Morgunblaðið - 29.07.2021, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
MERCEDES-BENZ GLE 300 D 4MATIC
RN. 153623. Nýskráður 2/2020, ekinn 60 þ.km.,
dísel, grár, sjálfskipting 9 gírar, 360° myndavél,
fjarlægðarskynjarar, filmur, bluetooth.
Verð 11.990.000 kr.
VW GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT
RN. 331213. Nýskráður 3/2020, ekinn 18 þ.km.,
bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, hraðastillir,
360° nálgunarvarar, stöðugleikakerfi, bluetooth.
Verð 4.590.000 kr.
HYUNDAI TUCSON NEW PREMIUM PLUGIN HYBRID
RN. 331467. Nýskráður 6/2021, bensín/rafmagn,
dökkgrár, sjálfskiptur, 360° nálgunarvarar, GPS,
akreinavari, bakkmyndavél, aðstoð við að leggja í
stæði, bluetooth. Verð 6.490.000 kr.
NÝR
BÍL
L
HYUNDAI TUCSON NEW STYLE PLUGIN HYBRID
RN. 331466. Nýskráður 6/2021, bensín/rafmagn,
dökkgrár, sjálfskipting, 360° nálgunarvarar, GPS,
akreinavari, bakkmyndavél, bluetooth.
Verð 6.150.000 kr.
NÝR
BÍL
L
Harmleikurinn sem
átti sér stað í Noregi
fyrir tíu árum kom öll-
um verulega í opna
skjöldu. Morð er ekki
eitthvað sem Noregur
er þekktur fyrir yfir-
höfuð, hvað þá fjölda-
morð á ungu fólki.
Einnig að sprengja
byggingu eins og ISIS.
Noregur er eitt af
Norðurlöndunum og hér er allt frið-
sælt og vinsamlegt eða hvað? Hvað í
ósköpunum gekk manninum til? Er
nokkuð hægt að kalla hann mann
samkvæmt okkar skilningi á orðinu?
Það tók morðingjann tíu ár að und-
irbúa þessa hörmung. Hatur í tíu ár
sem óx og óx þangað til hann sprakk.
Hatur sem magnaðist og yfirtók sál
hans algerlega og fékk hann til að
fremja voðaverkið. En hvernig verð-
ur fyrirbæri eins og þetta til? Hvað
gerðist í Noregi á þessum tíu árum
sem það tók hann að undirbúa þetta?
Noregur hélt áfram að framleiða olíu
og græða á því en Noregur fram-
leiddi líka stjórnmálamenn sem
gerðu það að markmiði að tala illa um
innflytjendur sem skap-
aði andúð, hatur og
óþarfa ótta í garð inn-
flytjenda. Fjölmiðlar
gáfu þeim orðið og var
því vettvangur slíkrar
umræðu en þannig fjölg-
aði fylgjendum þeirra.
Einn slíkra fylgjenda
var þetta fyrirbæri sem
ákvað að fara lengra
með sínar ógeðfelldu illu
hugsanir.
Stanslaus áróður í
garð venjulegs fólks
sem gert er viljandi til að hræða
landsmenn er eitthvað sem er að ger-
ast alls staðar í Evrópu. Siv Jensen,
fyrrverandi fjármálaráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins í Nor-
egi, kom opinberlega fram á sínum
tíma til að blaðra um ógnina sem að
Noregi steðjar vegna innflytjenda.
Pia Kjærsgaard hefur árum saman
barist á móti innflytjendum í Dan-
mörku. Einnig Le Pen og dóttir
hennar í Frakklandi og svo Berlus-
coni á Ítalíu. Hér á Íslandi hafa er-
lendir nýnasistar reynt að festa ræt-
ur sínar með því að nota netið og búa
til heimasíðu með aðstoð íslenskra
bræðra og systra. Einnig hafa ein-
staka stjórnmálamenn og -flokkar
hér á landi ýmist reynt að fá athygli
hjá kjósendum eða að auka vinsældir
með því að láta óviðeigandi ummæli
falla um innflytjendur eða ákveðinn
hóp þeirra.
Netið er einmitt sá vettvangur þar
sem menn láta allt flakka en í Noregi
hefur það verið mjög áberandi
undanfarin ár. Notendur tala um inn-
flytjendur eins og eiturslöngu sem
innfæddum ber að forðast. Þessi
norski hryðjuverkamaður var mjög
áberandi í þeirri umræðu í Noregi.
Hann var líka í hægrisinnaða flokkn-
um hennar Sivjar Jensen sem strax
eftir árásina vildi ekki kannast neitt
við hann. Nýnasistar hafa alltaf verið
til í Noregi en þeir voru mest áber-
andi á sjöunda áratugnum, en þá
sprengdu þeir til dæmis byggingu
sem vinstri hreyfingin var með. Á síð-
asta áratug hafa tveir strákar af er-
lendum uppruna verið myrtir í Ósló
af nýnasistum. Anders Breivik sem
skipulagði þetta voðaverk er án nokk-
urs efa morðingi því venjuleg mann-
eskja gengur ekki berserksgang og
kálar 68 saklausum ungmennum. Það
gerir venjulegt fólk ekki.
