Morgunblaðið - 29.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Eldhúsinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Vefmiðillinn BrusselsReport.eu
segir frá nýrri rannsókn á
skattfrelsisdögum í ýmsum löndum
Evrópu og víðar um heim. Með
skattfrelsisdegi er átt við þann dag
ársins sem segja má að almenn-
ingur hætti að vinna fyrir hið op-
inbera og byrji að vinna fyrir sjálf-
an sig.
- - -
Ríki Evrópu-
sambands-
ins tróna á
toppi listans og
það er ekki fyrr
en í júlí sem
sum þeirra geta
haldið upp á
skattfrelsisdaginn og flest önnur
ESB-ríki halda hann í júní. Í Aust-
urríki og Frakklandi strita menn
til 19. júlí fyrir hið opinbera, til 16.
júlí í Belgíu, 7. júlí á Ítalíu og 3.
júlí í Þýskalandi. Á móti má nefna
að í Bandaríkjunum er hægt að
halda upp á þennan dag 9. apríl og
í Bretlandi 11. maí. Degi síðar í
Japan og Ástralíu.
- - -
Skattar í ríkjum Evrópusam-
bandsins eru býsna háir eins
og sjá má af þessum tölum. Ísland
er ekki tekið með í þessum sam-
anburði en Íslendingar búa líklega
við heldur betri aðstæður en flest
þessara ríkja.
- - -
Í BrusselsReport.eu eru einnig
sýndir tekjuskattar á með-
altekjur og þar má sjá að skatt-
prósentan í Frakklandi og Aust-
urríki er nálægt 55% og yfir 50% í
Þýskalandi, Belgíu og á Ítalíu.
Hlutfallið er á milli 40% og 50% í
langflestum öðrum ríkjum sam-
bandsins, en innan við 36% í Bret-
landi.
- - -
Það er því ekki aðeins reglu-
verkið innan ESB heldur rík-
isbáknið í ESB-ríkjunum í heild
sinni sem farið hefur úr böndum.
Ríkisbákn
ríkja ESB
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fornbókasalan Bókin heldur nú
uppboð á uppbod.is sem stendur til
8. ágúst næstkomandi, Alls eru 120
bækur eða bókapakkar boðnir upp
að þessu sinni. Þar á meðal er nokk-
uð af sérstæðum, fágætum og fal-
legum ljóðabókum, til að mynda ein-
tak af bókinni Geislavirk tungl, sem
er fyrsta bók Jónasar Svafárs, en
eintakið er prentað á nótnablöð.
Einnig eru á uppboðinu tölusett ein-
tak af Það blæðir úr morgunsárinu
eftir Jónas, áritað af honum, Kletta-
belti fjallkonunnar og Stækkunar-
gler undir smásjá.
Fyrstu tvær ljóðabækur Einars
Más Guðmundssonar eru á uppboð-
inu, einnig verkið Óskiljanleg kúla
eftir Einar Melax í járnbandi, og
einnig bækur hans Sexblaðasóley
(misþyrmt af kú) og Lautinant Tóm-
as Trélitabók.
Grágás í frumútgáfu frá miðri 19.
öld verður boðin upp ásamt fleiri
lagabókum, einnig Elding eftir Torf-
hildi Hólm, Hélublóm eftir Erlu,
Skjóna Nínu Tryggvadóttur og Mat-
reiðslubók Fjólu Stefáns frá 1916.
Boðið verður upp frumverk Þor-
valdar Thoroddsen, Landfræðisaga
Íslands, í vönduðu bandi svo dæmi
séu tekin.
- 120 bækur boðnar upp á netinu
- Ljóð, lögfræði og lærdómsrit
Sérstæðar fágætar ljóðabækur
Tveir heimilismenn Grundar við
Hringbraut hafa greinst smitaðir af
kórónuveirunni. Smitið var rakið til
starfsmanns sem var í vinnu í síð-
ustu viku. Búið er að skima alla
heimilismenn sem starfsmaðurinn
átti samskipti við, samkvæmt til-
kynningu frá Grundarheimilunum.
Smituðu heimilismennirnir voru
settir í einangrun á herbergjum sín-
um en þau eru bæði með sérsnyrt-
ingu. Heimilismennirnir voru báðir
fullbólusettir og eru einkennalitlir,
að sögn Gísla Páls Pálssonar, for-
stjóra Grundarheimilanna.
„Það eru komnar nýjar leiðbein-
ingar um að vera ekki að flytja fólk á
sjúkrahús eða annað meðan það er
ekki mjög veikt. Við treystum okkur
vel til að annast fólkið,“ sagði Gísli
Páll. Grund verður lokuð fyrir öllum
heimsóknum næstu daga, nema með
sérstökum undanþágum. Inntaka
nýrra heimilismanna hefur verið
stöðvuð tímabundið.
Grundarheimilin eru þrjú, Grund,
Ás og Mörk. „Við höfum ekki bannað
heimsóknir, annars staðar en á
Grund, en óskum eftir því að 30 ára
og yngri komi ekki í heimsókn og að
hver heimilismaður fái ekki fleiri en
tvo gesti í einu.
Við höfum aftur sett á grímu-
skyldu þegar gestir fara inn í her-
bergi þess sem þeir heimsækja. Með
þessu reynum við að draga úr líkum
á smiti,“ sagði Gísli Páll. Hann taldi
ekki hægt að fara fram á að starfs-
fólk færi í sóttkví eða einangrun ut-
an vinnutíma.
„Hjá okkur starfar gott og skyn-
samt fólk. Það hefur passað sig hing-
að til. En þegar þú ert með um 700
manns í vinnu eru alltaf líkur á að
einn og einn smitist. Því miður tel ég
líklegt að þetta eigi eftir að gerast á
fleiri heimilum og þetta hefur gerst
á Landspítalanum eins og allir vita,“
sagði Gísli Páll. gudni@mbl.is
Tveir heimilismenn
á Grund smituðust
- Smitið rakið til
starfsmanns - Báðir
voru bólusettir
Morgunblaðið/Ómar
Grund Tveir heimilismenn eru nú í
einangrun vegna kórónuveirusmits.