Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.07.2021, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 ✝ Guðbjörg Árna- dóttir fæddist í Hellnafelli við Grundarfjörð 13. mars 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Árni Svein- björnsson, f. 3.12. 1891, d. 11.10. 1963, og Herdís Sigurlín Gísladóttir, f. 24.2. 1899, d. 1.10. 1996. Guðbjörg var önnur í röð 11 systkina. Þau eru Ingibjörg, f. 1923, Sveinbjörn, f. 1926, Guðný, f. 1928, Gísli, f. 1930, Kristín, f. 1931, Ester, f. 1933, Arndís, f. 1935, Benedikt Gunnar, f. 1937, Sigurberg, f. 1940, og Ívar, f. 1940. Kristín og Sigurberg eru ein eftirlifandi. Guðbjörg fór 18 ára að heiman og lá þá leið hennar í Stykk- ishólm, þar sem hún vann við heimilisstörf og barnapössun. Í Guðbjörg var heimavinnandi meðan börnin voru lítil. Síðan fór hún út á vinnumarkaðinn og vann ýmis störf, lengst af á sjúkrahús- inu í Stykkishólmi. Einnig var hún mörg ár í kirkjukór Stykkis- hólmskirkju. Það lék allt í hönd- unum á henni, hvort sem var prjónaskapur eða saumaskapur, enda lærði hún saumaskap og var allt saumað heima í þá daga hvort sem var kjólar, kápur eða buxur. Þegar heilsu Ingvars fór að hraka árið 1993 tóku þau þá stóru ákvörðun að flytja frá Stykk- ishólmi og varð Hafnarfjörður fyr- ir valinu, þar sem meirihluti barna þeirra bjó. Þau keyptu þjón- ustuíbúð á Sólvangsvegi 1 og áttu þar þrjú góð ár áður en Ingvar lést. Eftir lát Ingvars bjó Guðbjörg þar áfram. Þar eignaðist hún góða vini og vinkonur og voru þetta 18 góð ár við góða heilsu. Guðbjörg hafði alla tíð slæma sjón og hún missti hana 2012. Þá átti hún erfitt með að hugsa um sig sjálf og fékk hún inni á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Hún hélt góðri heilsu þar til fyrir tveimur árum. Þá fór heilsu hennar að hraka og lést hún á Hrafnistu 20. júlí 2021. Guðbjörg verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. júlí 2021, klukkan 13. Stykkishólmi kynnt- ist hún mannsefni sínu, Ingvari Ragnarssyni. Þau gengu í hjónaband 13. desember 1946. Foreldrar Ingvars voru Sólveig Ingvarsdóttir og Ragnar Einarsson. Börn Guðbjargar og Ingvars eru: 1) Edda, gift Sigurði Pétri Guðnasyni. Þau eiga Ingv- ar, Björn og Hlyn, átta barna- börn og eitt barnabarnabarn. 2) Rannveig, gift Herði Sigurjóns- syni. Þau eiga Hjörvar og Thelmu, fimm barnabörn og tvö barnabarnabörn. 3) Rakel, gift Þorvaldi Karlssyni. Þau eiga Ólínu Sigríði, Guðbjörgu Öldu og Tinnu Ósk og fimm barnabörn. 4) Gústaf Hinrik, ókvæntur og barnlaus. 5) Benedikt Gunnar, kvæntur Sigríði Haraldsdóttur. Þau eiga Aron, Guðrúnu Evu og Harald Leví og sjö barnabörn. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín Sál mín fyllist angurværum trega Öll þú bættir bernskuárin mín Blessuð sé þín minning ævinlega. (Jón Gunnlaugsson) Elsku mamma okkar er kvödd í dag. Efst í huga okkar er þakklæti og aftur þakklæti, hún var alltaf til staðar fyrir okkur, hugsaði ein- staklega vel um okkur systkinin. Hún var hógvær, hlý og kom vel fram við alla. Minningarnar eru margar, mamma að þrífa, mamma að þvo, mamma að baka, mamma að sauma, hún var löngum stund- um við saumavélina og saumaði á okkur, við stelp- urnar þurftum að fá nýja kjóla fyr- ir hitt og þetta tilefnið. Þá var Burda skoðað og eitthvað fallegt valið og síðan var það bara saum- að, svona lærðum við allar að sauma sjálfar eftir hennar tilsögn, þetta eru dásamlegar minningar. Hún elskaði barnabörnin og langömmubörnin sín, spurði alltaf hvort ekki væri allt í lagi með þau og mundi afmælisdaga þeirra, og allra í fjölskyldunni. Þeim elstu fannst alveg dásam- legt að fara í Hólminn á sumrin vera hjá ömmu og afa. Takk fyrir allt, elsku mamma, þín verður sárt saknað, þú varst einstök kona. Þínar dætur