Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 48

Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 48
EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik á langbestu mögu- leikana af íslensku liðunum þrem- ur til að komast í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í fót- bolta en Breiðablik, FH og Valur leika öll síðari leiki sína í 2. um- ferð keppninnar í dag. FH og Valur eiga erfið verkefni fyrir höndum í Noregi. FH-ingar mæta Rosenborg í Þrándheimi eft- ir 0:2-ósigur í Kaplakrika síðasta fimmtudag og Valsmenn sækja heim meistarana Bodö/Glimt sem unnu þá örugglega, 3:0, á Hlíðar- enda sama dag. En það er Breiðablik sem allra augu beinast að eftir jafnteflið, 1:1, í fyrri leiknum gegn gamla stórveldinu Austria Wien í Vín- arborg. Ekki bara fyrir úrslitin heldur hvernig Blikarnir spiluðu þann leik. Þeir stýrðu leiknum stóran hluta hans, voru óhræddir við að vera með boltann og sköp- uðu sér betri færi en Austurrík- ismennirnir sem þó höfðu 6.000 háværa stuðningsmenn með sér í liði. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvellinum í dag og hefst kl. 17.30 en áhorfendur þar geta aðeins verið 700 talsins vegna sóttvarnaráðstafana. „Hugarfarið þarf að vera rétt og við megum ekki fara í þennan leik til að verja eitthvað sem við eigum, heldur sækja það sem við eigum ekki og sjá hverju það skil- ar okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þor- valdsson þjálfari Blika í viðtali í Morgunblaðinu eftir fyrri leikinn þar sem hann ræddi möguleikana í seinni leiknum. Alexander Helgi Sigurðarson skoraði mark Blika í Vínarborg en þeir máttu þola óvænt tap gegn Keflavík á sunnudagskvöldið, 2:0. Austria hóf keppni í A-deildinni heima fyrir á sunnudaginn og tap- aði þá 2:1 fyrir Ried á útivelli. Lið- ið kom til Íslands í gær og er með óbreyttan hóp. Patrick Wimmer missti af fyrri leiknum vegna meiðsla og er áfram frá og fram- herjinn Noah Ohio sem félagið fékk frá Vitesse í vikunni er ekki orðinn löglegur. Manfred Schmid þjálfari Austria sagði á heimasíðu félagsins í gær að lið sitt myndi leggja allt í sölurnar á Íslandi til þess að komast áfram í keppninni. Fellur Austria Wien úr keppni á Kópavogsvelli? Morgunblaðið/Unnur Karen Heimasigur Blikar fagna eftir að Jason Daði Svanþórsson kom þeim yfir gegn Racing Union í fyrstu umferð keppninnar á Kópavogsvelli. 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Breiðablik................................. 2:2 Stjarnan – Selfoss .................................... 2:1 Staðan: Valur 12 9 2 1 33:14 29 Breiðablik 13 9 1 3 46:20 28 Stjarnan 12 6 1 5 15:17 19 Þróttur R. 12 5 3 4 26:23 18 Selfoss 13 5 3 5 18:17 18 ÍBV 12 5 1 6 20:27 16 Þór/KA 13 3 5 5 14:20 14 Tindastóll 12 3 2 7 9:18 11 Keflavík 12 2 3 7 10:21 9 Fylkir 11 2 3 6 10:24 9 Lengjudeild karla Fjölnir – Grindavík .................................. 2:1 Vestri – Grótta ....................................... (1:0) _ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. 2. deild karla Leiknir F. – KF ........................................ 2:2 Völsungur – Haukar................................. 2:1 Kári – Reynir S......................................... 3:3 Þróttur V. – ÍR ......................................... 0:0 Magni – Fjarðabyggð .............................. 4:2 KV – Njarðvík........................................... 3:1 Staðan: Þróttur V. 14 8 5 1 29:11 29 Völsungur 14 8 2 4 31:25 26 KV 14 7 4 3 28:20 25 KF 14 7 3 4 27:20 24 Njarðvík 14 5 7 2 28:16 22 Magni 14 5 5 4 29:28 20 Haukar 14 5 4 5 29:26 19 ÍR 14 4 6 4 23:21 18 Reynir S. 14 4 5 5 25:27 17 Leiknir F. 14 4 2 8 19:32 14 Kári 14 1 4 9 19:33 7 Fjarðabyggð 14 0 5 9 8:36 5 Meistaradeild karla 2. umferð, seinni leikir: Neftchi Bakú – Olympiacos.................... 0:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. _ Olympiacos áfram, 2:0 samanlagt. CFR Cluj – Lincoln Red Imps................. 2:0 - Rúnar Már Sigurjónsson skoraði og átti stoðsendingu fyrir Cluj. _ CFR Cluj áfram, 4:1 samanlagt. Midtjylland – Celtic ................................. 2:1 - Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður Midtjylland en Mikael Anderson var ekki í hópnum. _ Midtjylland áfram, 3:2 samanlagt. Sheriff Tiraspol – Alashkert ................... 3:1 _ Sheriff Tiraspol áfram, 4:1 samanlagt. Galatasaray – PSV Eindhoven................ 1:2 _ PSV áfram, 7:2 samanlagt. Ludogorets Razgrad – Mura .................. 3:1 _ LR áfram, 3:1 samanlagt. Young Boys – Slovan Bratislava............. 3:2 _ Young Boys áfram, 3:2 samanlagt. Rauða stjarnan – Kairat Almaty ............ 5:0 _ Rauða stjarnan áfram, 6:2 samanlagt. Sparta Prag – Rapid Vín ......................... 2:0 _ Sparta Prag áfram, 3:2 samanlagt. Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Frakkland – Japan ................................... 0:4 Suður-Afríka – Mexíkó ............................ 0:3 _ Lokastaða: Japan 9, Mexíkó 6, Frakk- land 3, Suður-Afríka 0. Karlar, B-riðill: Rúmenía – Nýja-Sjáland ......................... 0:0 Suður-Kórea – Hondúras ........................ 6:0 _ Lokastaða: Suður-Kórea 6, Nýja-Sjáland 4, Rúmenía 4, Hondúras 3. Karlar, C-riðill: Ástralía – Egyptaland.............................. 0:2 Spánn – Argentína ................................... 1:1 _ Lokastaða: Spánn 5, Egyptaland 4, Arg- entína 4, Ástralía 3. Karlar, D-riðill: Þýskaland – Fílabeinsströndin ............... 1:1 Sádi-Arabía – Brasilía.............................. 1:3 _ Lokastaða: Brasilía 7, Fílabeinsströndin 5, Þýskaland 4, Sádi-Arabía 0. Noregur Odd – Sandefjord..................................... 2:3 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn og skoraði fyrir Sandefjord. Lilleström – Sarpsborg........................... 2:0 - Emil Pálsson kom inn á hjá Sarpsborg á 64. mínútur. Haugesund – Strömsgodset ................... 2:1 - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimund- arson var ekki í leikmannahópnum. 4.$--3795.$ Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Frakkland – Þýskaland ...................... 30:29 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Noregur – Argentína ........................... 27:23 Brasilía – Spánn.................................... 25:32 _ Frakkland 6, Spánn 6, Noregur 4, Þýska- land 2, Brasilía 0, Argentína 0. Karlar, B-riðill: Danmörk – Barein................................ 31:21 - Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Japan – Egyptaland ............................. 29:33 - Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Svíþjóð – Portúgal ................................ 29:28 _ Danmörk 6, Svíþjóð 6, Egyptaland 4, Portúgal 2, Barein 0, Japan 0. %$.62)0-# Eistland og Ísland mættust í vin- áttuleik í körfuknattleik karla í Eistlandi í gær. Eistland hafði bet- ur 91:79 samkvæmt upplýsingum á samfélagsmiðlum KKÍ. Ekki var um opinberan landsleik að ræða en liðin mætast hins vegar aftur í dag í vináttulandsleik.Margir af atvinnu- mönnum Íslands eru ekki með í ferðinni en gætu verið með í ágúst þegar Ísland leikur í forkeppni HM. Ægir Þór Steinarsson var at- kvæðamestur. Skoraði hann 14 stig og gaf 4 stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig. Ægir Þór var at- kvæðamestur Ljósmynd/KKÍ/Jónas Stigahæstur Ægir Þór Steinarsson skoraði 14 stig gegn Eistlandi. Víkingar leika í úrvalsdeild karla í handknattleik á næsta keppnis- tímabili. HSÍ skýrði frá því í gær að þeir hefðu þegið boð um að taka sæti Kríu frá Seltjarnarnesi sem vann sér keppnisrétt í úrvalsdeild- inni en hefur dregið lið sitt úr keppni. Þá kom fram í tilkynningu frá Víkingum að venslalið þeirra, Berserkir, myndi væntanlega taka sæti þeirra í 1. deild. Víkingar end- uðu í öðru sæti 1. deildar í vetur, með jafnmörg stig og HK sem vann deildina, en Víkingar töpuðu fyrir Kríu í umspilinu um að fara upp. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upp Víkingar verða með lið í úrvals- deildinni á næsta keppnistímabili. Víkingar verða í úrvalsdeildinni ÞÓR/KA – BREIÐABLIK 2:2 0:1 Agla María Albertsdóttir 5. 1:1 Colleen Kennedy 8. 1:2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 23. 2:2 Arna Sif Ásgrímsdóttir 90. M Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA) Shaina Ashouri (Þór/KA) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Áslaug Munda Gunnlaugsd.(Bbliki) Chloé Vande Velde (Breiðabliki) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðabliki) Rautt spjald: Engin. Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8. Áhorfendur: 137. STJARNAN – SELFOSS 2:1 0:1 Cathy Heap 15. 1:1 Úlfa Dís Úlfarsdóttir 54. 2:1 Úlfa Dís Úlfarsdóttir 80. MM Úlfa Dís Úlfarsdóttir (Stjörnunni) M Anna María Baldursd. (Stjörnunni) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) Gyða Kristín Gunnarsd. (Stjörnunni) Hildigunnur Benediktsd. (Stjörnunni) Ingibjörg Ragnarsdóttir. (Stjörnunni) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Benedicte Håland (Selfossi) Emma Checker (Selfossi) Rautt spjald: Engin. Dómari: Helgi Ólafsson – 5. Áhorfendur: 93. FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Hörð barátta á milli Vals og Breiða- bliks virðist vera fram undan um Ís- landsmeistaratitil kvenna í knatt- spyrnu rétt eins og undanfarin keppnistímabil. Breiðablik fékk eitt stig í gær á Akureyri þegar Íslands- meistaraliðið heimsótti Þór/KA. Eft- ir 2:2 jafntefli fór Breiðablik upp í 28 stig eftir þrettán leiki. Er liðið stigi á eftir toppliði Vals en langt er í næsta lið sem er Þróttur. Þór/KA jafnaði undir drama- tískum kringumstæðum í gær því liðið fékk hornspyrnu þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af uppbót- artíma. Varnarjaxlinn Arna Sif Ás- grímsdóttir kom knettinum í netið hjá Blikum og varð þá síðust til að snerta boltann í leiknum. Breiðablik var 2:1 yfir að loknum fyrri hálfleik og lagði undir lok leiks- ins áherslu á að verja þá stöðu sem virtist ætla að ganga upp þar til á lokasekúndunum. „Seinni hálfleik- urinn var töluvert rólegri. Ekki mik- ið markvert gerðist fyrr en á loka- mínútu leiksins þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir, sem var orðinn fremsti maður Þórs/KA undir rest- ina, potaði inn boltanum eftir rosa- legt klafs eftir hornspyrnu Jakobínu Hjörvarsdóttur. 2:2 jafntefli nið- urstaðan, líklega sanngjarnt, en Blikar stjórnuðu ferðinni í fyrri hálf- leik en heimakonur sóttu í sig veðrið í þeim seinni,“ skrifaði Aron Elvar Finnsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Landsliðskonan Agla María Al- bertsdóttir var á skotskónum í gær og skoraði sitt ellefta mark í deild- inni. Er hún markahæst í Pepsi Max-deildinni. Úlfa skoraði tvívegis Stjarnan hafði betur gegn Selfossi 2:1 í Garðabænum en leiknum lauk rétt áður en blaðið fór í prentun. Úlfa Dís Úlfarsdóttir reyndist Sel- fyssingum erfið í gær og skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Selfoss náði forystunni á 15. mín- útu en það dugði ekki til. „Úlfa Dís hóf leikinn djúpt á miðjunni en í hálf- leik var hún færð fremst á miðjuna þar sem hún blómstraði hreinlega og uppskar tvö verðskulduð mörk, en hún ógnaði stöðugt með hættulegum hlaupum inn fyrir vörn Selfyssinga,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni á mbl.is. _ Leik Fylkis og Vals sem fram átti að fara í kvöld var seinkað til föstudags eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis á dögunum. Arna jafnaði á elleftu stundu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Heiðdís Lillýardóttir og Arna Sif í skallaeinvígi í gær. - Skoraði gegn meisturunum með síðustu snertingu leiksins á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.