði-
húsinu og margt spaugað. Þar
sást vel hve veiðihugurinn var
mikill, Eyþór var ekkert fyrir
það að hanga inni í bíl þegar kom-
ið var að vatni og skipti engu máli
þótt það mígrigndi og blési.
Ekki get ég sagt skilið við
veiðina án þess að nefna Langá
og Rangárnar, en þegar ég var að
fara að veiða þar var gott að
heyra í Eyþóri. Hann þekkti
þessar ár svo vel að hann gat lýst
hverjum veiðistað og hvernig
væri gott að standa að veiðinni.
Ég átti nú fullt í fangi með að
meðtaka þetta allt, en þegar á
staðinn var komið lifnuðu lýsing-
arnar við.
Eyþór var afburðagóður lækn-
ir og einu sinni sem oftar þurfti
að krukka í liðþófa á mér og Ey-
þór sá um að mynda. Ég sagði
lækninum, sem sá um að skera,
frá tengslum okkar Eyþórs og
hann sagði mér þá að það væri
gott að fá greiningar frá Eyþóri
því hann væri einn sá albesti. Ey-
þór var einnig okkar stoð og
stytta í veikindum Sigrúnar og
oftar en einu sinni kom hann okk-
ur til aðstoðar í þeim þolraunum.
Eyþór var heilsteyptur maður
og góður drengur, sem alltaf var
tilbúinn að hjálpa ef eitthvað
bjátaði á. Hann var bráðgáfaður,
húmoristi og fljótur að skilja grín
sem djúpt var á og hafði sjálfur
gaman af að læða inn slíkum
bröndurum þótt hann væri nú al-
mennt ekki maður margra orða.
Við náðum vel saman og gátum
talað um meira en veiði og fót-
bolta, þótt aðrir heyrðu ekki það
tal. Á okkar 50 ára samferð bar
aldrei skugga og alltaf ríkti full-
komið traust og vinskapur.
Eyþór tókst á við sjúkdóminn
illvíga með skapstyrk sínum og
ótrúlegu æðruleysi og þegar við
kvöddumst þá var talað yfirvegað
um það sem í vændum var.
Elsku Ágústa, Eyþór Ingi,
Ásta, Finnur Már, Inga, Björg og
Gróa Laufey, megi guð gefa ykk-
ur styrk til að takast á við ykkar
mikla missi.
Gunnar Herbertsson.
Fallegur, ljúfur og góður.
Traustur, tryggur og ráðagóður.
Fastur fyrir ef því var að skipta.
Þannig var hann Eyþór frændi.
Nú er hann farinn í sumarlandið
að hitta Ingibjörgu frænku, syst-
ur sína. Þegar Ingibjörg litla,
systir okkar, fæddist bjuggu for-
eldrar Eyþórs, amma okkar og
afi, í Goðheimunum með fjórum
yngstu börnunum; Jóni, Eyþóri,
Ingibjörgu og Ebbu. Þau elstu,
Hansína, mamma okkar, og Tolli,
voru farin að heiman. Þegar Ingi-
björg litla kom í heimsókn tók
Jón frændi hana gjarnan í þétta
kleinu til að láta hana segja að
hann væri besti frændinn en ekki
brást að Eyþór varð fyrir valinu,
enda passaði Eyþór hana oft og
gaf henni malt. Þegar Eyþór var
unglingur hitti hann ástina sína,
hana Ágústu, í Þorlákshöfn. Þau
hafa verið saman síðan og mikill
er missir hennar og barnanna.
Eftir að Eyþór Ingi fæddist fékk
Ingibjörg litla stundum að passa
hann og það var nú aldeilis gam-
an; fullt af nammi, fullt af Andr-
ésar andar blöðum og teikni-
myndasögum. Og barnapíulaun
þar á ofan. Eftir að Ásta fæddist
tók Anna systir að sér barnapíu-
störfin og dvaldist hjá Eyþóri og
Ágústu heilt sumar í Washington
meðan Eyþór var að læra á Johns
Hopkins. Hún kom heim, alsæl
og 10 kílóum þyngri. Eyþór var
mikill veiðimaður og það áhuga-
mál áttu Eyþór Ingi og Bjöggi
bróðir sameiginlegt með honum.
