Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 28
T il að beita megi úrræðum sótt- varnalaga þarf sjúkdómur að geta valdið farsóttum og ógnað al- mannaheill. Eftir því sem lengra líður frá upphafi faraldurs og þekkingin verður meiri verður að gera ríkari kröfur til stjórnvalda um að gæta meðalhófs. Aðgerðir mega hvorki ganga lengra né vara lengur en tilefni er til. Við verðum stöðugt að endurmeta aðgerðir, einkum og sér í lagi eftir vel heppnaðar og víðtækar bólusetningar hér- lendis. Þegar 90% fullorðinna einstaklinga eru orðin bólusett þarf að slá nýjan takt í um- ræðuna, endurmeta aðstæður og leggja grunn að eðlilegu lífi á ný. Sóttvarnaaðgerðir hafa hingað til gengið vel, en þær nýjustu komu eðlilega flatt upp á marga. Gripið var til tímabundinna aðgerða vegna mikillar útbreiðslu smita í samfélaginu án þess að gengið væri lengra en nauðsyn bar til. Eigi að síður er um íþyngjandi ráðstafanir að ræða. Ráðstafanir sem við ætlum ekki að búa við til lengri tíma. Aðgerðirnar gilda til 13. ágúst og var gripið til þeirra vegna óvissu um alvarleg veikindi bólusettra að mati sóttvarnalæknis. Á þessum tíma verður aflað upplýsinga um hvernig og hve mikið bólusettir veikjast. Það er ánægjulegt að sjá að 97% af þeim sem nú smitast séu nær einkennalausir. Með því er stærsta áfanganum náð, enda markmiðið ekki að telja smit til lengri tíma – heldur að koma í veg fyrir útbreidd alvarleg veikindi og sporna við álagi á heilbrigðiskerfið. Í aðgerðum gegn faraldrinum verða markmiðin að vera skýr. Ekki má hringla með marklínuna. Nú þegar árang- urinn verður metinn af bólusetningum sjáum við vonandi þær jákvæðu niðurstöður sem stefnt var að. Við höfum alltaf stefnt að því að bólusetningarnar geri okkur kleift að færa daglegt líf okkar allra til eðlilegs horfs með frelsið að leiðarljósi. Ég vona að stjórnarandstöðunni auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni. Talað er um stefnuleysi á sama tíma og virtir sérfræðingar hrósa ríkisstjórninni fyrir vand- virkni og hófsemi. Gagnrýnin snýst öðru frem- ur um að of fljótt hafi verið farið í afléttingar og í að láta af skimun bólusettra inn í landið. Í þessu felst viðsnúningur af hálfu stjórnarand- stöðunnar, enda byggðu ákvarðanirnar á til- lögu sóttvarnalæknis. Hingað til hafa þessar sömu raddir lagt mikið upp úr því að fylgja til- lögum hans í einu og öllu. Sumir leiðtogar stjórnarandstöðunnar mæla fyrir því að „loka landinu“, með tilheyrandi stórauknu atvinnu- leysi og tekjutapi samfélagsins. Minna fer fyr- ir tillögum um aðrar leiðir til að skapa störf og um leið gjaldeyris- og skatttekjur til að halda áfram úti okkar öfl- ugu heilbrigðis-, mennta- og almannatryggingakerfum. Galopin landamæri eru ekki skammaryrði, heldur eðlileg- ur hluti þess að búa í frjálsu samfélagi og einn meg- ingrundvöllur hagsældar í okkar litla og afskekkta landi. Sömu stjórnmálaleiðtogum finnst ekkert tiltökumál að settar verði á mjög víðtækar takmarkanir á frelsi almenn- ings, jafnvel til langrar framtíðar. Upphrópanir af því tagi lýsa uppgjöf og úrræðaleysi og fá vonandi engan hljóm- grunn meðal kjósenda í haust. Eins og Kári Stefánsson lýsti ágætlega á dögunum, þá verðum við að geta haldið áfram að lifa í þessu landi með góðu móti. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Með frelsið að leiðarljósi Höfundur er dómsmálaráðherra. 