Morgunblaðið - 29.07.2021, Page 11

Morgunblaðið - 29.07.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021 Hagnaður Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi nam 5,4 milljörðum króna. Jókst hagnaðurinn mikið mið- að við sama fjórðung fyrra árs þegar hann nam 1,2 milljörðum. Fyrr í mánuðinum hafði bankinn gefið út já- kvæða afkomuviðvörun vegna betri afkomu en spár höfðu gert ráð fyrir. Mestu skipti um hin miklu umskipti að virðisbreyting útlána var mun hagstæðari en fyrir ári. Nú var hún jákvæð sem nam 1,1 milljarði króna en hafði verið neikvæð sem nam 2,4 milljörðum á öðrum fjórðungi síðasta árs. Þóknanatekjur jukust Hreinar þóknanatekjur hækkuðu einnig um 26% milli ára og námu 2,9 milljörðum króna. Stjórnunarkostn- aður hækkaði um 10,5% milli ára og nam samtals 6,5 milljörðum. Hækk- unin skýrist að mestu leyti af 588 milljóna einskiptiskostnaði vegna hlutafjárútboðs bankans sem fram fór í júní. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hagnaður bankans 9 milljörðum króna, samanborið við 131 milljónar króna tap yfir sama tímabil í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 9,7% saman- borið við 0,1% á fyrri helmingi árs í fyrra. Hrein virðisrýrnun á fyrstu sex mánuðum ársins var jákvæð sem nam 622 milljónum, samanborið við 5,9 milljarða neikvæða rýrnun á fyrstu sex mánuðum ársins 2020. Eigið fé Íslandsbanka nam 190 milljörðum í lok júní og eiginfjárhlut- fall bankans var 22,9%. Hafði það hækkað um 1 prósentustig frá lokum fyrsta ársfjórðungs. Markmið bank- ans er að hlutfallið sé 18,3-19,8%. Hagnaður í samræmi við afkomuviðvörun - Sterkt uppgjör hjá Íslandsbanka Á markað Birna Einarsdóttir hringdi Íslandsbanka inn í Kauphöll. Hefur gengi bankans hækkað mikið síðan. Markaðsvirði hans er 217 milljarðar. Viðskipti Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga Lokað á laugardögum í sumar. www.spennandi-fashion.is ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA 50% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI OG SKÓM! Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is 50-70% afsláttur ENN MEIRI AFSLÁTTUR arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flottar yfirhafnir, fyrir flottar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.