Svo kom örverpið, hann Finnur
Már, hann er jafngamall Kela
miðjusyni Önnu systur og þeir
léku sér mikið saman sem krakk-
ar. Finnur varð mikill veiðimaður
eins og hann á kyn til, en Keli
ekki. Amma okkar háöldruð horf-
ir nú á eftir þriðja barninu sínu;
Sigurður lést sem kornabarn,
Ingibjörg varð bráðkvödd fyrir
um átta mánuðum og nú er hann
Eyþór líka farinn. Amma kallaði
Eyþór og Ingibjörgu stundum
sparibörnin sín því hún átti þrjú
börn 21 árs gömul en síðan kom
Eyþór fjórum árum síðar og svo
hún Ingibjörg fjórum árum þar á
eftir. Þá höfðu þau afi meiri tíma
til að njóta þess að eiga börn. Síð-
ust kom Ebba, öllum að óvörum
en mikill gleðigjafi. Systkinin
eins og við barnabörnin köllum
þau, klettarnir okkar, sem kom-
ust á legg eru nú allt í einu orðin
fjögur í stað sex. Það er skrýtið
og sárt en við þökkum samt fyrir
að hafa átt þau öll. Og eins og
Ingibjörg Anna, yngsta dóttir
Bjögga bró, sagði þegar hún
frétti af yfirvofandi andláti Ey-
þórs: „Guð heppinn.“ Í augum
Gróu, barnabarns Eyþórs
frænda, er hann nú stjarna á
himnum. Þau blika þar skært
systkinin Eyþór og Ingibjörg og
munu liggja saman í Kópavogs-
kirkjugarði. Guð veri með þeim
sem næst standa og syrgja sár-
ast.
Ingibjörg Ingvadóttir,
Anna Sólveig Ingvadóttir
og Björgvin Ingvason.
Hópurinn sem útskrifaðist úr
læknadeild HÍ 1979 kveður í dag
góðan félaga og vin, Eyþór
Björgvinsson. Fyrir tæpum
tveimur árum kom í ljós að mjög
illkynja sjúkdómur hafði búið um
sig og að fram undan væri erfið
barátta. Eyþór tókst á við það
verkefni af einurð, æðruleysi og
þrautseigju eins og hans var von
og vísa. Eiginleikar sem við
þekktum vel úr námi og starfi.
Ég var svo heppinn að bindast
honum traustum vinaböndum frá
fyrsta degi og bar aldrei skugga á
þá vináttu, og ég þekkti Eyþór
sem traustan og gegnheilan
mann en einnig góðan og
skemmtilegan vin. Lengi vel lék-
um við bumbubolta með fleiri
góðum félögum af árinu, og ófáar
veiðiferðir fórum við saman, en
Eyþór var lunkinn veiðimaður og
vissi fátt skemmtilegra en að
kasta flugu fyrir fisk. Hann var
ávallt mikill fjölskyldumaður og
hann og Ágústa samrýnd og sam-
hent hjón og missir hennar og
barnanna mikill. Við vottum þeim
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð. Við kveðjum hann
með söknuði og virðingu og eins
og ég sagði við hann á okkar
kveðjustund þá voru það forrétt-
indi að eiga hann að vini.
Fyrir hönd skólasystkina,
Hrafnkell Óskarsson.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
- Fleiri minningargreinar
um Eyþór Björgvinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
- Fleiri minningargreinar
um Þóreyu Mjallhvíti H. Kol-
beins bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
foreldra sinna, séra Halldórs Kol-
beins og Láru Ágústu. Séra Hall-
dór Kolbeins var af einni elstu
prestaætt landsins. Hann boðaði
mannkærleika úr prédikunar-
stólnum. Hann kenndi að Guð
væri hið góða í heiminum. Hann
kynntist konu sinni í Breiðafirði
þar sem sjávarbændur höfðu um
aldir tekið á móti fólki úr landi
þegar harðnaði í ári og haldið í því
lífi með aðföngum úr Breiðafirði.
Með hjónabandi þeirra runnu
saman eiginleikar mannkærleika
og iðjusemi.
Þórey bjó með foreldrum sín-
um öll æskuárin, fluttist með þeim
til Skagafjarðar þegar séra Hall-
dór varð sóknarprestur á Mæli-
felli 1941 og til Vestmannaeyja
1945.
Hún fékk alla sína kennslu í
heimahúsum þar til hún fór í
Menntaskólann á Akureyri þar
sem hún varð stúdent 1952.
Heimakennslan bitnaði þó ekki á
náminu og hún talaði þrjú erlend
tungumál; dönsku, esperanto og
ensku. Hún kynntist föður okkar í
Menntaskóla Akureyrar, kenn-
arasyni frá Eskifirði, esperantista
og ljóðskáldi. Séra Halldór Kol-
beins var einn af frumkvöðlum
esperanto á Íslandi. Þegar Baldur
hitti tilvonandi tengdaföður sinn í
fyrsta skipti heilsaði séra Halldór
honum á esperanto.