En hvenær byrjar venjulegt fólk
að vera óvenjulegt fólk með hættu-
legt hatur í hjarta sér? Norðmenn í
heild þurfa klárlega að skoða sinn
innri mann. Strax eftir árásina töldu
menn að þarna væri á ferðinni
hryðjuverk frá Al Qaida eða eitthvað
slíkt. Sumir í Noregi gengu jafnvel
svo langt að láta reiði sína bitna á út-
lendingum þar í landi og margir út-
lendingar urðu þar um tíma fyrir að-
kasti. Svo kom í ljós að þetta voru jú
hryðjuverk en gerandinn var alhvítur
ljóshærður Norðmaður af norskum
uppruna. Fólk ákvað strax að líta á
hann sem geðveikan einstakling.
Fjölmiðlar þar í landi voru líka
fljótir að breyta um umræðuefni. En
hvað ef þetta hefði verið eins og heim-
urinn óttaðist um tíma, hvað ef þetta
hefði verið framið af Norðmanni af
erlendum uppruna? Staðreyndin er
sú að slíkir menn fyrirfinnast alls
staðar í Evrópu en þeir eru bara í fel-
um. Það að einhver sé hryðjuverka-
maður sést ekki á fólki því hugsanir
þeirra sjást ekki utan á þeim. Á með-
an verða sumir daglega fyrir aðkasti
og alls kyns óþægindum vegna útlits.
Öfgamenn láta allt flakka í blöðum og
á öðrum vettvangi í nafni lýðræðis og
tjáningarfrelsis. Það er óskiljanlegt
af hverju nýnasistum er leyft að
halda skrúðgöngur á götum Berlínar
og í öðrum borgum í Evrópu einungis
til að predika hatursáróður sinn.
Rasismi hefur átt sér langar sögu-
legar rætur og hefur fundist í öllum
samfélögum Evrópu í gegnum tíðina.
Birtingarmyndir hans eru margar en
án efa eru þær skelfilegustu helför
gyðinga og aðskilnaðarstefnan í
Bandaríkjunum og Suður-Afríku.
Hörmungin í Noregi er dæmi þess að
fordómar geta verið áróðursfullar
opinberar hatursaðgerðir. Þetta er
ekki síður meiðandi og skemmandi,
en engum er í hag að bera þetta með
sér.
Fordómar eru hættulegir þegar
þeir fara að hafa áhrif á hegðun okk-
ar og leiða til hörmunga eins og raun-
in var í þetta skipti. Fordómar eru
því ekki skaðlausar skoðanir. Margir
eru nú enn þá að syrgja í Noregi út af
hatri eins manns.
Eftir Akeem Cujo
Oppong
Akeem Cujo Oppong
» Sorglegt og óhugn-
anlegt að sjá, að
ekkert mikið hefur
breyst í Noregi og í
heiminum er varðar öfg-
ar, voðaverk, hatur og
hryðjuverk.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Ísland Panorama Center.
Öfgar og hatur verður svo hryðjuverk
Það er virðingarvert hjá power-
frúnum Úrsúlu og Angelu að
koma fram með gott plan til að
minnka losun ills lofts. Skaðinn er
að vísu skeður og litla Evrópa
blæs aðeins 8% af óþverranum út í
lofthjúpinn, en samt. Planið bygg-
ist líkt og áður á skattlagningu
frekar en bönnum og á að taka til
æ fleiri sviða og veldur óhjá-
kvæmilega lífskjaraskerðingu.
Þessir skattar verða að einhverju
leyti notaðir í niðurgreiðslur til að
koma á móti hækkunum á upp-
hitun og eldsneyti. Síðan er gert
ráð fyrir „skítaskatti“ á innflutta
vöru með miklu sóti. Evrópulöndin
hafa svo sem ekki öll sömu hags-
muni. Pólland er enn mikið í kol-
unum á meðan Frakkland hefur
haldið sig við kjarnorkuna en sól-
arsellurnar og vindorkan sækja
alls staðar á. ESB ætlar sér tvö ár
til að ná innbyrðis samkomulagi
en það verður erfiðara að sann-
færa og fá með í leikinn risalönd
eins og Indland, Kína og alla Am-
eríku. Það kemur í ljós í Skotlandi
í haust þegar SÞ þinga þar en
ESB kemur vel nestað þangað
með græna planið sitt.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Losun Angela Merkel er kanslari Þýskalands og hefur komið fram með til-
lögur að hvernig minnka skuli losun óæskilegra efna.
Græna ESB-planið