Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
BENIDORM
05. - 12. ÁGÚST - VIKA
FLUG & GISTING
VERÐ FRÁ:
77.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR
FLUG OG HANDFARANGUR
FLUG 05. -12. ÁGÚST
VERÐ FRÁ:
39.900 KR.*
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
„Þetta er ein af stærstu söluvikum
ársins þannig við erum alltaf með
talsverðan undirbúning fyrir þetta,“
segir Andri Þór Guðmundsson, for-
stjóri Ölgerðarinnar, í samtali við
Morgunblaðið. Verslunarmannahelg-
in er fram undan og þá gera margir
sér glaðan dag. Andri segir að hjá Öl-
gerðinni sé vanalega framleitt meira
af vörum sem seljast vel á þessum
tíma árs. Gos, bjór og sódavatn, auk
snakks séu dæmi um vörur sem selj-
ast vel um verslunarmannahelgi.
Spurður hvernig nýtilkomnar sótt-
varnareglur hafi áhrif á komandi
viku í sölu segir hann þær setja strik
í reikninginn að ákveðnu leyti.
„Já, það breytir sölu á börunum.
Svo auðvitað fer miklu minna til
Vestmannaeyja og á staði sem áttu
að vera með útihátíðir,“ segir Andri,
en Ölgerðin hefur styrkt Þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum um árabil.
„Það verður auðvitað bara brota-
brot af sölunni sem var áætluð í Eyj-
um,“ segir Andri en undirbúningur-
inn var mjög langt kominn og
fjöldinn allur af vörum, kælum og
öðrum búnaði frá Ölgerðinni kominn
til Eyja.
Engar hátíðir en
þó er álag
Þótt óvissa sé í loftinu er þó nóg að
gera. „Það er náttúrulega óvissa. Við
vitum voða lítið. Tjaldstæðin eru líka
mjög takmörkuð og það má kannski
áætla að fólk sé minna á ferðinni.
Engu að síður er alveg gríðarlega
mikið að gera hjá okkur. Mikið um
pantanir og það er ekki að sjá að
þetta hafi mjög mikil áhrif,“ segir
Andri.
Mikið álag er því í aðdraganda
helgarinnar. „Bæði er þetta stærsta
vika ársins og síðan erum við fáliðuð
út af sóttkvíarmálum,“ segir hann, en
kórónuveirusmit greindist hjá starfs-
manni og var hálfur lagerinn sendur í
sóttkví. „Þannig að við erum bara
með hálf afköst í vöruhúsi. Misstum
þarna slatta af fólki því miður.“
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
hefur svipaða sögu að segja og
Andri „Þetta hefur náttúrulega ver-
ið stærsta söluvika ársins í mörg
ár,“ segir hann og rekur að fyrir-
tækið selji mikið af grillmat um
verslunarmannahelgar; lambakjöt,
nautakjöt og folaldakjöt og vita-
skuld pylsur.
Salan dreifist meira
„Það er hins vegar svolítið erfitt
að átta sig á hvernig þessi staða með
engar útihátíðir er, hvaða áhrif
þetta hefur. Það kannski breytir að-
eins neyslunni. Ef þú ert heima hjá
þér þá eldarðu kannski frekar læri
heldur en ef þú ert í tjaldi uppi í
sveit.“
Spurður hvort vöruframboð SS
hafi breyst í kjölfar sóttvarnareglna
segir hann svo vera upp að vissu
marki. „Við bættum aðeins í og juk-
um við framboð á kryddlegnu SS-
læri. Erum með það á tilboði núna,“
segir Steinþór. Þar að auki dreifist
salan meira. „Áður fór kannski gríð-
arlegt magn til Vestmannaeyja, en
nú fer þetta á miklu fleiri staði.“
Uppsöfnuð grillþörf
vegna veðurs
Þá skiptir veðurspáin einnig
miklu máli. „Það getur verið mjög
mikill, jafnvel helmingsmunur, í
grillkjötssölu eftir því hvernig veðr-
ið er. Það eykst alltaf kjöt í neyslu ef
það er gott veður. Fólk grillar oftar
úti ef það er gott veður heldur en ef
rignir. Þannig að núna getum við
sagt að það séu mjög góðir grill- og
kjötsöludagar fram undan.“
„Við erum náttúrulega bara alltaf
að horfa viku fram í tímann á veð-
urspána og við breytum í raun fram-
leiðslu eftir því hvernig veðurspáin
er. Sérstaklega í þessu svokallaða
grillkjöti.“
Þá skipti einnig máli hvernig
veðrið hefur verið daga og vikur á
undan. „Nú er náttúrulega búið að
vera leiðinlegt veður hérna sunn-
anlands meira og minna í allt sumar
þannig að núna ætti hún að rjúka
upp hérna á suðurpartinum.“
Breytir neyslunni um helgina
- Samkomutakmarkanir breyta plönum hjá mörgum - Minna öl til Vestmannaeyja - Smit greind-
ist hjá Ölgerðinni - Læri í stað hamborgara - Mikið grillað í góða veðrinu á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rjómablíða Stemning var í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. Búast má við að flestir verði heima um helgina.