Það kom engum á óvart Þórey
skyldi verða kennari. Hún stund-
aði líka nám í guðfræði 1974-1975
og tók framhaldsnám í kennslu
tornæmra og treglæsra barna
1977-1978. Hún var kennari við
Skóla Ísaks Jónssonar 1962-1983,
yfirkennari Þroskaþjálfaskóla Ís-
lands 1983-1996 og sérkennari við
Skóla Ísaks Jónssonar 1997-2004.
Hún kenndi skiptinemum á veg-
um AFS í sjálfboðaliðsvinnu árum
saman. Þá sat hún í endurskoð-
unarnefnd námskrár og kennslu í
kristnum fræðum á grunnskóla-
stigi 1973-1974.
Þannig lagði móðir okkar sitt af
mörkum til fræðslu og kærleiks-
ríkrar innrætingar íslensku þjóð-
arinnar áratugum saman og skildi
eftir sig spor í þágu mannúðlegrar
menningar á Íslandi.
Ragnar Baldursson.
Yndisleg tengdamóðir mín hef-
ur kvatt. Hún var ein af þeim
manneskjum sem gera heiminn
betri og þeir gæfusamir sem áttu
með henni samleið. Sú gæfa hlotn-
aðist mér sumarið 1987 er Halldór
Baldursson, fyrrverandi eigin-
maður minn og yngsti sonur Þór-
eyjar, kynnti mig fyrir henni á
Sogavegi 170. Mikið kveið ég þeim
fundi, sem var fullkominn óþarfi
að sjálfsögðu því Þórey vafði mig
örmum og var svo hlý, brosmild
og kærleiksrík eins og hennar eðli
var sem ég kynntist vel öll þau
góðu ár sem ég átti í samfylgd
hennar.
Hún var mér mikil fyrirmynd í
lífinu. Hún var alltaf glöð og já-
kvæð á hverju sem gekk en jafn-
framt var hún raunsæ. Ég lærði
markvisst af henni að vera í góðu
skapi og vera jákvæð. Mig langaði
að hafa svona góða lund eins og ég
fann hjá henni og er það eitt besta
veganesti í lífi mínu. Hún mætti
öllu og öllum með kærleika og tal-
aði gjarnan um að mæta fólki þar
sem það væri statt. Þetta skildi ég
ekki í fyrstu og tók mig nokkra
stund að átta mig á og síðar meir
temja mér. Enda var hún sér-
kennari og fagleg fram í fingur-
góma en fyrst og fremst voru
þetta gáfur hennar og kærleikur
að verki. Oft fór ég með hjartasár
til tengdamóður minnar og þá
sagði hún gjarnan: „Það er svo
mikið að vera manneskja,“ því
aldrei vorkenndi hún neinum né
dæmdi heldur benti á að allt sem
við lentum í væri hluti af mennsk-
unni og að vera til. Að sjálfsögðu
hlúði hún að þeim sem þjáðist og
var einstaklega flink í því í sinni
miklu manngæsku. Betri sálu-
sorgara var ekki hægt að hugsa
sér.
Það er mér ógleymanlegt þetta
fyrsta sumar sem ég kynntist
henni að ég fór með Halldóri á
flóamarkað til styrktar Esperant-
istafélaginu, sem var stór hluti af
lífi Þóreyjar og Baldurs heitins
tengdaföður míns. Fann ég þar
strax tvennar stórkostlegar flík-
ur, annars vegar blómakjól og
hins vegar fagurbláa dragt. Þeg-
ar ég svo hitti nýbakaða tengda-
foreldra mína næst og flóamark-
aðinn bar á góma sýndi ég góssið
mitt og tjáði gleði mína yfir
fengnum. Kemur þá í ljós að
tengdamóðir mín hafði gefið þess-
ar flíkur á markaðinn og meira að
segja saumað þær sjálf og notað á
yngri árum. Þarna var tónninn
sleginn í okkar áralanga sam-
bandi og Þórey var mér sem önn-
ur móðir og kennari í lífinu þar
sem kærleikur, gleði, mannvirð-
ing, ræktarsemi, umhyggja og
svo ótalmargt fleira var á boðstól-
um og hún miðlaði ósjálfrátt.
Aldrei var predikað.
Þegar að því kom að leiðir okk-
ar Halldórs skildi tók tengdamóð-
ir mín af mér það loforð að ég væri
ekki að skilja við hana, sem mér
datt hvort eð er aldrei í hug. Nú er
viðskilnaður okkar Þóreyjar
Mjallhvítar óhjákvæmilegur.
