Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 36
Hér er á ferðinni ein sú ljúffengasta grillmáltíð sem
sögur fara af. Við erum að tala um grillað lamba-
ribeye eins og það gerist best og meðlæti sem fær
fullorðna menn til að falla í yfirlið.
4 lamba-ribeyesteikur
AMB-krydd
sérvalin hvítlaukssósa
sérvaldar trufflukartöflur
Lillie’s GOLD Barbeque Sauce
rótargrænmeti
SPG-krydd
Olio Nitti-olía
Kryddið kjötið eftir kúnstarinnar
reglum með AMB-kryddinu. Hellið ólífu-
olíu yfir.
Kryddið rótargræmetið með SPG-
kryddinu og hellið ólífuolíu yfir.
Setjið kjötið á grillið ásamt trufflu-
kartöflum og rótargrænmeti.
Penslið kjötið með grillsósu og munið
að ribeye þarf töluvert lengri eldun enda
mikill og góður biti.
Berið fram með hvítlaukssósu, grilluðu
rótargræmeti og trufflukartöflunum.
Framhryggur er skorinn af efsta hluta framparts. Bitinn er bragð-
mikill, heldur stífari en hryggvöðvi. Úrbeinaður og fullsnyrtur án
yfirborðsfitu er hann kallaður ribeye en prime ef yfirborðsfitan er
höfð á. Vöðvinn er hentugur í eldunaraðferðir sem eru ætlaðar fyrir
stíft kjöt en hann er líka vinsæl grillsteik.
Fremsti hluti hryggjarins er oft skorinn í sneiðar sem eru svo
pönnusteiktar, ofnsteiktar eða grillaðar. Fremur bragðmikið kjöt og
tiltölulega meyrt en inniheldur þó meira af bindivef en t.d. kótilettur,
svo að það þarf ívið lengri eldun. Það kemur hins vegar ekki að sök
þar sem það er oftast vel fitusprengt.
Trufflufylltu
kartöflurnar þóttu
algjört sælgæti
Sælkerabiti Lamba-rib-eye
er í miklu uppáhaldi hjá
matgæðingum.
Uppskriftin kemur frá Berglindi Hreið-
arsdóttur á Gotteri.is en hún hefur gengið
kvenna á milli í vinahópi hennar. Upphaflega
útgáfan er frá sjálfum Gordon Ramsay en hef-
ur tekið smá breytingum í meðförum vin-
kvennanna og þykir nú betri ef eitthvað er.
Hægeldað nautakjöt í naan
Uppskrift dugar í um 10-12
lítil naanbrauð eða fyrir 5-6 manns
Kjöt og marinering
700-800 g ungnautakjöt
200 ml Kikkoman-sojasósa
200 ml ólífuolía
2 x límónur (safinn)
150 g púðursykur
2 x ferskt chili (saxað)
1 búnt af ferskum kóríander (saxað)
Útbúið sojamarineringuna með því að
blanda öllum ofangreindum hráefnum saman í
skál (fyrir utan kjötið auðvitað).
Takið rúmlega fjórðung til hliðar og setjið í
skál inn í ísskáp til að bera fram með réttinum
þegar hann er tilbúinn.
Steikið kjötið örstutt við háan hita til að loka
því, hellið afganginum af marineringunni yfir,
leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hit-
ann vel, setjið lok á pönnuna/pottinn og leyfið
að hægeldast þannig í 5-6 klst. Gott er að snúa
kjötinu 2-3 sinnum á meðan til að allar hliðar
liggi jafn lengi í marineringunni þar sem hún
hylur kjötið ekki að fullu.
Chilimajónes
200 g Hellmann’s-majónes
40 g sambal oelek
1 tsk. límónusafi
Allt hrært vel saman í skál og geymt í kæli
fram að notkun. Einnig er hægt að nota tilbúið
chilimajónes frá Hellmann.
Betrumbættu
götubita Gordons
Hér er á ferðinni ekta „street food“-matur og það er leikur einn
að útbúa þennan rétt heima hjá sér og koma gestum skemmti-
lega á óvart með útkomunni. Um er að ræða hægeldað nautakjöt
þar sem sojasósan leikur stórt hlutverk. Kjötið er síðan rifið nið-
ur og sett í naanbrauð ásamt chilimajónesi, osti og grænmeti.
Annað meðlæti:
lítil naanbrauð (10-12 stykki)
kínakál (saxað)
rauðlaukur (skorinn í sneiðar)
ferskur kóríander
rifinn cheddarostur
Samsetning
Setjið chilimajónes í botninn á brauðinu
ásamt káli og lauk.
Næst kemur rifinn ostur og kjöt.
Gott er að setja smá af sojamarineringunni
yfir kjötið í lokin ásamt vel af ferskum kórí-
ander. Einnig má setja sneiðar af fersku chili.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Geggjaður götubiti Þetta er ofureinfaldur
réttur svo lengi sem þið gefið kjötinu tíma.
Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími
8:00-16:30
Frábært úrval í verslun okkar
Kíktu við!
Grillkjöt
fyrir versló!