Edda, Rannveig og Rakel. Elskuleg tengdamóðir mín fékk loksins hvíldina langþráðu, gengin er yndisleg kona sem tók mér strax mjög vel þegar við Rannveig fórum að stinga okkur saman fyrir allmörgum árum, gaman var að heimsækja þau Ingvar heim í Stykkishólminn, árin 4 sem við Rannveig bjuggum þar voru mjög skemmtileg og þá höfðum við góða tíma til að mynda góð tengsl við Guggu, Ingvar og Gústaf. Áður var venjan að koma reglu- lega í Hólminn á sumrin og á stórhátíðum eins og jólum og páskum og alltaf var mjög vel tek- ið á móti okkur, hlaðið veisluborð- ið hennar Guggu var alltaf til stað- ar, en Gugga elskaði að gefa öllum sem komu að borða, góðar minn- ingar um matinn hennar Guggu, þverskornu ýsuna með soðnum kartöflum, lambahrygginn og lær- ið ásamt öðrum rammíslenskum mat og hlaðna kaffiborðið af heimabökuðum kökum og þá tíðk- aðist að hafa kvöldkaffi og þar var margt skemmtilegt rætt, og oftar en ekki var tekið í spil, þetta voru gæðastundir með tengdaforeldr- um mínum. Elsku Gugga mín, takk fyrir allar góðu stundirnar og alla um- hyggjuna sem þú sýndir okkur, börnum og barnabörnum okkar Hvíl í friði, ástkæra tengda- mamma. Þinn tengdasonur Hörður Sigurjónsson. Elsku amma mín. Eins sárt og það er að kveðja þig þá er ég viss um að þið afi séuð loks sameinuð að nýju, nú þegar þér var loksins hleypt inn eins og þú sagðir alltaf sjálf. Ég er svo þakklát að eiga ótal minningar sem gleymast aldr- ei. Hversu yndislegt það var að koma til ykkar afa í Hólminn, fá sjónvarpsköku og taka upp kart- öflur með þér í garðinum. Enn fleiri minningar eftir að þið fluttuð í Hafnarfjörð og ég eyddi ótal stundum hjá ykkur og svo þér eft- ir að afi dó. Ég gleymi því ekki þegar við löbbuðum saman upp á 6. hæðina á Sólvangsveginum og litla hjartað mitt þorði ekki í lyft- una svo við löbbuðum niður, en vorum báðar svo lofthræddar að við ríghéldum okkur í handriðið, lafhræddar, en hlógum svo að hættuför okkar eftir á. Eftir að þú misstir sjónina sagðir þú alltaf að það væri svo leiðinlegt að geta ekki séð börnin okkar en þú gerðir meira en að sjá þau, þú vissir að þau væru á leið í heiminn áður en þér var sagt frá því. En þau eiga góðar minningar og sakna elsku langömmu sinnar. Það var alltaf gott að heimsækja þig og alltaf tókst þér að láta okk- ur hlæja á þinn einstaka hátt, allt- af svo hlý og góð. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku amma mín. Hvíldu í friði og gefðu elsku afa knús frá mér. Tinna Ósk Þorvaldsdóttir. Elsku besta yndislega amma okkar fékk loksins hvíldina löngu þriðjudaginn 20. júlí, orðin alltof gömul eins og hún sagði sjálf. Hún valdi fallegan og góðan dag til að kveðja en þetta er afmælisdagur elsku mömmu okkar. Hennar verður sárt saknað enda var hún alltaf til staðar fyrir okkur barna- börnin sín, ljúf og góð amma sem gat verið fyndin, kaldhæðin og hnyttin í tilsvörum. Þegar við hugsum til baka eru minningarnar um allar dásamlegu heimsóknirnar til ömmu og afa í Stykkishólm ómetanlegar. Frelsið var algjört fyrir utan það að það eina sem amma bannaði okkur að gera var að fara niður á höfn, sem við hlustuðum ekkert á enda var afi alltaf þar. Í Hólminum var amma alltaf í eldhúsinu að elda góðan mat eða baka góðar kökur sem við bið- um spenntar eftir að borða. Það sem okkur þótti mest spennandi var kvöldkaffið, þar sem við sátum við eldhúsborðið og gæddum okkur á kræsingum ásamt því að ræða ævintýri dagsins. Skemmtilegast var að við feng- um að taka þátt í öllu sem þurfti að gera. Svo var það ómetanlegt þegar þau fluttu í Hafnarfjörð og gátum við þá hitt þau eins oft og við vild- um. Þegar ég (Guðbjörg) vann á leikjanámskeiði á Hörðuvöllum fór ég eins oft og ég gat í hádeg- ismat til ömmu og afa. Þegar ég kom þangað lá afi í sófanum og amma á fullu í eldhúsinu. Þá heyrðist í afa: „Sjáðu hvað hún amma þín er löt að hafa allt til!