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar mikil alvörumál eru á ferð- inni og snerta fjölmarga í þjóð- félaginu og jafn- vel svo, að nánast enginn er þar undanþeginn, vekur ekki furðu þótt í loftinu liggi krafa um að hvergi sé dregið úr. En svo rétt sem þetta er og satt breytir það ekki hinu, að þegar um slík alvörumál er að tefla og haldið hafa þjóðum í allt að því heljargreipum á annað ár, þá er ekki síður áfellisefni að halda aðeins að fólki þeirri hlið sem verst er og gleyma hinum. Staðreyndin er sú að ís- lenska þjóðin hefur fylgt ákveðnum áskorunum yfir- valda um að láta bólusetja sig í tvígang. Það var ekki vegna þess að á því augnabliki lægju fyrir óyggjandi vísindalegar niðurstöður um þau efni. Sú niðurstaða, sem mikill meiri- hluti þessarar þjóðar ákvað að láta sér nægja til að gera upp sinn hlut, snerist um það að fyrir lægi að helstu bólu- efnin í okkar heimshluta gæfu rökstuddar vonir um að þau myndu stöðva útbreiðslu fársins og í þeim fáu tilvikum sem það næðist ekki að fullu stæðu líkindi til að þau næðu að slá mjög á veiruna og getu hennar til skemmdarverka, í tilviki þess sem bólusettur væri. Þótt að nokkru væri rennt blint í sjó varðandi hugsanlegar aukaverkanir benti flest þá þegar til að hættan á þeim væri innan marka þegar horft væri til áhættu á lausbeisluðu fári. Yfirvöld í sumum ESB- löndum höfðu orðið sér til skammar eru þau gerðu raka- laust sum bóluefni (!) tor- tryggileg, t.d. gagnvart til- teknum aldurshópum, og var með slíkt hringlað allt of lengi fram og gerði fólki um allan heim erfiðara fyrir um ákvarðanir sem voru erfiðar fyrir. Alls konar skrítnar og útblásnar fréttir um þessi og hin „afbrigðin“ voru einnig til óþurftar og tóku of margir þeirra sem síst skyldu fljót- færnislegan þátt í því. Um- fjöllun sumra þeirra sem al- menningur er á slíkum tímum neyddur til að setja traust sitt á var fjarri því að vera verjanlegur og lýsti sér í taumlausri þörf til að ýta undir skrekk og ótta, sem nóg var þó af. Gripið var á lofti, vegna nýjustu frétta af því af- brigði sem þá var efst á himni afbrigða, „Delta,“ að fullyrð- ingar „vísindamanna“ um að þau bóluefni sem flestir Íslendingar höfðu látið sprauta í sig „gæfu ekki lengur 92-94% vörn en hefðu dottið með „Delta“ niður í 50- 60%! Ekki var þó fyllilega ljóst hvaðan þessi hroll- vekjuvísindi voru komin. Þeir, sem hlýddu á og voru vanir því að „vísindin“ þyrftu helst mjög drjúgan tíma, jafnvel mörg ár, til að vita slíkt með vissu, undruðust hversu þau sömu voru orðin óþægilega góð með sig. Engin kynning hefur verið eins galopin af fjölmiðlum og þær sem snúa að árásum þessarar kórónuveiru á mannkynið. Fjölmiðlarnir voru ekki í neinum vafa um að þessi misserin væru mikil- vægustu upplýsingarnar og þær sem fólkið ætti ríkastan rétt á þessar. Og best væri og gagnlegast að þeir sem byggju yfir mestum fróðleik og trúverðugleika til að út- skýra þær sæju um það. En því verður ekki neitað að of mikil áhersla hefur nú síðast verið lögð á að halda hræðsluáróðrinum gangandi. Þeir sem fylgjast með fram- setningu annars staðar frá, svo sem á Norðurlöndum (sem eru enn mun lakar bólu- sett en hér) eða á Bretlandi sem vel er bólusett, taka fljótt eftir því að þar eru áherslurnar býsna ólíkar. Hér er mest tuggið um hversu margir hinna bólu- settu smitist og sagt frá fjöl- breytilegu talnaverki um smitmælingar og fjölda í sóttkví og mörgum hundr- uðum smitaðra (!) sem sæti eftirliti neyðarvaktar. Þessar upplýsingar koma frá hinum sömu sem hvatt hafa fólk til bólusetningar og fengið betri undirtektir en sjást annars staðar. Er nema von að mörgum verði illa brugðið þegar við fyrsta hanagal Delta-afbrigðins (af ótölulegum fjölda annarra af- brigða) eru gæði, áhrif og ör- yggi bólusetninga hálferuð eins og það sé sjálfsagt? Í fyrrnefndum löndum er áherslan fremur á að nefna að flestir bólusettra sem smitast finna lítt eða ekkert fyrir því og þeir sem veikjast þó gefa lýsingar sem minna mest á milda inflúensupest. Þetta eru nokkur umhugsunarefni. Binda verður vonir við að þeir sem hafa gleypt við kröfum um bólusetningu barna muni nú í framhaldinu kunna sér nokkurt hóf. Það er fróðlegt að bera saman umræðu hér og í nálægum löndum sem búa við lík kjör} Veruleikinn kallar á hóf STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Y fir 600 manns hafa gengið í Facebook-hópinn Tíða- hringur bólusettra kvenna gegn C19. Þar lýsa konur hugsanlegum aukaverkunum í kjöl- far bólusetningar við Covid-19. Rebekka Ósk Sváfnisdóttir er stofnandi