Viðbúnaður lögreglu um land allt er vægast sagt minni
en stefndi í áður en sóttvarnaaðgerðir voru kynntar á
föstudaginn var.
„Það verður ekkert í líkingu við það sem stefndi í ef
það hefði verið haldin hér Þjóðhátíð,“ segir Jóhannes
Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Hvort
þau hræðist það að fólk hópist saman, þvert á tilmæli
sóttvarnalæknis, í Herjólfsdal segir hann svo ekki vera.
„Nei, ég hræðist það ekki neitt. Það voru um 100 í fyrra
og þetta fór bara vel fram. Það var meira að segja
kveikt í brennunni á föstudeginum og menn hlýddu öll-
um fyrirmælum. Fólk var ekkert að safnast saman í
dalnum þá,“ segir Jóhannes.
Á Norðurlandi er spáin góð og væntanlega margir
sem sækja í sólina um helgina.
„Við ætluðum að hafa aðeins meiri viðbúnað en svo
þurfum við auðvitað að setja okkur reglur líka, okkur til
verndar,“ segir Jóhann Ólafsen, varðstjóri lögreglunnar
á Akureyri, en þau reyna að forðast að blanda fólki milli
vakta. „Þannig að við sláum af aukamönnum sem við
ætluðum að hafa,“ segir Jóhann. Þá reiknar lögreglan á
Akureyri með að minna verði um að vera vegna sótt-
varnareglna og óttast ekki að fólk fari þvert á tilmæli
sóttvarnalæknis. „Fólk hefur allavega sýnt fram að
þessu að það vill fara eftir þessum reglum.“
Óttast ekki brot á sóttvarnareglum um helgina
VIÐBÚNAÐUR LÖGREGLUNNAR MINNI EN Í STEFNDI
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umferð Búast má við því að færri verði á ferðinni um helgina
en oft áður. Lögregla er því með minni viðbúnað en ella.
Búast má við að hiti á sunn-
anverðu landinu í dag fari í
meira en 20 gráður og á höf-
uðborgarsvæðinu má búast við að
hitinn fari einnig yfir 20 stigin.
Þetta sýnir spá Veðurstof-
unnar. Á Flúðum gæti hitinn í
dag farið í 20-21 gráðu, segir á
veðurvefnum blika.is, og í Eyjum
rúmlega 10 gráður. Ber þar að
hafa í huga að Flúðir eru nærri
hálendisbrúninni svo þar kemur
oft hlý gola ofan af fjöllum en í
Eyjum blæs af úthafinu. Hlýindin
ná vestan af fjörðum og austur á
Hornafjörð og stór hluti hálend-
isins er þá meðtalinn. Heldur
kaldara verður um norðan- og
austanvert landið. Á Egilsstöðum
má búast við skýjalofti, sem ein-
hver væta gæti fylgt. Hlýindi
þessi munu samkvæmt spá hald-
ast eitthvað fram á helgina, en á
laugardag og sunnudag verður
þó einhver væta við sunnanvert
landið sem gæti náð eitthvað inn
til fjalla og út á Faxaflóa. Norð-
anlands verður þurrt.
Hitastigið fer víða
yfir 20 gráðurnar
Hitaspá fyrir höfuðborgarsvæðið
22°
22°
21°
21°
20°
19°
18°
17°
16°
15°
14°
*Hiti í tveggja metra hæð.
Heimild: Spá Veðurstofunnar kl. 15.00 í gær.
Í dag kl. 16.00*
„Ég fæ ekki séð
að það hafi verið
neitt að baki
þessum kæru-
málum forstjóra
ÁTVR,“ segir
Arnar Sigurðsson
vínkaupmaður
hjá Santewines.
Arnar sendi á
dögunum upplýs-
ingabeiðni til
ÁTVR og óskaði eftir afritum af
lögfræðiálitum, sem hún hefði látið
gera í aðdraganda kærunnar. Í svari
ÁTVR er því hafnað að slík gögn falli
undir upplýsingalög, en hins vegar
„upplýst að engin nýleg lögfræðiálit
liggja fyrir sem varða sérstaklega
starfsemi“ fyrirtækja Arnars.
„Það vekur fyrst og fremst spurn-
ingar um vandaða stjórnsýslu þar á
bænum og hvernig það megi vera að
forstjórinn sendi út kærur og dylgj-
ur að alls óathuguðu máli,“ segir
Arnar í samtali við Morgunblaðið.
Arnar hefur þegar kært Ívar J.
Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rang-
ar sakargiftir, en hann sendi kæru til
bæði lögreglu og skattayfirvalda á
hendur Arnari og fyrirtækjum hans
hérlendis og erlendis í lok júní.
Ekkert
lögfræðiálit
að baki
kæru
Arnar
Sigurðsson