“ Svona var hann alltaf við hana og aldrei kippti hún sér upp við það. Svo þegar afi dó þá var svo gott að hafa ömmu svona nálægt okkur til að geta kíkt til hennar hvenær sem var til að eiga gæðastund með henni yfir kaffi og auðvitað ein- hverju heimabökuðu með. Þegar hún flutti síðan á Hrafnistu fyrir átta árum þá þótti henni ekkert skemmtilegra en að fara niður að dansa og einhvern tímann sagði hún mér (Lólý) að þau afi hefðu alltaf elskað að fara að dansa sam- an og eins og hún orðaði það þá hefðu þau verið hálfgerð dansfífl! Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín óendanlega mikið en er- um glaðar að nú sért þú búin að fá hvíldina og komin til elsku afa þar sem þið getið dansað í sumarland- inu. Þín barnabörn, Guðbjörg og Ólína (Lólý). Elsku amma, nú hefur þú loks- ins fengið hvíldina og ert komin í sumarlandið til afa. Hógvær, hlý og alltaf með á nótunum er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um þig. Húmorinn, innsæið og þessi tilfinning fyrir hlutunum. Þú sást okkur alltaf skýrt þó svo að sjónin hafi smám saman gefið sig. Minningar okkar frá því að við fjölskyldan bjuggum í Stykkis- hólmi eða þegar við dvöldum hjá ykkur afa í lengri eða skemmri tíma eru fjölmargar. Leika úti allan daginn, skottast á rauðum trékloss- unum inn á Bókhlöðustíg, nýbak- aðar kleinur, soðin ýsa í hádeginu og hryggur á sunnudögum og ís og kokteilávextir á eftir. Kvöldkaffið þar sem sjónvarpskakan var í lyk- ilhlutverki – Ömmu Guggu kaka. Elsku amma, takk fyrir sam- fylgdina, góðar samverustundir og hlýjar minningar. Hvíldu í friði. Hjörvar og Thelma. Guðbjörg Árnadóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR, Borgarbraut 57 í Borgarnesi, lést föstudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju miðvikudaginn 4. ágúst klukkan 14. Vegna samkomutak- markana verða eingöngu nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt á kvikborg.is Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á samtökin Ljónshjarta. Páll Jökull, Ásta, Margrét, Guðný, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGRÚN JONNÝ SIGURÐARDÓTTIR, lést föstudaginn 23. júlí á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. júlí klukkan 10. Þórunn Guðmundsdóttir Halldór Guðmundsson Ástkær faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, ÞORKELL G. GUÐMUNDSSON arkitekt, lést þriðjudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst klukkan 15. Ingveldur Þorkelsdóttir Rúna Þorkelsdóttir Guðmundur Þorkelsson Sigurður Hrafn Þorkelsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 58, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 23. júlí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 9. ágúst klukkan 15. Sigmar Þorsteinsson Sigurborg Erna Mostrup Otto Mostrup Margrét Sigmarsdóttir Jóhannes Þórðarson Þorsteinn Sigmarsson Lilja Rós Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR JÓNASDÓTTUR, Suðurlandsbraut 58. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks sem kom að umönnun og heimahjúkrun Ásdísar undanfarin ár, sem og á deildum A2 og B4 á Landspítalanum í Fossvogi. Sigurlaug Regína Friðþjófsd. Jónas Gauti Friðþjófsson Ragnhildur Georgsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, SIGRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Greniteig 9, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir alúð og góða umönnun. Guðjón Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir Bjarni Ásgrímur Sigurðsson Hansborg Þorkelsdóttir Sigurður Sigurðsson Árný Þorsteinsdóttir Sveinbjörg Sigurðardóttir Guðsveinn Ólafur Gestsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.