hópsins en hún hefur auk þess hafið undirskriftasöfnun þar sem skorað er á landlækni að rann- saka málið og gefa konunum svör. Listinn verður afhentur landlækni. Á blæðingum í 53 daga Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 daga í kjölfar bólusetningar. Hún byrjaði á blæðingum daginn eftir bólusetninguna og samhliða því fékk hún mikla verki í móðurlífið, brjóstaspennu og þreytu. Þrátt fyrir að blæðingarnar hafi stöðvast fyrir um þremur dögum glímir hún enn við mikla túrverki og þreytu. Aðrar konur í hópnum eru að ganga í gegnum það sama. „Sumar eru að upplifa það sama og ég, aðrar hafa ekki farið á blæðingar í allt að fimm mánuði. Sumar konur hafa verið á breytingaskeiði í mörg ár og ekki farið á blæðingar en eru farnar aftur á blæðingar núna. Flestar ef ekki allar eru með brjóstaspennu og þessar miklu kvalir í móðurlífi,“ seg- ir Rebekka. Hún segir konur í hópnum hafa leitað ráða hjá læknum og hjúkr- unarfræðingum en enginn geti svar- að því hvað orsaki þetta né hvort og þá hvaða áhrif þetta gæti haft. „Nú teljum við yfir 600 konur á nokkrum dögum, það brennur á okkur að vita hvaða langtímaáhrif gæti þetta haft á okkar æxl- unarfæri,“ segir Rebekka. „Við höf- um líka áhyggjur af þeirri umræðu að nú eigi að bólusetja ungt fólk nið- ur í tólf ára gamalt, stúlkur með óþroskuð æxlunarfæri. Hvaða áhrif hefur þetta á þær?“ Ekki á móti bólusetningum Hún tekur skýrt fram að hún sé ekki á móti bólusetningum, enda fullbólusett sjálf. Þá hafi hún fylgt öllum sóttvarnareglum og aðrar konur í hópnum séu á sömu blað- síðu. „Það eina sem við viljum er að vita hvað er að gerast. Verðum við ófrjóar? Það vitum við ekki. Það getur enginn svarað þessu. Það eru mjög margar konur hræddar og vita ekkert hvert þær eiga að snúa sér.“ Langtímaáhrif ólíkleg Ásgeir Thoroddsen kven- sjúkdómalæknir staðfestir að marg- ar konur hafi lýst þeim einkennum sem Rebekka vísar til. Hann segir að raunverulega sé ekki vitað hver ástæða þessa sé né hvort að þetta hafi einhver langtímaáhrif, svo sem á frjósemi. Líklegasta skýringin á breytingunum á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar sé sú að bólu- setning hafi einfaldlega margþætt áhrif á líkamann og geti þar með haft áhrif á tíðahring kvenna. Einkenni þeirra kvenna sem hafi leitað til hans hafi verið tíma- bundin og tíðahringurinn komist aft- ur í eðlilegt horf eftir einhvern tíma. „Ég hef svo sem ekki áhyggjur af þessu til lengri tíma, það er lang- líklegast að tíðahringurinn jafni sig hjá flestum konum þegar lengra líð- ur á,“ segir hann. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir embættið hafa frétt af þessum hugs- anlegu aukaverkunum. Þá segir hún að áhugi sé á Norðurlöndunum fyrir því að skoða þetta betur. Hún gat ekki svarað því hvort breytingar á tíðahring í kjölfar bólusetninga gætu haft áhrif til lengri tíma. Á blæðingum í 53 daga í kjölfar bólusetningar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhrif Konur hafa lýst röskun á tíðahring í kjölfar bólusetninga. Lyfjastofnun hafa borist alls 270 tilkynningar sem varða röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Tilkynningar snúa að samtals þrettán einstökum einkennum. Þar á meðal eru miklar blæð- ingar, sársaukafullar tíðir vegna samdráttar í legi, óeðlileg lengd á milli tíðablæðinga, fyrirtíða- spenna og skortur eða stöðvun á tíðablæðingum. Tekið skal fram að ekki er vit- að hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetningar og til- kynntra tilvika. Í skriflegu svari Lyfjastofn- unar til Morgunblaðsins segir að allar tilkynntar aukaverkanir séu teknar alvarlega og þeim miðlað áfram í evrópskan gagnagrunn. Lyfjastofnun skoði nú hvort framkvæmanlegt sé að gera sérstaka rannsókn á tilkynntum tilfellum á Íslandi um röskun á tíðahring í tengslum við bólu- setningu gegn Covid-19. Alls 270 til- kynningar SKOÐA AÐ GERA RANN- SÓKN Á RÖSKUN TÍÐA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.