Minningin um góða konu lifir sem
og allt það mikilvæga og fallega
sem hún kenndi mér og ég vonast
til að geta komið áfram til skila til
næstu kynslóða.
Sigríður Melrós Ólafsdóttir.
Amma mín, Þórey Mjallhvít, er
látin. Amma var einstök kona,
kærleiksrík, sjálfstæð, hlýleg, for-
vitin, skarpgreind, fordómalaus,
góð við öll þau sem hún hitti.
Amma mín gekk mér í móður-
stað þegar ég missti móður mína
ung. Ég dvaldi löngum stundum
heima hjá ömmu og afa, á bóka-
heimilinu á Sogavegi. Þar sátum
við amma og drukkum kaffi og
ræddum um heimspeki, sögu,
málfræði og uppeldisfræði. Oftar
en ekki enduðu þessar samræður
á því að farið var í bókahillurnar
til að finna eitthvert ritið til að
fræðast meira um umræðuefni
dagsins, bækur sem við lásum
saman við eldhúsborðið.
Amma Þórey var einlægur
mannvinur og forvitin um lífið og
tilveruna. Hún safnaði ævisögum
um konur, það safn dvelur nú í
bókahillum mínum. Bækurnar
sem við lásum saman les ég nú
ein. Amma brosti til allra sem sem
hún hitti og spurði þau hvernig
þeim liði. Stundum lenti hún í
hrókasamræðum við unglingana
sem afgreiddu hana í matvöru-
verslununum, ræddi við þá um
skólann og framtíðaráætlanir.
Þegar ég var tvítug ákvað ég að
verða alveg eins og amma, ég vildi
rækta með mér þessa róttæku
gæsku sem hún iðkaði dagsdag-
lega. Ég er ekki enn komin alla
leið. Amma Þórey var kennari af
guðs náð, hún kenndi börnum að
lesa í Ísaksskóla og svo fullorðnu
fólki í Þroskaþjálfaskólanum. Og
hún kenndi okkur öllum í fjöl-
skyldunni, barnabörnunum
kenndi hún að lesa og tengda-
börnunum frá fjarlægum löndum
kenndi hún íslensku. Hún fór
tvisvar í guðfræði, hana langaði að
verða prestur. Það varð hún aldr-
ei, hún var af þeirri kynslóð að
henni stóð það ekki til boða. Hún
hvatti börn sín og barnabörn til
mennta, en umfram allt að vera
góðar manneskjur og hamingju-
samar. Og á þeirri vegferð stóð
hún þétt við bakið á mér. Amma
mín gerði mig að þeirri mann-
eskju sem ég er í dag.
Það var sárara en hægt er að
segja frá að hafa horft á þessa
skarpgreindu og forvitnu konu
hverfa smám saman síðustu árin.
Amma Þórey var með elliglöp.
Elliglöp! fallegt nýyrði, sefandi
hugtak sem hylur grimmilegan
sjúkdóm sem smám saman sviptir
fólk minningum og rökhugsun,
sviptir fólk öllu því sem gerir okk-
ur að þeim manneskjum sem við
erum. Nema kannski ekki alveg
öllu. Því amma missti aldrei kær-
leikann. Fram á síðasta dag brosti
hún til fólksins sem sá svo vel um
hana á Hrafnistu og þakkaði þeim
fyrir hjálpina. Fram á síðasta dag
brosti hún til mín þegar ég kom í
heimsókn.
Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika, væri ég hljóm-
andi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking, og þótt ég hefði svo takmarka-
lausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en
hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
(Fyrra Korintubréf, 13. kafli)
Brynhildur Heiðar- og
Ómarsdóttir.
Þórey amma!
Ég er svo glöð yfir af hafa átt
þig sem ömmu Þóreyju. Þá átti ég
tvær ömmur og þær voru systur.
Þegar við mamma komum til
Reykjavíkur var alltaf farið á
Sogaveginn. Það var gaman, ég
lék mér með dótið hjá þér, sem
var ansi spennandi. Þið mamma
þurftuð ansi mikið að tala, þá var
ég svo heppin að geta leikið við
Baldur afa, við hlustuðum enda-
laust á spiladósina sem hékk á
bókahillunni í stofunni. Stundum
passaðir þú mig og þá fórum við í
göngutúr á hitastokknum og þú
kenndir mér ýmislegt um blómin.
Mér fannst þú mjög ljúf og góð.
Núna ertu komin til Baldurs afa.
Takk fyrir tímann og minningarn-
ar sem þú gafst mér.
Kveðja
Aðalheiður Jóna K.Liljudóttir.